Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 35
Warm August Night: Þetta er ekta Bjöggalag C.öö ng vönduö uppbygging. Lag. sem maöur gripur ekki i fyrsta skipti. Maður verður að heyra það 2—3 áöur en það nær tökum á manni, og þá sleppir það ekki strax. Skemmtilegt soul-sánd á gitarn- um. Vel gert hjá Bjögga. Anyman’s Open Road: Þarna er ómar á ferðinni, og maður villist ekki á stllnum. Þetta er eina lagið, sem mér finnst sánda eitthvað llkt fyrri plötunni. Svipuð uppbygging og i einu orði sagt: ómar. Gott og meinlaust lag. Illið B. You Can Go My Way: Þetta finnst mér tvimælalaust besta lagið hans ómars á plötunni og reyndar þaö besta, sem ég hef heyrt frá honum. Létt og skemmtilegt lag, mjög liklegt til vinsælda. Sérlega skemmtilegt, hvernig þeir kombinera kassa- gitarinn i millikaflanum. Létt og hugljúft hjá ómari. þvi ekki hefur sólin glott mikið við ‘okkur, það sem af er. babbl babbl babbl babbl Þeir Pétur Kristjánsson og Gústi yfirrótari, báðir Paradisar- menn, voru nýlega i Bandarikj- unum. Aðalerindið þangað var aö festa kaup á ýmiss konar hljóð- f®rum, er þá kappa i Paradis vanhagaöi um. Gústi yfirrótari þötti ómissandi I ferðina, sem ráðgefandi um val á hljóðfærun- um. Hann mun jafnframt hafa fest kaup á mjög fullkomnum við- gerðargræjum fyrir bandið. Og aö sjálfsögðu borgaði Paradis farið fyrir Gústa. Það var hérna um daginn, að undirritaður brá sér i Klúbbinn á- samt sinum betri helmingi og hugðist fremja smá skemmtun eina kvöldstund sér til afþreying- ar. Þetta var nánar til lekið á laug- ardagskvöldi. Aður en við lögðum af stað, kiktum við i opnuna i .Mogganum, sem hefur að geyma skemmtanaauglýsingar. Þar var tilkynnt, að Hljómsveit Guð- mundar Sigur jónssonar og Hljómsveitin Kaktus, ættu að leika fyrir dansi þetta kvöld. Mér varð að orði við konuna, að sjálfsagt yrðum við að halda okk- ur á miðhæðinni. þar sem diskó- tekið er, þvi ekki þóttu mér nöfnin bjóða uppá neitt spennandi. Nú, i Klúbbinn komumst við og oettum okkur niður við borð á miðhæðinni, þar sem diskótekið þrumaði músikinni yfir okkur i öllum tegundum. Svona rétt um klukkan 12 á- kváðum viðað fara rúnt um húsið og sýna okkur og sjá aðra. Við röltum fyrst uppá efstu hæð. Og svei mér þá. ef mig rak ekki i rogastans. Þar var þá Hljómsveit Guðmundar Sigur- jónssonar að dúndra i þrumandi rokki. Dansgólfið troðfullt og fólkið og grúppan i banastuði. Konan hnippti i mig og laumaði þvi að mér. að ég hefði þarna dæmt grúppuna fyrirfram og ekki hitt naglann á höfuðið. Þetta var laukrétt hjá henni, og játaði ég möglunarlaust. Ég er ekki með þessum skrifum minum að jafna H.G.S. við grúpp- ur eins og Paradis. Júdas, eða Pelican. Enda ekki á margra færi að fara i buxurnar þeirra. Samt sem áður komu þeir mér þa'gi- lega á óvart. þvi bara nafnið. Hljómsveit Guðmundar Sigur- jón.ssonar, gerir mann Osjálfrátt tortrygginn. svo ekki sé meira sagt. Eg ákvað þvi að afla mér frek- ari upplýsinga um þessa fjór- menninga, og var það auðsótt mál. Tveir þeirra mættu svo heima hjá mér i kaffi (eins og Petersen segir). Hljómsveitina skipa eftirtaldir menn: Höfuðpaurinn, Guðmund- ur Sigurjónsson, sem leikur á hljómborð, Andri Orn Clausen, sem leikur á gitar og er jafnframt aðalsöngvari bandsins. Davið Geir Gunnarsson, sem lemur húðir, og svo Sigurður Kristjáns- son bassaþenjari. Að sögn höfuðpaursins er band- ið búið að starfa stöðugt i sex ár. A þessum sex árum hafa alls 10 menn starfað i hljómsveitinni. og eru það ekki mikil mannaskipti á svo löngum starfstima. Upphaflega byrjuðu þeir sem púra gömludansagrúppa með nikku og allt tilheyrandi en nú sið- ustu misserin hafa þeir verið að tikra sig meira yfir i rokkið. ,,Til þess að fá meiri breidd i músikina og ná til stærri hóps áhevrenda", eins og höfuðpaurinn lét eftir sér hafa. Samt sem áður hafa þeir Óla Skans og allt það á boðstólum. ef svo ber undir. Nú sem stendur æfa þeir félagar stift og leggja á- herslu á orginal rokk- og tvistlög, aðallega af eldri gerðinni. ,,Fólk- ið tekur kipp og ræðst ut á gólfið, þegar við spilum rokk- og tvist- lögin giimlu", segir Andri i lokin. Þar með kveðjum við Hljóm- sveit Guðmundar Sigurjónssonar i bili. og Oskar Babbl þeim alls góðs i framtiðinni. Recall to Reality: Bjöggi á ferð, og að minum dómi er þetta besta lagið hans á plöt- unni. Hann er hreint út sagt stór- kostlegur. Þetta er frekar rólegt lag og ljúft, en i milliköflunum bregður fyrir sterkum andstæð- um, oft á tiðum geðveikislegum og tryllingslegum. Pétur fer þarna á kostum og býður uppá mjög leikræna tjáningu með söng sínum. Svivirðilega gott hjá Bjögga. G.O.C. Lagið hans Geira trommara á plötunni. Þetta er ofsalega heavy rock og þarna sannar Geiri enn einu sinni á eftirminnilegan hátt snilli sina á trommunum. Miklu betri kafli hjá honum en á fyrri plötunni. Sérkennilegt gitarsánd. Góður bútur, sem hefði mátt vera lengri. Silly Piccadilly: Hann Bjöggi getur lika komið með comersial lög, ef svo ber undir. Þetla er mjög létt og dill- andi lag, og gegnir furðu, að það skuli ekki heyrast meira i útvarp- inu. Melódian skemmtileg og gripandi. Þrælgott partýlag. Cloudscape: Þarna er ómar aftur á ferðinni. Lagið er ekki súngið, aðeins not- ast við undirspil. Vel útsett og bærilega áheyrilegt. Fall of a Fortress: Frábært lag hjá honum Bjögga. Satt að segja þá finnst mér Bjöggi koma mun sterkari út úr þessari plötu en Ómar. Maður verður að pæla svolitið i þessu lagi, og er það vel. Pétur undirstrikar þarna enn frekar snilli sina i leikrænni tjáningu. Ctsetning og uppbygg- ing minnir mig svolitið á Tommy og Superstar. Þrælgott hjá Bjögga. ■-És er ekki viss um hvaðan við % komum.Annað hvort hefur guð buið'. okkur til'. eöa við efUm búin til í Jaoan' 32. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.