Vikan

Útgáva

Vikan - 21.08.1975, Síða 5

Vikan - 21.08.1975, Síða 5
Glerplata / i hellna Raftækjdeild Gunnars Asgeirs- sonar er einn sýningaraðila og kemur m.a. fram með nýstár- legar hugmyndir varðandi eldhústæki. Ein þeirra er eldavél frá Husqvarna, sem er að þvi leyti óvenjuleg, að i stað raf- magnshellna, sem viö eigum að venjast, hefur hún glerplötu. Þessi glerplata þolir mikinn hita, og hitnar hún á merktum hringj- um, sem ætlaðir eru fyrir pott- ana. Þessi vél hefur það lika fram yfir aðrar gerðir eldavéla, að hún sparar gifurlpga hreinsun, þar sem ekki þarf annað en rétt að strjúka yfir plötuna þegar búið er að elda. Stefán Valur deildarstjóri, sagði okkur lika, að ný saumavél frá Husqvarna væri i i,yista skiptið til sýnis á vegum versl- unarinnar á þessari sýningu. Þessi nýja vél — Husqvarna 2000 — hefur marga kosti umfram eldri gerð vélarinnar, svo sem fleiri mynstur, lengra þræðingar- spor, hún tekur upp þráöinn sjálf, og svo er hún lika i nýjum lit, dökkbrúnum. Verðiö á þessari vél, er ekki ákveðið enn, en kem- ur liklega til með að verða um 66 þúsund krónur. Fyrirtækiö hefur undanfarið ár selt Polaris eldhúsinnréttingar frá Noregi, en þær eru plast- klæddar og fáanlegar i öllum litum. Stefán sagði plastklæðn- inguna vera mjög áferöarfallega og áþekkaviði viðkomu. I hurð- unum væru spónaplötur, sem væri fremur óvenjulegt. Nýlega fékk fyrirtækið einnig umboð fyrir aðra norska eldhúsinn- réttingu Sigdal og verða þær i fyrsta skipti til sýnis nú. Þær eru úr viöi, en mikil eftirspurn er eftir hnotu og palisander innréttingum nú, að sögn Stefáns. Innrétting- arnansem hér er talað um^ru af- ar ólikar og verður bæöi fróðlegt og gagnlegt fyrir gesti að bera þær saman. Verð á þessum inn- réttingum er um 275 þús. miðað við meðálstórt eldhús. Þau tæki, sem aldeilis þykja ómissandi i eldhúsið eru eldavél með grilli, kæliskápur, vifta og uppþvottavél. Allt þetta kostar dágóöan pening, eöa um hálfa milljón, svo að það er eðlilegt aö fóik vilji eyða tima i að skoða og kynna sér gæði varanna, en til þess eru svona sýningar heppi- legastar. Grænn litur hefur verið óhemju vinsæll á eldhústækjum, en i ár kemur Husqvarna meö spiunku- nýjan lit á markaðinn — Lion — sem er fallega gulbrúnn litur, og fjl í ^ 1 - - > : • ; fer ljómandi vel viö viöarklæðn- ingar. tsskáparnir frá Husqvarna eru dálitið sérkennilegir, þvi að þeim er ætlað að þjóna sama hlut- verki og búrin i gamla daga, eins og Stefán sagði, enda 185 cm. háir. Margt fleira, svo sem strau- járn, vöfflujárn, kaffikönnur og hrærivélar verða á sýningunni, og kemur þá sjálfsagt mikið af ný- ungum fram á sjónarsviðið. Auk þessa verða Bosch hand- verkfæri á sýningunni, en þau eru jafnt notuð til iðnaöar og til heimilisnotkunar. Þá verður sýnikennsla á prjónavélar i deild- inni og margt annað, sem gestir munu sjálfir sjá og heyra.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.