Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 8

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 8
q róm með þvf aö hamra á stökki yfir SlönguárgljUfur. Hann hafði lag á að koma sér i fjölmiðla og auglysa sjálfan sig og fyrirætlan- ir slnar. Ég mun stökkva yl'ir gljúfrið i september — 8. september, 1974 Wide World of Sports, ABC, Evel Knievel, 1974. 1 jiinl 1974 breytti Knievel um stefnu. Hingað til hafði hann ætl- að stökkva gljúfrið á svo gott sem venjulegu vélhjóli, en nú lét hann smiöa fyrir sig farartæki, sem liktist meira eldflaug en vélhjóli. Það var gert úr eldsneytisgeymi af flugvél, það var með þremur hjólum og búið þotuhreyfli. Hann nefndi það X-2 Skycycle, eða Himinhjolið X-2. AMA, American Motorcycle Association sam- þykkti, að kalla mætti Himinhjól- iö vélhjól, aðallega til þess að særa ekki tilfinningar Knievels, þrátt fyrir það, að allsendis ó- mögulegt væri að stjórna þvi á jörðu niðri, þar sem hjól þess voru föst og þvi ekki hægt að beygja þvi. Hann fékk Bob Truax til að sjá um smíði hjólsins. Bob Arum, sá sem sá um fyrstu keppni hnefaleikakappanna Fraziers og Muhammad Alis var umboðsmaður og framkvæmda- stjóri sýningarinnar ásamt Shelley Saltman. Margir fullorðinna voru farnir að draga i efa fullyrðjngar Knievels. Þeim datt varla orðið i hug, að hann myndi stökkva yfir neitt gljúfur, hvað þá Mikla- eða Slönguárgljúfur. Þetta setti Knievel alls ekki úr jafnvægi, þvi að hann treysti á fylgni unglinga. Allir voru sammála um, að hann væri einstæður glæfra- stökkvari, um það báru ör hans merki, en hvers vegna hélt hann alltaf áfram að hamra á gljufur- stökkinu? Þessari heimsku, sem kostaði hann ábyggilega lifið? Robert Craig Knievel segir það hafa verið um sæmd sina að tefla. Um það sagði hann við Coliseum 1973: — Minnist eins. Þegar þið verðið stödd i veislu, hér á leik- vanginum, heima hjá ykkur, i vinnunni eða hvar sem er, ef mér fatast stökkið og einhver segir: „Það er skömm að honum," þá þættimér vænt um, að þið gerðuð mér einn greiða. Segið: Mér er sama, hvað Evel var. Ég sá hann I Los Angeles Coliseum, og þar sagðisthann ætla að stökkva yfir gljúfrið. Hann stökk. Hann stóð viðorösín.Og það er nokkuð, sem hægt er að segja um fáa hér á þessari jörð. En það voru íleiri hliðar á þessu máli, og ein þeirra var ágirnd. Ekki er þó vist, að það hafi verið ágirnd Evels Knievel. Félagarnir Bob Arum og Shelly Saltman leyndust alltaf bak. við og réðu ráðum si'num. Þeir voru eins og úlfar, sem biða eftir, að einn og einn sauður villist Ut Ur safninu. Þeir lýstu þvi yfir, að Knievel fengi sex milljónir dollara fyrir stökkið og létu taka mynd af hon- um meö sex milljón dollara ávis- un i höndunum. Þeir lofuðu blaðamönnum myndum og viðtölum við Knievel, konu hans og fjölskyldu, en þegar blaðamennirnir voru reknir i burtu, þdttust þeir ekkert skilja hvers vegna. Ég sagði, að ég ætlaði að stökkva yfir gljúfrið, þegar ég væri reiðu- biíinn — jæja, nú er ég tilbúinn!! 24. jUni 1974. Evel Knievel stökk, en á miðri leið opnaðist lúgan, sem lokaði fallhllfina inni. E.allhlifin opnað- ist, og Himinhjólið með Evel Knievel innanborðs sveif hægt niöur I gljúfrið. Kappinn fifldjarf i lifði, en stökkið mistókst. Æ siðan hafa verið uppi um það raddir, að Knievel hafi opnað lUg- una af sjálfsdáðum. Ekki hefur neitt verið sannað á hann, eins gæti verið, að lUgan hafi opnast vegna smiðagalla eða einhverrar bilunar. Um þetta er ekkert hægt að fullyrða, en undir hið siðast- nefnda rennir það nokkrum stoð- um, að flaugin var smiðuð I hasti miklu og af vanefnum, og ekki vannst timi til að reyna hana eins og æskilegt hefði verið. NU hefur komið I ljós, að ávlsunin var blekking. Sex milljónirnar voru lygi. Nú halda Knievel og umboðsmenn hans þvi fram, að - f ávisunin hafi aðeins verið hluti af auglýsingaherferðinni. Ef svo er, þá er hægt að kalla það miklu réttari nöfnum. Knievel og um- boðsmenn hans lugu að okkur öll- um hvað eftir annað. Það er aug- ljóst, hvers vegna þeir gerðu það. Þeir geröu það af ágirnd. Þeir triiðu þvi, að með þvt að ljúga, með auglýsingaherferðinni, eins og þeir vilja kalla það, gætu þeir hvatt fleira fólk til að fylgjast með stökkinu, og þannig fengju þeir meira I sina hönd.... Knievel vill gjarnan, að litið sé á hann sem þjóðarhetju, eins og gott for- dæmi unga fólksins, en sú spurn- ing hlýtur að vakna, hvort það sé hetjuskapur að blekkja vitandi vits. Þarfnast ungdómur okkar kennslustunda I svikum, blekk- ingu og ágirnd? Jack Perkins, Today Show, 2. október, 1974. Stjarna Knievels hefur farið lækkandi. Hann er ekki lengur vinsælasti glæfrastökkvarinn. 1 fyrra var haldin glæfrastökks- keppni i Los Angeles Coliseum á vegum AMA. A hana komu 50.000 áhorfendur. Svipuð sýning Knievels um sama leyti freistaði aðeins 5000 manns. Það má kann- ski segja, að gljUfurævintýrið hafi verið tilraun hans til að fá upp- reisn æru, tilraun til að vinna aft- ur fyrsta sætið. SU tilraun mis- tókst hrapallega. Evel Knievel mun hafa tapað um það bil hundraðþúsund dollur- um á tiltækinu. Nafn hans mun i framtiðinni vera tengt svikum og gróðabralli, og erfitt verður hon- um að losna við það orðspor. Hver svo sem ástæða hans kann að hafa verið fyrir stökkinu, hvað svo sem það gæti hafa kostað hann, þá hefði hann átt að rifa sig lausan úr svikamyllunni, sem hann skapaði, — þessu fáránlega gljúfurstökki. Aður en allt þetta gerðist var ) hann skemmtikraftur — hann gaf fólki eitthvað að horfa á fyrir pen- inga þess. Þegar hann sagði „ég stend við orð min" i Los Angeles, < trUði fólk honum. Það gerði hann að hetju sinni. ^, Aður en hann reyndi að stökkva yfir SlönguárgljUfur sagði hann þetta tvennt: — Orð min eru mér lög, og — Þetta verður mitt síð- asta stökk. Hefur hann staðið við orð sln? Var hann svikinn, eða sveik hann?

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.