Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 31

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 31
að vera. Frú Trevallion lá við hliðina á hjúlastólnum, sem var á hvolfi við endann á hallanum. Hún lá á hliðinni og stundi ve- sældarlega. Eg þaut til hennar, lagðist á hnén og tók um hendur hennar. — 0, frú Trevallion, eruö þér meidd? Hún kveinkaði sér, eins og barn, sem hefur vaknað af mar- tröð. Sterkleg hönd greip um öxlina á mér og kippti mér hranalega á fætur. Ég sneri mér við og horfði þá beint i reiðileg augu Benedicts Trevallion. Ég gleymi aldrei grimmdarsvipnum á laglegu andliti hans, ég hafði aldrei séð hann áður. — Ég bjargaði þér frá göturæs- inu,urraðihann, —erþað þannig, sem þú launar það — með þvi að reyna að drepa móður mina? — Ég — mig dreymdi aldrei um, að þetta gæti skeð, kjökraði ég. — Þú skildir hana eina eftir, það er nóg! — Ég hélt að hún væri örugg stundarkorn, sagði ég biðjandi röddu. Hann lyfti öðrum fætinum og sparkaði i hjólið á stólnum, sem ennþá var á hvolfi. Mér til skelf- ingar snerist hjólið. — Ég skildi við það með heml- unum á! Ég var alveg rugluð, skildi hvórki upp né niður. Þegar svo var komið voru liklega allir þjón- andi andar kastalans komnir til okkar. Prendergast og einn garð- yrkjumannanna lyftu gömlu kon- unni upp og báru hana að þrepun- um. Feyella Mapollion kom nú hlaupandi inn i húsagarðinn i fylgd með einni stúlkunni. — Hvað hefur skeð, Benedict? spurði hún. — Það getur haft al- varlegar afleiðingar fyrir svona gamla konu, að detta svona.... — Það hefði aldrei átt að ske, öskraði hann. — Þetta er ófyrir- gefanlegt. — Reyndu að trúa mér, sagði ég. — Mér er það fullvel ljóst, að ég hefði ekki átt að fara frá henni, en ég heyrði þig kalla... — Það er nú eitthvað mikið að heyrn þinni, sagði Feyella kulda- lega. — Ég hefi ekki yfirgefið ströndina eitt einasta augnablik allan morguninn, ekki fyrr en stúlkan kom og sagði mér þetta rétt núna. Hún sneri sér að Benedict. — Ég ætla að lita til hennar og sjá hvort ég get ekki eitthvað gert. Ég varð þess varla vör, að Benedict gekk á eftir henni, ég gat ekki haft augun af frú Prend- ergast, hún var með alveg eins brjóstnál, eins og ég hafði séð Feyellu með nokkru áður. Svo Feyella hafði gefið frú Prendergast þessa verðmætu brjóstnál, — en fyrir hvað? Ég braut saman bréfið, skrifaði nafn Benedicts Trevallion á það og setti það á kommóðuna. Jafn- vel þótt þetta bréf félli i hendurn- ar á Prendergast hjónunum, þá var ég viss um, að þau myndu skila þvi til hans. Það útilokaði Feyellu, Prendergast hjónin og alla, sem hefðu getað átt þátt i að koma mér i þessa klipu. Nú var mér nefnilega Ijós þessi vinsemd, sem Feyella hafði sýnt mér, hvernig hún hafði komist að ótta minum við leðurblökur. Svo var þetta með kjólinn, „misskiln- inginn” út af skilaboðunum og að lokum hvernig hún hafði lokkað mig til að yfirgefa frú Trevallion i garðinum. Þau voru öll með samantekin ráð, Prendergast hjónin, vegna þess að þau héldu að ske kynni að koma min myndi eitthvað tak- marka vald þeirra á heimilinu, — Feyella var greinilega afbrýði- söm. Mér fannst þetta mjög kjánalegt. Hvað var ég i augum manns eins og Benedicts Trevall- ion, sem meðhöndlaöi mig eigin- lega eins og þræl, sem hann hefði fengið að erfðum. Jæja, hugsaði ég, þeim hefur þá orðið að ósk sinni, þau hafa flæmt mig i burtu. Ég snerti aðeins bréfið. Já, það var betra að koma sér i burtu. Ég leit i kringum mig i herberginu, sem ég myndi ekki sjá aftur. Það var farið ^ð skyggja og dimm þoka lá nú yfir hafinu. Það var einhver niðri á strönd- inni. Það var Benedict. Hann stóð við sjávarmálið og sneri baki að húsinu, horfði út á sjóinn. Hann var berhöfðaður og hárið flaksað- ist I golunni. Hann var eins og vofa, einmana vofa, þögull, þung- lyndislegur og einmana. Þetta var ekki reiði maðurinn, sem ég var að flýja og sem ég hafði óttast svo fyrr.um daginn. Ég tók tösk- una mina og gekk út úr turnher- berginu, niður stigann og út úr kastalanum. Ég mætti engum, það sá mig enginn fara. Næsta dag kom ég til London, og tók almenningsvagninn til Kennington prestsetursins, þar sem ég