Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 30

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 30
svipinn á andlitum þeirra, þegar þær fóru út með leöurblökuna. fóg sneri mér að glugganum og horföi Ut. Ég hafði alltaf verið hrædd við leðurblökur, ég varð alltaf máttlaus af ótta við þær, en ég gat ekki skýrt það á nokkurn hátt. A morgun væri ég fær um að tala um þetta, en alls ekki nú. Ég myndi eflaust geta gert gys að sjálfri mér sfðar. í;g hafði einmitt talað um þetta við Feyellu síðdegis, þegar við ræddum svo vinsamlega saman um morguninn. Benedict Trevallion kom ekki heim til kvöldverðar og mér fannst það sannarlega léttir. Ég var ennþá nokkuð taugaóstyrk og ég hefði sennilega brostið i grát, ef hann hefði minnst á þetta atvik með leðurblökuna. Ég sá hann þvi ekki fyrr en við' morgunverð daginn eftir. — Ég þarf að flýta mér, en ég kem til kvöldverðar með þrjá herramenn með mér. Viltu segja frU Prendergast frá þvi? Segðu henni að hafa nógan mat á borð- um. — Er það eitthvað, sem þú ósk- ar sérstaklega eftir? spurði ég. — Það væri ágætt að hafa reykt svínsileri. Já, og brauðkollu með villifuglum. Frú Prendergast stóð I eldhús- dyrunum, þegar ég gekk til ekkjuhússins klukkan tiu. Hún leit varla á mig, þegar ég sagði henni skilaboðin frá herra Tre- vallion. Hún kinkaði aðeins kolli, en sagði ekki neitt. Ég sinnti venjulegum störfum, en siðdegis fór ég upp til min og skoðaði eina sæmilega kjólinn, sem ég átti. Hann leit þokicalega út, en var svolitið krumpaður, eftir að hafa legið í töskunni á leiðinni. Mér fannst upplagt að hengja hann út i sóliná stundar- korn, til að viðra hann, svo ég hengdi hann upp á trjágrein i gamla garðinum. Rétt fyrir klukkan sex fór ég til að sækja kjólinn, en hann hékk ekki á greininni. Að lokum fann ég hann i einni klessu, en þá var kominn lófastór blettur á pilsið og ég sá að það var berjalitur. Ég mætti engum á leið minni inn. Ég hefði sennilega kvartað yfir þessu, ef ég hefði hitt ein- hvern, og sýnt kjólinn, sem var alveg ónýtur. Ég vissi að það var alls ekki hægt að ná þessum lit úr. En ég fór upp i herbergið mitt, hengdi "kjólinn upp og gat ekki varist tárum. Ég var varla búin að þurrka mér i framan, þegar ég heyrði hófadyn fyrir utan. Það hlaut að vera Benedict og gestir hans. Ég leit snöggvast i spegil, vonaði að gamli musselinskjóllinn væri ekki sem verstur og svo flýtti ég mér niður. Þegar ég gekk yfir húsagarð- inn, fann ég að eitthvað var f ó- lagi. Prendergast hjónin stóðu hjá Benedict Trevallion og þrem gestum hans. Hann talaði reiðilega við hjón- in: — Ekki átt von á gestum? Hvernig i fjandanum getur það verið, — fenguð þið ekki skilaboð- in frá mér? Frú Prendergast tautaði eitt- hvað óskiljanlegt og allra augu beindust að mér. — Hamingjan sanna, stúlka min, er ekki einu sinni hægt að biðja þig fyrir einföld skilaboð? Ég starði undrandi á hann. — Mér þykir þetta leitt. Ég skil þetta ekki. —- Hvað er það sem þú skilur ekki? — Ég sagði henni þetta! sagði ég og leit á frú Prendergast. Hún var náföl og horfði stöðugt á herra Benedict. — Ég heyrði ekki hvað hún sagði, sagði hún þrjóskulega. Það var farið að fjúka i mig og égsagðihátt: — Enég sagði þetta mjög skilmerkilega. — Það er ekkert hægt að gera við þessu héðan af! öskraði Benedict Trevallion. — 1 samein- ingu hafið þið komið þvi til leiðar, að gestir minir verða að gera sér að góðu eitthvert snarl úr búrinu. En mundu það i framtiðinni, góða min. Hann benti á mig og hann var sótrauður i framan af reiði og hroka, — þegar ég skipa fyrir hér á heimilinu, ætlast ég líka til að mér sé hlýtt. Ég leit ekki undan og ætlaði að bera fram einhver mótmæli, en svo rann ég á þvi og fann að ég hafði beðið lægri hlut. — Já, herra Benedict. Svo sneri ég mér við og gekk upp I turnherbergið mitt, og reyndi að taka ekki eftir tárun- um, sem streymdu niður kinnar minar, en mig sveið undan þeim. Ég fór ekki niður til morgun- verðar næsta dag. Rétt eftir klukkan niu heyrði ég Benedict kveðja gesti sina á hlaðinu. Svo varð allt hljótt. Klukkan tlu fór ég að venju til gömlu konunnar, en rétt I þvi kom Feyella I léttivagni sinum. — Sæl og blessuð, Joanna. — Hvernig er heilsan I dag? — Ég er eitthvað utan við mig. — Það er leiðinlegt. Hvað hefur korhið fyrir? Við