Vikan

Eksemplar

Vikan - 21.08.1975, Side 3

Vikan - 21.08.1975, Side 3
hverjum degi, tvisvar á dag á vegum Samtaka sýningarfólks og Karon, og eins og á undanförnum sýningum munu þær væntanlega verBa óhemju vinsælar. A laugar- dögum verður lika barnafata- tfskusýning á vegum verslunar- innar Bimm bamm, en það er ætl- un aðstandenda sýningarinnar að gera laugardagana að nokkurs konar f jölskyldudögum. Þá verð- ur t.d. hægt að fá barnarétti i veitingasal, og ekki er loku fyrir það skotið að börnunum verði gefnar smágjafir eða pakkar, ef þau verða þæg og góð. Og af þvi að verið er að tala um veitingar er eins gott að minna á, að gestir geta keypt veitingar á sýningunni á hvaða tima sem er. Ekki verða eingöngu dauðir hlutir á sýningunni, þvi þar verða lika lifandi minkar á vegum Sam- bands isl. loðdýraræktenda, sem einnig sýna skinnavörur. Magnús sagðist hafa orðið afar undrandi, þegar hann komst að þvi, hve is- lenski minkurinn er til i mörgum litum, og munu sjálfsagt fleiri verða hissa, þegar þeir sjá það með eigin augum. Gáfaðar tölvur og klæðskeri Það sem lika telst til nýjunga á þessari sýningu er, að klæðskeri verður á staðnum og ætlar hann að taka mál af mönnum, festa töl- ur sem kunna að losna af fötum og dytta að klæðnaði manna eftir þörfum. Þessi klæðskeri var fyrsti isl. klæðskerinn til þess að taka sjálfstætt þátt i tiskusýning- um og er einnig fyrstur til þess að auglýsa vinnu klæðskera á al- þjóðlegri vörusýningu hérá landi. Maöurinn heitir Sævar Karl óla- son. Ljósmyndarar taka þátt i þess- ari sýningu, en það hafa þeir aldrei gert áður. Þeir Kristinn Ben. fyrrv. ljósmyndari á Morg- unblaðinu, Gunnar Ingimarsson, Ljósmyndastofu Kópvogs og Myndiðjan Astþór sýna allir ljós- myndir og ljósmyndatækni i þremur deildum. Hver veit, nema einhver þeirra smelli mynd af sýningargestum, ef þess er óskað. Tölvur ýmiss konar hafa vakið forvitni margra undanfarið, og mun þeim, sem áhuga hafa á þeim, gefast prýðilegt tækifæri til þess að kynnast þeim undragrip- um náið i Höllinni næstu daga. A vegum Iðntækni h.f. verða þrjár tölvur til sýnis, en ein þeirra er gædd þeim hæfileikum að geta veittmönnum ákveðnar persónu- legar upplýsingar ef hún er rétt mötuð. Ekki er nánar vitað um þessa tölvu, en eflaust verður mjög gestkvæmt hjá henni næstu dagana. Frænka þessarar tölvu er lika sérstökum hæfileikum bú- in, þvi hún er tilbúin að tefla við hvern sem er, leika baseball og taka þátt i hinum ýmsu leikjum, ef vel er farið að henni. Þriðja tölvan og kannski sú greindasta þeirra systra skipuleggur heilt i- búðarhverfi á aðeins tveimur timum. Henni ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi að skipuleggja Breiðholt 4 fyrir þá, sem þess óska. IBntækni h.f. stendur fyrir sam- keppni á sýningunni um besta slagorðið fyrir fyrirtækið. Hverj- um sem er er heimilt að koma með uppástungu, en tvenn verð- laun verða veitt, að verðmæti 120 þús krónur. Það verða tvö tvölu úr, sem eru að þvi leyti ólik venjulegum úrum að til þess að sjá hvað klukkunni liður, þarf að kveikja á henni ljós, með sérstök- um takka. Annar takki kveikir lika á öðru ljósi, og þá sést hvaða mánaðardagur er. Þessi úr eru nýkomin á markaðinn og aðeins framleidd i litlu magni enn sem komið er. Dagur mótor- hjólsins og amatörar Rafgeymafyrirtækið Pólar er einn sýningaraðila. Sýna þeir á- hugamönnum rafmagnsmótor- hjól, en það er i fyrsta skipti til sýnis hér á landi. Ætlunin er að halda upp á dag mótorhjólsins og verður þá liklega margt spenn- andi og gómsætt á boðstólum fyr- ir þá, sem áhuga hafa á mótor- hjólum og öðrum vélum. Eitt af þvi, sem verður á þess- ari sýningu, eru leiktæki fyrir börn. Auglýsingastofan Form h.f. hefur komið fyrir klifurgrindum, rólum, þrautatækjum og öðrum tækjum á sýningarsvæðinu, sem börnum er ætlað til gagns og gamans. Verður þaö sjálfsagt heilt ævintýri fyrir börnin að kynnast þeim. A útisvæðinu hefur Form látið reisa 20 metra háan turn, svona rétt. til gamans fyrir gestina og sýnir þetta sama fyrir- tæki lika nýjungar i húsbúnaði. Eins og mörgum er kunnugt var nýlega hannaður islenskur vélsleði. Þessi nýi sleði er með mun breiðara belti, en eldri gerð- ir sleðanna, og við það eykst dráttar- og flothæfileiki hans gif- urlega. Þetta hefur gert það að verkum, að sleðinn er nú ekkert leikfang lengur, heldur nothæft tæki, svo sem við póst- og sjúkra- flutninga úti á landsbyggðinni. Fiskibátur úr plasti hljómar dálitið einkennilega I eyrum, en er engu að síður staöreynd. Þessi plastfiskibátur, sem Guðmundur Lárusson byggingameistari á Skagafirði, hefur fengið hingað frá Sviþjóð til sýnis, er 15 tonna bátur, úr plasti allur eins og hann leggur sig. Þetta er að sjálfsögðu alger nýjung, og fróðlegt verður að sjá, hvaða móttökur hann fær hér norður á hjara veraldar. Radióamatörar hafa eina deild á sýningunni til umráða og mun þar væntanlega kenna margra forvitnilegra grasa. Amatörarnir ætla aldeilis ekki að sitja aðgerð- arlausir, þvi þeir halda uppi sam- bandi við umheiminn á meðan sýningin stendur yfir. Kúluhús eru sjaldséð hér á landi. Kannski ekki furða. En hvað sem þvi líður, verður alla- vega eitt kúlulaga hús til sýnis á útisvæði sýningarinnar, byggt fæst sitt í hvoru lagi Vió bjódum BJÉSUD HUSGOGN i í; •iv !• 11« Hjá okkur færöu húsgögn úr spónaplötum, bæsuö eða tilbúin undir málningu, hvort heldur sem er eftir þinni hugmynd eóa okkar. Skrifborð og hillur, miklir uppröðunarmöguleikar. Klæðaskáp afar rúm góður. Svefnbekkur með rúmfatageymslu. Skrifborð og hilla f Þriggja og fjögurra skúffu kommóöur. Svefnbekkur og rúmfatakassi t* (nattborð) Unglingaherbergið. Pírahillur og skápar. Barna og unglingaskrifborð og fataskápur, hannaður fyrir sérstaklega litið gólfpláss.i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.