hafði einu sinni búið hjá Smithers hjónunum. Ég vonaði að ég fengi að vera hjá prestinum, sem hafði tekið við af séra Smith- ers, hafði jafnvel veika von um að ég fengi að vera þar, þangað til ég væri búin að fá einhvern dval- arstað og atvinnu. Þetta varð nú samt borin von. Séra Cope var vingjarnlegur maöur en mjög fátækur. Þess ut- an var hann mjög svartsýnn á að ég fengi vinnu við mitt hæfi. — Það eru þúsundir ungra kvenna, sem eru menntaðar, en fá ekkert að gera við sitt hæfi. Og án með- mæla.... Að lokum sagðist hann skyldi skrifa meðmælabréf með mér til frú Purvis, sem var sóknarbarn hans og hafði atvinnu af þvi að leigja út herbergi. Hún bjó við litla hliðargötu og þegar ég kom þangað var hópur af konum og börnum fyrir utan dyrnar. Ég hafði aldrei séð svona vesa- linga. Þau báru öll merki fátækt- ar. Konurnar voru yfirleitt kinn- fiskasognar, ógreiddar og i lörf- um. — Brýr frú Purvis hér? Ein kvennanna sagði reiðilega. — Já, en þú verður að gera þér að góðu, það sem við verðum að gera, min fina frú! — Láttu hana i friði, Martha, sagði önnur. — Ef þú hefur augu i höfðingu, þá getur þú sjálf séð, að hún er ekki að leita að vinnu hér... Hún brosti til min og ég sá að hún var alveg tannlaus. — Þú skalt fara beint inn. Þú finnur frú Purvis, þvi að hún er að velja úr fólk til vinnu. Það var gengið beint inn i dag- stofu, þar sem feit kona sat bak við borð, sem þakið var lampa- skermum. Frú Purvis kom strax auga á mig. Hún virti mig fyrir sér með slóttugu augnaráði. — Hvað vant- ar þig, væna min? spurði hún smeðjulega. — Séra Cope sagðist búast við að þér gætuð leigt mér herbergi, sagði ég. — Já, það hef ég vissulega, væna min, tisti frú Purvis. Hún sneri sér að konunum, sem voru að biða. — Þið skuluð fara út og biða þangað til ég kalla á ykkur. Hún vaggaði yfir gólfið til min. — Ég hef ágætt herbergi og ég veit að þú kannt vel við þig hér, ung- frú...? Ég sagði henni nafn mitt og áð- ur en mig varði, var ég komin á- leiðis upp stigann með henni. Herbergið var við lltinn stiga- pall. Það var snyrtilegt, en hús- gögnin voru bæði fá og fátækleg. Ég fann að ég var svo þreytt, að mig langað til að leggjast strax upp i rúmið og loka augunum. Ég var orðin hálf kvefuð, þegar ég fór frá Cornwall. — Það verða sex shillingar á viku fyrir þetta herbergi og að- gang að setustofu, sagði frú Purv- is. — Það fylgir að sjálfsögðu ræsting og svo er hægt að fá fullt fæði. Vogar- merkið 24. sept. — 23. okt. Þig hefur lengi langab til þess að kynnast á- kveðinni persónu, sem þú þekkir ekkert. Láttu ekki feimnina standa i vegi fyrir ósk- um þinum. Vinir þinir koma þér á óvart einn daginn og færa þér skeinmtilegar frettir. Beittu kænsku i við- skiptum þessa vikuna, en mundu um fram allt að vera heiðarleg. 24. okt. — 23. nóv. Þú hefur verið að velta fyrir þér vanda- máli undanfarið, en ef þú gætir betur að, kemstu að þvi, að áhyggjur eru óþarfar. Þú neyðist til að viður- kenna, að þú hefur ekki haft rétt fyrir þér i ágreiningsmáli, sem 'upp kom milli þin og vinar þins. 23. nóv. — 21. des. Þú hefur vanrækt heimiliðundanfarið og hefur haft mikið sam- viskubit þar af leið- andi. En öllum getur okkur skjátlast, og öll gerum við mistök. Gott er að hafa það i huga, að maður lærir af reynslunni og á ekki aö gera sömu vitleys- una tvisvar. 22. des. — 20. jan. Þú skalt ekki taka aö þér of mikil störf i þessari viku, þvi að nú er tilvalið fyrir þig að ferðast og lyfta þér upp. Lengi hefur þú ætlað að bjóða heim gömlum og sjaldséð- um vinum, en aldrei séð þér tima til þess. Nú ættir þú að láta verða af þvi. Talan 4 er heiilatala. 21. jan. — 19. febr. Þú ættir að nota vik- una til þess að koma fjármálunum i samt lag. Ef þú dregur það lengur, er aldrei að vita hvernig fer. Þú lendir i smádeilú við kunningja og, verður að sætta þig við að biða ósigur. Varastu skjótar ákvarðanir. 20. febr. — 20. marz Hófsemi er best i öllu, en stundum hættir þér við að beita hógværð- inni of mikið. Það er hreint og beint ætiast til þess af þér, að þú skammist dálitið af og til. Láttu fólk ekki vaða ofan i þig. 34. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.