Vikan

Tölublað

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 43

Vikan - 07.08.1975, Blaðsíða 43
rmtU Ættbálkur, þar sem samlífið er öðru visi. Mutsin var tiu ára, þegar hún giftist i fyrsta sinn og þá sex bræðrum. Sautján ára að aldri hafði hún átt fjórtán eigin- menn. Vesturlenskur hlaðamaður varð fyrir tilviljun fimmtándi eiginmaður hennar, og hér segir hann frá þvi, hvem- ig hann varð tvikvænismaður, án þess að vita af þvi, og lifinu hjá todaættbálknum, þar sem hver kona á marga menn sam- tlmis. sem oftast um eiginmenn. Skiln- aðir eru þvi mjög tiðir. Nýlega fór ég i heimsókn til todaættbálksins — aðallega til þess að finna vin minn, Manbusti. I fyrri heimsókn minni til ætt- bálksins hafði hann gert mig að fósturbróður sinum. Hann tók á móti mér fyrir framan kofann sinn. Þá gægðist ung stúlka út um dyragættina. Húnhorfðiámigsvörtum augum. Þetta var Mutsin. — Þetta er nýja konan okkar, sagöi Manbusti og brosti hreyk- inn. — Ég borgaði fimmtán böflur fyrir hana. Þú ert bróöir minn. Mutsin er konan þin. Ég brosti og þakkaði fyrir mig. Sumir ættbálkar hafa svolitið sér- stakar venjur viö að taka á móti gestum, og á þessu augnabliki gerði ég mér alls ekki ljóst, að ekki var um að ræða venjulega gestrisni. Manbusti var bara að segja mér þaö, að Mutsin væri lögleg eiginkona min. Ég hafði kvænst henni sjálfkrafa. Gift i fyrsta sinn tiu ára — og þá sex bræðrum. Seinna fékk ég að vita meira um Mutsin. Hún var tiu ára, þegar hún var gift I fyrsta sinn. Sá útvaldi hét Ponoi og var fimmtán ára. Brúð- kaupsveislan var haldin hátlðleg meö todabrennivini. Eftir veisluna hélt lifið áfram sinn vanagang hjá Mutsin Hún flutti ekki til Ponoi og talaði næst- um ekki viö hann. En hún vissi, að eftir tvö til þrjú ár yrði hún að lifa með honum, hvort sem hún vildi eða ekki. Næsta skrefið til að verða full- orðinkona tók Mutsintveimur ár- um sfðar. Nashpulli, móðir Mutsin, var farin að verða óróleg. Hún vissi, að brátt leið að þeim timasem Mutsinyrði kynþroska. Dag einn kom Nashpulli heim meö ungan mann frá næsta þorpi. Hún kallaði á Mutsin, sem lék sér við nokkur önnur börn, og sendi hana inn i kofann. Strax á eftir kom úngi maðurinn inn til henn- ar, og hún vissi, hvað myndi ger- ast. Henni féll það ekki, en vissi, að þaö var óumflýjanlegt. Þvi að ef hún væri enn jómfrú, þegar hún fengi fyrstu blæðingar, myndi einhver bræðra Nashpulli deyja. Þannig eru reglur todaætt- bálksins. Eftir atburðinn i kofanum var Mutsin tilbúin til að verða kona. Og þegar það varö, flutti hún til Ponois manns sins. Hann var orð- inn átján ára — yngstur sex bræðra, sem allir bjuggu hjá for- eldrum sinum. Mutsin litla var nú kona allra sex bræðranna. Todaarnir finna ekkí til afbrýðisemi. En Mutsin geðjaðist ekki að Ponoi. Þess vegna ákvað hún aö binda endi á hjónabandið eins fljótt og mögulegt væri. Það gerði hún á þann hátt, sem viögengst hjá todakonum. -Hún tók sér hvem elskhugann á fætur öðrum. Ponoi og bræður hans litu þaö mjög skilningsrikum augum. Todaarnir vita ekki, hvað af- brýðisemi er. Það er litið mjög alvarlegum augum, ef reynt er að skerða frelsi todakonu. Todakonurnar taka sér einnig elskhuga eftir föstum reglum. Þegar Mutsin hafði valið hinn þrftuga Nariken, var farið eftir öllum kúnstarinnar krókastígum. Nariken fór fyrst til Ponois og spurði hann leyfis. Hann fékk honum eina böflu, þeir drukku sig fulla saman, og svo var allt klappað og klárt. Mutsin gast betur að Nariken en nokkrum öðrum karlmanni. Og Nariken endurgalt tilfinningar hennar. Þau ákváðu að gifta sig. Dag einn gekk Mutsin niður að ánni að sækja vatn, og þá beið Nariken hennar þar. Hún fylgdi honum til kofa hans. Það verður semsé að nema todakonu brott til þess að hún geti skipt um mann. En smám saman dofnaði ástin, og Mutsin leitaði á ný mið. Loks fann hún mann, sem hún vildi heldur vera gift. Hún valdi Manbusti, fóstur- bróður minn, liklega vegna þess að hann var ráðsettur og rfkur maður og meðlimur i elsta ráð- inu. Manbusti er sá eini af öllum ættflokknum, sem talar og skilur ensku. Hann túlkaði fyrir mig og bræður sfna, þegar við töluðum saman. Komu minni var fagnað með todabrennivini. Það var orðið áliðið, og ég var oröinn ölvaður, þegar ég um slðir hreiðraöi um mig á svefnmott- unni i skininu frá slokknandi bál- inu. Hvernig átti ég að komast hjá þvi að móðga todakonuna mfna? Ég veit ekki, hve lengi ég svaf, en ég vaknaði við koss. Mutsin sat við hlið mér og brosti til min. Ég verð að komast burtu og það á stundinni, hugsaði ég. Ef ég verð kyrr hér, get ég ekki visað stúlkunni á bug, án þess aö móöga hana, og til þess var engin ástæða Ég taldi þvl best að fara úr kof- anum og láta fyriberast I biln- um þaö, sem eítír iiföi nætur. Ég átti eina konu, og það var nóg fyrir mig. Ég bað þvi Manbusti afsökúnar og vona, að vinur minn hafi fyrir- gefið mér þessa skjótu brottför. 32. TBL. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.