Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 17
— Eiginlega er ekki hægt aö segja annað en að þátttaka min i fegurðarsamkeppninni hafi haft nokkur áhrif á mitt lif, sagði Ragna Ragnars, fyrsta fegurðar- drottning Islands. — Hún varð þess valdandi, að ég fór til náms i Frakklandi að loknu stúdents- prófi i staðþess að fara i norrænu, eins og ég var helst að hugsa um. Siðan Ragna tók þátt i keppn- inni eru liðin 21 ár, og hefur hún dvalist langdvölum i Krakklandi á þvi timabili. Hún fékk fyrir nokkru löggildingu sem skjalþýð- andi og dómtúlkur i frönsku og ensku. — Það er svo langt siöan, að ég man þetta óljóst, sagöi Ragna að- spuröhvernig henni hefði likað að taka þátt i keppninni. — En sjálf- sagt hefur þetta verið ósköp spennandi. Ég var 19 ára og i 5. bekk i Menntaskólanum á Akur- eyri. Þá þótti mér alltaf gaman aö koma suður, og þegar mér /bauðst óvænt ferð til Reykja- vfkur, varð ég auðvitað mjög á- nægð. Eldri systir min kom með, mér til trausts og halds. Við bjuggum á Garði, á meðan keppnin fór fram. Ég hafði litinn tima til að átta mig á hvað væri að gerast, enda voru engar æfing- ar fyrir keppnina. Keppnin fór fram i Tivoli tvö kvöld I röð, og dæmdu áhorfendur sjálfir um úrslitin. Þó var dóm- nefnd skipuð til vonar og vara. Ekkert vissiég, að ég hefði sigrað fyrr en morguninn eftir úrslita- kvöldið. Þá var bankað á dyr hjá okkur systrum. Við vorum grút- syfjaöar og vildi hvorug fara til dyra. Ég staulaöist þó til aðopna á náttkjólnum. Þar var einhver sem rétti mérblómvönd og sagði: ,,Þú varst númer 1.” Ég þakkaði fyrir mig og fór aftur að sofa. Akureyringar tóku vel á móti mér. Jafnvel ókunnugt fólk tók i höndina á mér og óskaði mér til hamingju. Aörir kysstu mig úti á götu og sögðust vera stoltir af mér. Einstaka sál geröi sér ferö inn I Landsbankann (ég vann þar um sumarið) til að horfa á við- undrið. Ég var einnig beðin aö Þátttakendur og dómarar 1 feg- urðarsamkeppninni 1954. Ragna Ragnars, sem þá var kjörin feg- urðardrottning, er 4. frá vinstri i miðröð. Hún er f dökkri dragt. Dómarar eru i öftustu röð, talið frá vinstri: Bjarni Konráðsson, læknir, Þóra Hafstein, Sigurður Grlmsson, Jón Aöils ieikari, Sig- uröur Magnússon fyrrv. blaða- fuiltrúi Loftleiða. færa iþróttamönnum blómvendi og þvi um likt. Mér fannst það hálf kjánalegt.en ef til vill hefi ég haft svolitið gaman af þvi. Ég fékk lika mörg aödáendabréf, sum frá útlöndum, en vissi ekk- ert, hvernig átti að svara sliku, svo églétþaðógert. Þetta var allt saman hálf ævintýralegt, en ein- kennilegast fannst mér þó að sjá myndir af mér i strætisvögnum og verksmiðjum og vfðar. — Verðlaunin voru ferð til Parisar, vikudvöl á hóteli og skot- silfur. Pabbi vildi, að ég slægi tvær flugur i einu höggi og nýtti ferðina til vetrardvalar i Frakk- landi. Varð þvi úr, að ég fór ekki fyrr en að loknu stúdentsprófi. Ég stundaði nám i Mohtpellier i S- Frakklandi um veturinn. Það var kaldasti vetur, sem fólk mundi eftir þar um slóðir. Húsin voru óeinangruð, og eina kyndingin var opið eldstæði, sem ég kunni litið á og reykti þessi býsn. Dún- sængin min bjargaði mér, en norsk vinkona min fékk snert af heilahimnubólgu. — Ég kom heim um vorið og vann sem flugfreyja hjá Loftleiö- um. Á meðan ég beið eftir að komast á flugfreyjunámskeiöið, tók ég „filuna” i Háskóla Islands. Um haustið hélt ég svo til Parisar og stundaði nám i frönsku og bók- menntum við Sorbonne næstu tvö árin. Þar sótti ég lika námskeið i barnagæslu, kjólasaum og tisku- skóla mér til gagns og gamans og til að auka orðaforðann. Nokkr- um sinnum tókst mér að vinna mér inn skilding með þátttöku á tiskusýningum. Arið 1958 settist ég svo i Háskólann hér heima og lauk B.A. prófi i ensku og frönsku á rúmu ári. 1 Háskólanum kynntist Ragna manni sinum, Ölafi Egilssyni, sem þá var i lögfræðinámi, en er nú deildarstjóri i utanrlkisráðu- neytinu. Þau eiga tvö börn. Fjölskyldan er nýlega komin úr fimm og hálfs árs dvöl i Paris og Brussel, þar sem Ölafur starfaöi sem sendiráðunautur. I Paris notaði Ragna tómstundir sinar til sérnáms i túlka- og þýðendadeild Sorbonne-háskóla og lauk þaðan prófi. Hún hefur unnið margvis- leg störf, m.a. kennt i Málaskól- anum Mimi. Nú vinnur Ragna fyrir sjónvarpið, en i sumar hjá Ferðaskrifstofu rikisins við undirbúning að ráðstefnum. 34. TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.