Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 22
„Þessa leið, signore.” Hann bukkaði sig og beygði. Emilio gekk inn i svftuna og leynilogreglumennirnir fylgdu á hæla honum. Það hafði veriö komið fyrir bar f horni herbergis- ins. Skipsþjónninn kom inn á eftir þeim. „Er allt aö óskum signores?” spurði hann Emilio. Emilio rétti honum peninga- seðil. „Fyrirtak,” sagði hann. Skipsþjónninn beygði sig aftur og fór. Leynilögreglumennirnir litu I kring um sig. Sá eldri sneri sér að M|atteo.„Það eru aldrei flottheitin, Matteo,” sagði hann. Emilio brosti við honum. „Aþ- eins það allra besta,” sagði hann og gekk yfir að barnum. „Ykkur datt þó ekki f hug að ég vildi búa i einni af þessum ömurlegu kompum, sem rikisstjórnin borgar fyrir, eða hvað?” Leynilögreglumaðurinn glotti. „Nei, ætli það.” Emilio opnaði flösku og hellti i glas fyrir sjálfan sig. Hann svolgraði drykkinn i sig i einum teyg. „Ah,” sagði hann, „þetta er gott viský. Það hlýjar vel eftir næðinginn á bryggjunni.” Hann sneri sér að leynilögreglumönn- unum. „Má bjóða ykkur?” Lögreglumennirnir litu hvor á annan og brostu. „Ætli það ekki,” sagði sá eldri og gekk að bamum. „Fáið ykkur sjálfir.” Emilio ýtti flöskunni aðhonum. Hann fór úr frakkanum og henti honum á stól. ,,Ég býst vjð að ég sé farinn að eldast, nýrun i mér eru ekki i eins góðu lagi og þau voru. Ég ætla á klósettið.” Hann opnaði dyrnar inn I bað- herbergið. Yngri leynilögreglu- maöurinn var þegar kominn upp að hliðinni á honum. Emilio steig eitt skref aftur á bak. „Damerne först,” sagði hann hæðnislega. „Ætli sé ekki betra að þú litir inn fyrst.” Leynilögreglumaðurinn leit inn i baðherbergið. Hann sneri sér viö, kindarlegur á svipinn. „Allt i lagi,” sagði hann. „Þakka yður,” sagöi Emilio formlega. Hann gekk inn i bað- herbergið og tók að loka dyrun- um. „Stundum verður maður nú að fá að vera einn með sjálfum sér. *1 Huröin féll að stöfum á hæla hans og um leið barst til þeirra glaumurinn úr káetunni við hliðina. „Það er að heyra að það sé griðarmikill fagnaður þarna hinum megin,” sagði yngri lög- reglumaðurinn og hellti sér i glas. „Þaö eina, sem til þarf eru peningar,” sagði hinn. Hann lyfti glasi sinu. „Shalanta.” „Shalanta,” svaraði hinn maðurinn. Þeir svolgruðu úr glösum sinum. „Þetta er gott viský,” bætti hann við. Hinn leynilögreglumaðurinn leit á hann. „Eins og Matteo seg- ir,” sagði hann bitur, „ekkert nema það allra besta.” Yngri maðurinn starði á hann. „Já,”sagðihann kaldhæðnislega. „Glæpir borga sig aldrei.” —0— Emilio gekk yfir að vaskinum 3g skrúfaði frá krana. Hann beið þögull eitt andartak og hlustaði. Hann heyrði dauft muldur leyni- lögreglumannanna frammi i ká- etunni hans. 1 flýti gekk hann yfir baðherbergisgólfið. Hinum megin i herberginu voru dyr, sem lágu inn i næstukáetu. Þær voru lokaöar. Hann strauk nöglunum niður eftir hurðinni og myndaði surg- andi hljóð. „Cesare!” hvislaði hann. Annað surg svaraði honum. Hann opnaði baðskápinn i flýti. A efstuhillunni lá lykill. Hann stakk honum f skráargatið og sneri. Það small i lásnum hans megin. Augnabliki síðar heyrði hann er lásinn hinum megin opnaðist. Dyrnar opnuðust litilsháttar, og Cesare smeygði sér inn i her- bergið og lokaði dyrunum að baki sér. Emilio brosti. „Don Cesare, minn kæri frændi!” Cesare brosti einnig. „Don Emilio, minn kæri frændi!” Mennirnir tveir föðmuðust. „Það er langt .um liðiö,” sagði Emilio. „Það er vissulega langt um liðið;” svaraði Cesare formlega. „Þú hefur staðið þig vel, frændi minn,” hvislaði Emilio. „Ég er hreykinn af þér.” „Ég hefi haldiö eiðinn, Don Emilio,” svaraði Cesare. „Það hefurðu gert, og fjöl- skyldan veröur hrifin þegar ég segi henni af þér. Það er tlmi til þess kominn aö þú takir sæti þitt i ráðinu.” Cesare hristi höfuðið. „Ég er fyllilega ánægður með að gera skyldu mina við þig, Don Emilio. Ég ætlast ekki til neins af Bræðra- laginu.” Undrunarsvipur færðist yfir andlit Emilios. „Þú munt öðlast rikidæmi, sem þig hefur aldrei dreymt um að til væri!” „Ég þarfnast ekki auðæfa,” svaraði Cesare. „Ég hefi meira en ég þarf nú þegar.” Emilio hristi höfuðið. „Donarn- ir munu táka þessu sem storkun.” „Það er alls ekki meint sem slikt,” sagði Cesare fljótt. „Þú skýrir þetta út fyrir þeim. Ég mun endurgjalda skuld mina þegar þess er krafist, en ekkert utan þess.” „Mennimir þrir, sem voru sak- bornir með mér hafa þegar krafist þess af ráðinu að þú verðir drepinn!” sagði Emilio. „Þeim finnst öryggi sinu ógnað svo lengi sem þú ert á lifi. Og þeir hafa lesið um það i blöðunum að þú hafir verið yfirheyrður af yfir- völdunum.” „Þeir eru gamlar kerlingar,” sagði Cesare háðslega. „Lögregl- an fékk ekkert að vita.” „En samt sem áður eru þeir áhyggjufullir.” „Skýrðu það út fyrir ráöinu, að þeir hafi ekkert að óttast. Ég kæri mig ekki um neitt frá neinum þeirra.” Emilio hristi höfuðið. „Ég skal gera eins og þú segir frændi minn. En vertu varkár uns þú heyrir frá mér.Þetta erU hættulegir ménn.” „Ég skal vera varkár, Don Emilio.” Cesare brosti. „Ég 22 VIKAN 3h. IBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.