Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 10

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 10
Dularfullur dauðdagi aðalerf ingja Picassos Skyldmenni hans veigra sér við að láta uppi rétta orsök dauða hans.... Var það hin hamslausa lífs- græögi, sem varö Paul Picasso, sem þá var aðeins fimmtlu og fjögra ára, að aldurtila, eins og dagblað eitt i Þýskalandi hélt fram. Dó þessi sonur spænska snillingsins, sá eini, sem fæddur var I löglegu hjónabandi, af völd- um hins ljúfa lífs, sem milljóna^ arfur hans gerði honum mögu- legt? Það hvllir einhver skuggi yfir dauðdaga hans. En eitt er vist: auðæfi þau, er faðir hans lét hon- um eftir, hafa alls ekki verið hon- um né fjölskyldu hans til góðs. Orðrómur um gildi erfðaskipt- anna, - það er talað um sem svarar sextán ti.l sautján milljaröa — er ennþá eitthvað á huldu. Á undanförnum mánuðum hefur verið unniö að skiptum arfsins, svo sennilegt er, að fljót- lega liggi þetta ljóst fyrir. Það eru nefndir fimm aðal- erlingjar: Jacqueline Roque, ekkja Picassos, Paul, sonur Picassos úr hjónabandi hans og OlguKoklowa, sem var dansmær, og svo þrjú óskilgétin börn, Paloma, Claude og Maya. Nú, þegar Paul er látinn, er talið víst, að hinir erfingjarnir fái þeim mun stærri bita af kökunni. Paul Picasso var eiginlega þræll föður sins: hann var allt I Paul Picasso við hliðina á mál- verki, sem faðir hans málaði af honum á æskuárum. A málverk- inu er Paul klæddur Harlekin- btíningi. Hann dó i Parls, aðeins fimmtiu og fjögra ára að aldri. „Mesti málari aldarinnar", Pablo Picasso. senn, þjónn, bryti og bllstjóri I áráraðir. En Pablo Picasso guðaði sonarbörnin, Pablito og Marinu. Sambandiö milli feðganna kólnaði talsvert, þegar Paul skildi við konu sina, móður þessara tveggja barna. Þaö var aðallega Pablito, sem leið illa við að skilja við afa sinn, sem var i hans augum goðumborin vera. Pablo Picasso lést árið 1973. Pablito vildi fá að fylgja afa sin- um til hinstu hvildar, en faðir Pablito Picasso, sonarsonur meistarans, varð svo vonsvikinn, þegar hann fékk ekki að fylgja afa siiium til grafar, að hann drakk hættulegt hreingerningar- efni og lést með miklum harm- kvælum. hans aftók það með öllu. Hann grunaði ekkí, hvaða afleiðingar það hafði. 1 æðislegum vonbrigöum ákvað Pablito aö svipta sig lifi. Hann náði í bráðhættulegt hreingern- ingarefni hjá móður sinni og hvolfdi þvi I sig. Læknar böröust fyrir lífi hans i marga sólar- hringa. Um hrið leit út fyrir, að tekist hefði að bjarga Hfi hans, en svo kom á daginn, að þessi vökvi hvað skemmt slimhimnurnar I meltingarfærum hans. Sonarson- ur málarans mikla lést með mikl- um harmkvælum. Svo dó líka Paul, faðir piltsins. Auöæfin, sem hann hafði notið I tvö ár, senni- lega I of rlkum mæli, uröu honum ekki til láns. Ættingjar hans virð- ast ekki vilja láta neitt uppi um dánarorsökina, en orðrómur er á kreiki um, að hann hafi sennilega svipt sig lífi og að brostið sam- band hans við soninn hafi verið orsökin, eða aö minnsta kosti svipt hann allri Hfslöngun.... 10 VIKAN 34. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.