gengum snöggvast út i garðinn og ég sagði henni frá þessum misskilningi með skila- boðin. — En þetta var svo ósann- gjarnt, ég sagði frú Prendergast skilmerkilega frá þvi. Ég komst I þá aðstöðu, að láta kalla mig lyg- ara, til að halda friðinn. — Þú þagðir þá, sagði Fayella. — Það var sannarlega virðingar- vert. m Ég hjálpaði hénnj að taka málningartrönurnar og töskuna með penslum og málningu niður Ur vagninum og við kvöddumst vingjarnlega, þvi að ég þurfti að flýta mér. Ég ók gömlu konunni Ut i garð- inn á okkar venjulega stað við hæðarbrúnina. Eftir að frú Tre- vallion hafði tekið nokkrum sinn- um fram i fyrir mér, sofnaði hún. — Ég lagði bókina frá mér og virti hana fyrir mér. Hún var mjög föl og mér fannst engu líkara en að hún væri sofnuð hinsta svefni. Stúlkan hennar hafði sagt mér, að frú Trevallion hefði lamast, þeg- ar hUn heyrði lát elsta sonar sins. Hún var ósköp litilfjörleg þarna i hjólastólnum. — Joanna! Joanna! Komdu Hjótt! Þetta var rödd Feyellu. Ég var að þvi komin að hlaupa, en svo fannst mér ég gæti ekki skilið sjúkling minn eftir, en þeg- ar ég var búin að Hta til hennar og sá að allt var i lagi með stólinn, hemlarnir öruggir og hún stein- sofandi, þá greip ég I pilsið og hljóp niður stíginn og þrepin niður i húsagarðinn. — Feyella! Ungfrú Mapollion! Ég gekk inn I svalt anddyriö, en rétt I þvi kom Mayana með drenginn sinn. — Hefur þií séð ungfrúna? sagði ég hægt með þvl að beita vörun- um rétt. fig benti út um gluggann. — Ungfrúna? Hefurðu séð hana hérna? t þetta sinn beindi ég spurningunni til Jackies, en drengurinn fól aðeins andlitið I pilsum móður sinnar. Ég fór þvi aftur Ut I húsagarðinn. Ég sá frú Prendergast koma á móti mér. Hún var einna likust , kráku i svarta kjólnum sinum með svart sjal á öxlunum. — Hvar er ungfrú Mapollion? Konan kom fast upp að mér. — Hvað eruð þér að segja, ungfrú? — Ungfrú Mapollion? sagði ég ennþá hærra. — Þú hlýtur að hafa heyrt, að hún var að kalla á mig. Hefurðu séð hana? — Hana? JU, hún var niðri á ströndinni, þegar ég leit út um gluggann áðan. Og mér var ljóst, að hUn var að ljiiga. Ég hafði varla Ihugað hvers vegna hún var að ljúga, þegar ég heyrði hræðilegt vein frá gamla garðinum. Að siðustu var þetta sársaukavein. — Þetta er frUin, sagði frú Prendergast og leit skuggalega' á mig. Mér fannst sem hjartað stöðv- aðist I mér sem snöggvast. Ég þaut áfram með frU Prendergast á hælum mér og sá hvað um var 21. marz — 20. april Stundum hefur þér verið sagt, að erfitt sé aö semja við þig. Nú riður á, að þú sýnir samvinnulipurð i fjöl- skyldunni. Laugar- dagunnn verður eftir- minnilegur, og tölurn- ar 2 og 4 eiga eftir að reynast happasælar. Ef einhver leitar ráða hjá þér, skaltu sýna hjálpsemi, jafnvel þótt þér sé það þvert um geð. ¥ ^ Jl Nauts- merkio 21. aprfl — 21. maí Fátt virðist hrella þig þessa dagana, enda býrðu yfir miklu sjálfstrausti. Þrátt fyrir leiðinlegt and- rúmsloft i kringum þig, lætur þú á engu bera. Gagnstæða kyn- ið kemur þér skemmtilega á óvart um helgina. Einhver reynir að gera þér gramt i geði, en það tekst ekki. Tvlbura- merkið 22. maf — 21. júni Þú skal't gæta bin vel á vinum þinum næstu dagana. Einhver þeirra reynir að hrella þig, og ef þú gætir þin ekki, er lik- legt, að þú lendir i stórrifrildi. Gættu tungu þinnar og treystu engum of vel varðandi þetta mál. Krahba- uicrkiö 22. júnl — 23. júli Gerðu ekki mikið úr smámisskilningi, sem kemur upp milli þin og vinap þins. Eitt rangt orð getur haft alvar- legar afleiðingar i för með sér, og skaltu þess vegna fara ofur varlega. örlitið atvik verður til að bæta skapið hjá þér, og lik- lega verður þetta allra skemmtilegasta helgi. Ljóns merkiö 24. júlí — 24.tógúst Oánægjan nter tökum á þér. og þú veist ekki, hvað þú ált til bragðs að taka. Þú skalt beita ró og stillingu og reyna að endurheimta lifshamingjuna. Talan 4 er mjög áhrifarik þessa dagana, og mið- vikudagurinn verður sérstakur. m m Meyjar merkio 24. ágúst — 23. sept. Þú hefur einhverjar áhyggjur af ástamál- um. og það er nauð- synlegt fyrir þig að rasa ekki um ráð fram. Þú skalt ekki taka neinar örlagarik- ar ákvarðanir þessa viku. Þú ættir að bjóða til þin góðum kunn- ingjum. Varastu töl- una 8. 30 VIKAN 34.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.