Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 39
Ekki stöðvað og veitt hjálp, þegar um slys á fólki er að ræða, fangelsi. Hreinlæti Af þessum tölum, sem teknar eru úr sektataxta dönsku lög- reglunnar, má sjá, að sektir eru all verulega lægri hér á landi og sum atriði, sem sektir liggja viö þar, eru ekki talin þaö ámælis- verð hér, aö sekta beri fólk fyrir þau. Sektirnar eru gefnar upp i dönskum krónum og I íslenskum innansviga. Islensku tölurnar eru rúnnaðar af til að þær standi á sléttri tölu. 1 sumar hefur F.I.B. dreift ruslapokum til þeirra, sem lagt hafa leið sina út fyrir borgina. Pokarnir, sem gerðir voru i samvinnu við Náttúruverndarráð og Landvernd, reyndust sérlega vinsælir, og kláraðist upplagið svo til strax. Vegaþjónustubilar F.Í.B. náðu þó að afhenda um 15000 poka til ökumanna, og vonum við, að ruslið, sem fyllt hefur þessa poka i sumar, hafi allt farið i þar til gerð ilát á endanum, þvi að þá er tilganginum fyrst náð, þegar ekki eitt karamellubréf liggur á viða- vangi. Sameinumst öll um að halda landinu hreinu. Ef menn leggja upp i ferðalag með mörg kiló af mat, munar ekki miklu að koma með umbúðirnar til baka. Þcssi getur sjálfum sér um kennt að hafa ekki tckið bensin fyrr. Taktu bensín Allt of margir taka aldrei bens- in, fyrr en nálin i bensinmælinum er komin niðuu að núlli, og oft veröa þeir bensinlausir hingað og þangað fyrir bragðið. bað fylgja þvi margir erfiðleik- ar að verða bensinlaus, það getur til dæmis verið svo langt i næstu bensinstöð, að það sé of langt að labba, og þá kemur leigubila- kostnaður, ef maður kemst i sima; annars getur tekið langan tima að húkka bil. En ef þú átt ekki tóman brúsa og ekki bensin- stöðin heldur, hvað þá? Eða ef brúsinn er til, en gleyrriist að hugsa fyrir trekt. Og hvað svo, ef hvort tveggja, brúsinn og trektin, eru ekki vel hrein? Allt þetta og margt annað leið- inlegt, timafrekt og svekkjandi getur þú hæglega losnað við og alltaf verið öruggur um að kom- ast alla leið, ef þú tekur alltaf bensin þegar tankurinn er orðinn hálfur. Auk þess er bill með fullan tank alltaf tilbúinn i eitthvað óvænt, e.t.v. um miðja nótt, og fullur bensintankur ryögar ekki og slag- ar ekki, og þarafleiðandi myndast ekki isnálar i honum i frosti. Biddu ekki alltaf fram á siðustu stundu. Fylltu timanlega á tank- inn, það mælir bókstaflega allt með þvi, (ef lokið er læst !). UM DEKK Það er ekki ofsögum sagt, að rikið plokki bileigendur um hvern einasta eyri. sem mögulegt er að ná út úr þeim, tollar, álögur og gjöld af bilum og bilavarahlutum eru stærsli útgjaldaliðurinn, ekki varan sjálf. Menn hafa löngum svekkt sig á að reikna út, hvað mikiö rikið fær af bensinverðinu, en nú hefur F.l.B. gert nýja samantekt, sem ekki er minna áhugaverð fyrir bilaeigendur. Verð á dekkjum, sem er óhemjuhátt hérlendis, er einnig tilkomið vegna allskyns gjalda og tolla I rikissjóð. Við skulum nú fylgja tveimur algengum dekkjum frá hafnar- bakka til notanda og sjá, hvernig þau hlaða utan á sig kostnaði, áður en þau komast undir þann bil, sem á að aka þeim. FÖLKSBtLADEKK 640/13 4. strigalaga nylondekk (ein tegund til viðmiðunar) Cifverö .................... 3070,- 40% tollur og gúmmi- gj. 45 kr. pr. kg .......... 1237,- Uppskipun, akstur, vöru- skemma, bankakostn. 2% og vextir 1%.................. 430,- Álagning ................. 673,- Söluskattur................ 1083,- Samtals 6493,- Dæmið kemur þvi þannig út, að verð á hafnarbakka er........... 3070,- innlendur kostn. er....... 430,- álagning f heildsölu og smásölu er ............ 673,- en tollar, álögur og gjöld til rikis eru...... 2370,- eða um 40,3% af útsöluverðinú. FÓLKSBILADEKK 560/15 Nylondekk Cifverð ............... 3267,- 40% tollur og gúmmigj.45kr.pr.kg...... 1316,- Uppskipun, akstur, kostn. i vöruskemmu, bankakostn. vextir ................. 500,- Álagning heildsala og smásala ................ 750,- Söluskattur 20%........ 1206,- Samtals .................. 7038,- 32. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.