Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 7
w munninn fyrir neðan nefiö, og hann kunni á áhorfendur sina. Hann var meistari i aö græða á mistökum sinum. Það varð þann- ig, að misheppnað stökk varð jafnvel árangursrikara en vel heppnað stökk. Knievel mistókst oft á árunum '68, '69 og '70. Likami hans, sem eitt sinn var heill og heilbrigður, var nú súrr- aöur saman með klemmum og virspottum, og stundum riðaði hann á fótunum. Þetta þarf ekki að koma svo spánskt fyrir sjónir, sé það haft i huga, að styrk og hæfni þarf til að geta stjórnað 250 kilóa þungu vélhjóli, þegar það skellur niður á brautina eftir að hafa geystst i gegn um loftið, 60 feta leið eða lengra, á hraða, sem er meiri en 60 milur á klukku- stund. Evel var dávaldur. Hann steig upp i stúkuna fyrir stökk sin með hljóðnema i hendinni og fól sig á- horfendum á vald, eins og maður, sem hreinsar sig af syndum sin- um. Hann gekk við staf með gull- hnúði, sem var honum nauðsyn- legt vegna þess að hann fann til, er hann gekk á saman-negldum fótunum, og öllum varð ljóst, að þetta gæti orðið i siðasta sinn, sem hann þyti i gegn um loftið á þennan ósegjanlega hættulega og fifldirfskufulla hátt. Arið 1969 tilkynnti Knievel að hann myndi stökkva yfir Slöngu- árgil (Snake River Canyon) á næsta ári. Miklagljúfur var Ur sögunni i bili. Á hverju ári siðan 1970 hefur hann fullyrt, að hann muni stökkva á næsta ári. Árið 1970 gerði Knievel samn- ing um samstarf við Harley Davidson vélhjólaframleiðend- urna, og hélst það samstarf fram til ársins 1975. Hann hefur sifellt haldið sýningar á þessum árum og öðlast mikla frægð. Hann hefur einnig hagnast vel á fifldirfsku sinni, m.a. gerði hann samning við leikfangaframleiðendur og hefur það framleitt eftirlikingar af hjóli hans i stórum stfl. Leik- fangið gerði stormandi lukku, og ómæld eru þau áhrif, sem uppá- tæki Knievels hafa haft á ameriska æsku. Knievel hafði á þessum árum samið við nokkra menn um að hafa umboð fyrir sig og sjá um skipulagningu sýninganna. Árið 1973 hélt hann margar sýningar, og varð mönnum þá smám saman ljóst, að svik voru i tafli. Umboðs- mennirnir iðkuðu það að selja svo mörgum aðgang, að þeir, sem aftast sátu, sáu ekkert nema hnakkann á þeim, sem framar sátu. Þessar sýningar voru flest- ar haldnar innanhúss, og um- ræddir sýningargestir máttu prisa sig sæla ef þeim tókst að sjá kollinn á Evel Knievel, þegar hann bar hæst i stökkinu. Stökkin sjálf voru ósvikin, og sem dæmi um það, af hve mikilli fifldirfsku þau voru stokkin, má nefna, að oftar en einu sinni kom það fyrir, að ekki var nema sex þumlunga bil milli höfuðs Knievels og lofts- ins, þegar hann fór sem hæst. Er mönnum varð þetta ljóst, fór að renna á suma tvær grimur. Samt sem áður tókst Evel Knievel alltaf að sefa þennan orð- 34. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.