Vikan

Tölublað

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 21.08.1975, Blaðsíða 7
hurðum, og nær allar hurðir, sem keyptar voru i nýbyggingar, voru eins. Nú er útihurðin orðin „andlit hússins” og ekki óalgengt, að þeim tilheyri heilu hliðarnar á húsunum, svo að vitnað sé i orð Sigurðar Braga Stefánssonar, eiganda Hurðaiðjunnar. Sigurður teiknar allar hurðir, sem smiðaðar eru á verkstæði hans, sjálfur. Hann hefur ótal gerðir af hurðum á boðstólum, sem viðskiptavinirnir geta valið um, og mikið úrval af skrám og körmum, sem hver og einn getur að sjálfsögðu valið eftir smekk. Sigurður sagði, að iðulega væri gert ráð fyrir alls konar útfærsl um í sambandi við útihuröir, til dæmis fylgdu henni oft anddyri svo og litið baðherbergi. — Þetta er lika orðinn stór útgjaldaliður hjá fólki, sem er að byggja, sagði hann. Verð á hurð, sem er 1.30 sm breið úr Origon furu með til- heyrandi búnaði kostar um 140 þús. kr, en dýrasta gerð af tekk- hurð af sömu stærð er dýrari, þ.e. um 220 þúsund. Kostnaðurinn getur þó vissulega farið allt upp i þrjú hundruð þúsund, ef hurðin er sérlega íburðarmikil, en auk þess getur hann orðið mun lægri en hér er getið um. Fyrir 9 árum byrjaði Siguröur fyrst að teikna hurðir i gömlum stil, sem urðu mjög vinsælar. — Ég var langt á undan kollegum minum i Noregi og Þýskalandi aö koma með þennan gamla stii aftur, sagði Sigurður. Ég fór t.d. á vörusýningu i Þýskalandi 1971 og þá voru þeir að koma með þessar hugmyndir. Eins eru þeir nýkomnir meö þetta á norður- löndum. Við erum lika meö vandaöri hurðir en viðast annars staðar i heiminum. Það gerir okkar slæma veðrátta, enda notum við tekk hvaö mest, sem er sterkasta og endingarbesta viöartegundin. Okkar hurðir eru lika allar úr gegnheilum viöi, en erlendis eru svo til eingöngu framleiddar spónlagðar hurðir. Sigurður sagði, að hamrað látún væri mest tekið á hurðir þetta árið. Hurðaiöjan hyggst sýna bilskúrshurð með fjarstýröum opnara, sem hún fékk nýlega umboð fyrir, en ekki er öruggt að hægt verði að koma henni fyrir i sýningardeildinni En ef úr þvi verður, mun bilskúrshurðin væntanlega vekja forvitni margra. Auk útihurða veröur fyrirtækið með innihurðir i gamla stilnum á sýningunni, sem lika eru úr gegn- heilum viði eins og öll fram- leiðslan hjá Hurðaiðjunni s.f. Þetta eru óvenjulegar innihurðir, sem ef að likum lætur eiga eftir að verða mjög vinsælar. Œ* 8-31-55 8-33-54 8-31-55 8-33-54 HOSBYGGJENDUR UM LAND ALLT ATHUGID: IÐIMVAL byggingaþjónusta BOLHOLTT 4 — REYKJAVÍK býður yður þjónustu sína: TILBOÐSGJAFIR — SAMNINGSGERÐIR húsbyggjendum að kostnaðarlausu V ÖRUSYNING ARS ALUR Gjörið svo vel — allt á einum stað: Breiðholt h.f. steinsteypa. Sindra-Stál h.f. ál, steypujárn, þakjárn. Slippfélaglð í Reykjavík timbur, plötur. Gluggadeild Sig. Bjarnasonar gluggar, svalahurðir og hlerar. Plast- og stálgluggar Selfossi h.f. gluggar og bílskúrs- hurðir. íspan h.f. gler og þéttilistar. Cudoglcr h.f. gler og þéttilistar. Ofnasmiðjan h.f. ofnar og vaskar. Panelofnar h.f. ofnar. Einar Farestveit & Co. h.l'. rafmagnsofnar og eldavélar. Borgarplast h.í. einangrunarplast. Blikksmiðjan Sörli h.f. þakrennur, kilir o. fl. Virkni h.f. þakpappi, lagnir og þéttiefni. John Lindsay vegg- og gólfflísar. Vélsmiðjan Héðinn h.f. Danfoss stillitæki. Vélsmiðja Guðjóns Ólafssonar stigar og handrið. Húsgagnaverkstæði Þórs Ingólfssonar Víkureldhús, eldhúsinnréttingar. Trésmiðjan Ás h.f. eldhúsinnréttingar. fataskápar og sólbekkir. Trésmiðja Hveragerðis h.f. fataskápar, hurðir og innréttingar. Sigurður Elíasson h.f., trésmiðja innihurðir. Björn Ólafsson, trésmiðja útidyra-, svala- og bílskúrshurðir. Harðviðar- salan s.f. lofta- og veggja- harðviðarklæðning. Vefarinn h.f. alullargólfteppi. Stálhúsgögn eldhúsborð og eldhússtólar. Raftorg h.f. raftæki. Rafbúðin Auðbrekku 49 ljósabúnaður. Steypustöðin h.f. milliveggjaplötur og gangstéttarhellur. Sumarhúsaþjónustan - Vörðufell hf.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.