Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 21.08.1975, Qupperneq 24

Vikan - 21.08.1975, Qupperneq 24
Viö Jóhann héldum upp á tiu ára brúökaupsafmælið okkar i Naustinu i gærkveldi. Maturinn var ágætur, og rósaviniö var gott. Okkur leiö vel, og viö vorum kát. Og svo fóru þessir nýkomnu út- lendingar aö spila, þessir sem þeir hafa fengið til aö „rifja upp gamla daga’'. Þeir spiluðu svo yndisleg suöræn og seiöandi lög. Viö Jóhann byrjuöum aö dansa. Jóhann veit vel, hvaö ég er hrifin af þessum gömlu völsum og tangóum og hefur lika gaman af aö dansa þá viö mig, þó aö hann sé sjálfur hrifnari af tvisti og rokki. Þaö var úti á miðju dansgólf- inu, sem ég leit framan i fiöluleik- arann. Og ég þekkti strax þessi brúnu, logandi augu og heyrði greinilega i huganum orðin: ,,Þú veist, aö viö eigum eftir aö hittast aftur.” Það var eins og heimurinn stæði kyrr, tónarnir flæddu yfir mig eins og foss. „Hvaö er aö þér?” sagði Jó- hann, „þú fölnar upp.” Viö fórum fljótlega heim. Ég gat enga skýringu gefið aöra en aö ég væri þreytt. Hvernig gat ég skýrt fyrir Jó- hanni þaö, sem er óútskýranlegt? Viö búum i litlu bárujárns- klæddu húsi viö Vesturgötuna. Jóhann erföi það eftir ömmu sina, sem hann ólst upp hjá. Viö eigum tvær stelpur, sex og átta ára. Jó- hann er sjómaöur og þvi sjaldan heima. Ég er þess vegna oftast ein á kvöldin eftir aö stelpurnar eru sofnaöar. Samt er ég i sauma- klúbbi einu sinni i hálfum mán- uði, og svo fer ég stöku sinnum i bió meö vinkonum minum. Skemmtilegast finnst mér aö sjá rómantiskar ástarmyndir, helst þær, sem gerast i gamla daga i stórum, fallegum höllum, umluktum skógum og ökrum, og heföarfrúrnar ganga i krinólini og eru meö iburöarmiklar hár- greiöslur. En þvl miður er fátt um slikar myndir núoröið. En mér leiöist aldrei einni á kvöldin. Ég dunda viö handavinn- una mina og horfi á sjónvarp eöa hlusta á útvarp. Og svo les ég rómantiskar ástarsögur i rúminu. Kiukkan er oftast orðin tvö, þegar ég slekk ljósið og fer að sofa. Húsiö okkar er ósköp litiö, en við kunnum vel viö það og þennan gamla bæjarhluta. A hæöinni er eldhús, stofa og tvö svefnher- bergi. Risiö er óinnréttað, en viö hugsum okkur aö útbúa þar her- bergi handa stelpunum bráölega. í litla garðinum er stórt reynitré, sem teygir greinarnar upp fyrir litla stafngluggann i risinu. Þaö var þarna uppi, sem und- arlegheitin byrjuöu. Ég var vön aö þurrka bleiurnar og barnafötin uppi undir risinu, þegar rigning var og ekki var hægt aö hengja út á snúrurnar i garðinum. Einu sinni kom ég upp til þess aö taka niöur þvottinn. Birt haföi til, og komið var sólskin. Þá sá ég, hvernig sólin teiknaöi skugga- munstur trjálaufanna og litla gluggapóstinn á gólfiö. Ég horföi lengi á titrandi laufskuggana á grófu trégólfinu, og um mig fór sælutilfinning. Ósköp var þetta fallegt. En þaö var llka eitthvaö miklu meira, sem fylgdi þessu. Einhver hvislandi rödd úr huld- um dulardjúpum náöi til min, þó aö ég heyröi engin oröaskil. Eftir þetta fór ég stundum upp á loftiö, þegar sólskin var, án þess aö eiga þangaö nokkurt erindi. Langtimum saman gat ég setiö á gólfinu og horft á leik laufskugg- anna og hlustað á skrjáfið i trjá- greinunum viö gluggann og þyt golunnar viö þakbrúnina, horft á grófu kvistóttu loftbitana og teyg- aö i mig ilminn af gömlu leöur- töskunni, sem þarna var geymd. Á tunglskinskvöldum naut ég ekki siöur aö horfa á laufskuggaleik- inn i bláfölri birtunni. Og alltaf hvislaði til min þessi dularfulla rödd úr djúpum þagnarinnar, þó aö ég skildi ekki, hvaö hún var aö segja. Stundum varö ég hrædd viö þetta, ég óttaöist, aö ég væri aö veröa eitthvað undarleg. Hvers vegna i ósköpunum þótti mér þetta svona fallegt og yndislegt, aö ég gat húkt stundum saman þarna uppi á loftinu? Ég hét sjálfri mér þvi að hætta þessari vitleysu. En alltaf kom aö þvi, að ég freistaöist til aö fara þarna upp, annaðhvort i sólskini, þegar stelpurnar voru úti að leika sér, eöa á kvöldin þegar þær voru sofnaöar. Svo fengum viö sjónvarpiö. Það var einmitt, þegar ég var aö horfa á eina sjónvarpsmyndina, sem ég „mundi”allt. Eitt atriöi myndar- innar geröist i litlu úthýsi með grófum, kvistóttum loftbitum, aktygjum hangandi á veggjunum og dansandi laufskuggamunstri á gólfinu, þar sem sólin skein inn um dálitinn glugga á stafninum. Þá vissi ég, aö einhverntima og einhversstaöar i órafjarlægö bæöi i tíma og rúmi haföi ég lifaö min- ar sælustu stundir i svipuöu út- hýsi. A fátæklegu fleti i einu horni aktygjahússins hafði ég, dóttir hallareigandans, lifaö eldheitar ástarstundir meö hestasveini föö- ur mins. Stundum haföi hann leikiö fyrir mig á fiöluna sina, og á meöan haföi ég horft á dans laufamunstranna á grófu trégólf- inu og andaö aö mér sterkri leö- urlykt aktygjanna. Ótal stundir höföu liöiö þannig, ýmist I sólskini eða tunglsljósi. Auövitaö voru þetta stolnar stundir, og þar kom, að upp komst um okkur. A einni slikri stundu höfðu þjónar fööur mins komið að okkur eftir tilvisun ann- arra. Ég gleymi aldrei eldheitu, svörtu augunum hans, þegar hann horfði til min um leiö og þeir drógu hann burtu með valdi. Þaö var þá, sem hann sagöi: „Þú veist, að viö eigum eftir aö hittast aftur.” Hvernig gæti ég útskýrt þetta fyrir manninum minum? Ég skil þetta heldur alls ekki sjálf. Ég hef aldrei komiö til útlanda, þar sem eru stórar og fallegar hallir umluktar skógum og ökr- um. Pabbi minn var sjómaður vestur á fjöröum, og þar er ég fædd og uppalin. n ii m

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.