Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 21.08.1975, Qupperneq 21

Vikan - 21.08.1975, Qupperneq 21
andi. „Þaö litur út fyrir aö ég hafi valiö leiðina óviturlega i friinu minu,” sagði hann. —0— Baker hallaði sér aftur á bak i stólnum. „Ég fékk ekkert upp úr honum,” játaði hann. Strang brosti. „Þú áttir nú heldur ekki von á þvi, eða hvað?” Baker hristi höfuðið. „Ég býst ekki viö þvi. Hið eina, sem mér tókst, var að sannfæra sjálfan mig. Þessi náungi er Rýtingur- inn. Ég er viss um það.” „Aö vita það og að sanna það eru tveir ólikir hlutir,” sagði Strang. Baker hallaði sér yfir skrif- borðið sitt og tók upp nokkrar myndir af bilflakinu. Hann ýtti þeim i áttina að Strang. „Sjáðu þessar myndir. Þær voru sendar frá Flórida.” Strang leit á þær. „Nú?” „Sérðu hvernig stúlkan er klemmd undir stýrinu? Sérðu hvemig vélin hefur þrýstst i gegn um mælaborðið upp að framsæt- unum. Nú, ef Cardinali var i fasta svefni, eins og hann sagðist hafa verið, er slysið bar að höndum, hvar i andskotanum hafði hann fæturna? Ekki á gólfinu undir mælaborðinu eins og eðlilegast hefði verið, þvi að ef svo hefði verið, þá hefði hann aldrei henst út úr bilnum. Fætur hans hefðu þá kramist þegar framendinn kom upp f framsætið.” „Ég hefi séð það mörg bilslys, að ég veit að allt er mögulegt,” sagði Strang. „Kannski það,” játaði Baker. „En ég þori að hengja mig upp á það, að Cardinali var með fæturna undir sér i sætinu þar til billinn var rétt i þann mund að lenda á stólpanum og hafi siðan stokkiö.” „En hvað með stúlkuna?” spurði Strang. „Hún ók.” Baker leit á hann. „Hið eina, sem viö getum verið vissir um, er að hún var bak við stýrið.” „Þú getur samt sem áður ekk- ert sannað,” sagði Strang. „Ekki núna i augnablikinu,” sagði Baker. „En ég hef nokkrar hugmyndir.” „Ætlarðu að láta fylgja honum eftir?” spurði Strang. Baker hristi höfuðið. „Það væri bara timaeyðsla. Þessi náungi sækir þannig staði, að hver sá sem við getum látið elta hann, skæri sig út úr eins og niggari i , hópi hvitra. Þar fyrir utan ylli það vandræðum. Þú veist hvað kallinn er viðkvæmur fyrir þvi að farið sé rétt að mektarmönnum.” „Hvað ætlarðu þá að gera?” spurði Strang. Baker brosti. „Það fyrsta, sem ég ætla að gera, er að láta leka út fréttir til dagblaðanna um að Cardinali hafi verið yfirheyrður. Siðan er að finna einhvern, sem er honum nógu náinn til að kom- ast að einhverju og lætur okkur vita.” „Eins og hvern?” spurði Strang. „Eins og eina stúlku,” sagði Baker. „Hann er heilmikill kvennamaður. Reyndar höfum við fundið eina, sem er eins og sköpuð i hlutverkið. Hún er af há- um stigum. Hún er vitlaus I kapp- akstursbila.” „Ef hann er Rýtingurinn, þá er hún Imikilli hættu,” sagði Strang. „Hún segist geta ráðið við hann,” svaraði Baker. „Og ég hef litið á skýrsluna hennaijOg trúðu mér, ef hún getur það ekki, þá getur það enginn.” 11. kapituli. Samkvæmið stóð sem hæst, þegar Cesare kom inn i káetuna. Hann stóð i dyrunum og horföi leitandi eftir gestgjafanum. Hún sá hann næstum á sama tima og hann sá hana og flýtti sér i áttina til hans með faðminn útbreiddan. „Cesare, minn kæri,” sagði hún, er hann kyssti á hönd henn- ar. „Mikið er ég glöð að þú skyldir geta komið.” „Ég dæi frekar en að missa af siglingu madame,” Hann brosti. Hún brosti einnig, alvarleg augu hennar glóðu undir þykku gráu hárinu. Hún lækkaði röddina, og hún varð likari þeirri, sem Cesare hafði heyrt í siman- um nokkrum vikum áður. „Þessi káeta er við hliðina á káetu hans,” hvislaði hún. ,,A milli' þeirra eru dyr um baðherbergin. Hann ætti aö koma um borð eftir tiu minutur eða svo.” Hann sagði ekki orð og hún brýndi raustina er annar gestur kom til þeirra. ,,Og þakka þér fyrir blómin. Þau voru yndisleg." „Min var ánægjan, madame,” svaraði hann. Hann fylgdist með henni er hún sneri sér að hinum gestinum og gekk i burtu. Eitt sinn hafði hún veriö mjög fögur kona, ein hin mest þekkta i samkvæmislifi heimsins. Nafn hennar var enn tengt stórum veislusölum og prinsum. En nú tilheyrði hún Don Emilio. Hann gekk hægt i átt til baðher- bergisdyranna. Hann heyrði hana hlægja er hann opnaði dyrnar. Hversu margar voru hennar lik- ar, sem lifðu á landamærum hinna tveggja heima? Já og hvað voru margir eins og hann? —0— Er Emilio Matteo steig út úr leigubilnum á bryggjúnni bretti hann upp frakkakragann til varn- ar köldum næðingnum sem blés upp frá Hudsonánni. Hann leit önuglega á skipið er leynilög- reglumennirnir stigu út og tóku sér stööu við hlið hans. An þess að segja orð rétti hann þeim peningaseðil handa leigubilstjór- anum. „Þessa leiö,” sagði annar þeirra og hélt af stað að skipinu. „Ég rata,” sagði Emilio súr i bragði. Þeir gengu fram bryggj- una og upp landgöngubrúna. Lágvaxinn skipsþjónn fylgdi þeim eftir gangi á fyrsta farrými. Ómur frá kveðjuhófunum barst þeim fram á ganginn.Ms. ítalia átti að leggja af stað eftir tæpa klukkustund. Skipsþjónninn opnaði dyr. Nýjung i eldhúsinnréttingum! Kalmar eldhúsinnréttingar sænsk gæðavara Ef þú vilt fá eldhúsinnréttingu nákvæmlega Margar tegundir skápa. Mikið úrval lita. Mál- eins og þú þarfnast, þá ættir þú áð kynna aðar, plasthúðaðar eða úr við. Kalmar eld- þér sænsku Kalmar eldhúsinnréttingarnar húsinnréttingarnar, skapa rétta útlitið jafnt í hjá Litaveri nýium húsum sem gömlum. ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? LITAVER dE GRENSÁSVEG118-22-24-SlMAR 82444 30480 34. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.