Vikan

Útgáva

Vikan - 21.08.1975, Síða 8

Vikan - 21.08.1975, Síða 8
DRIFNAÐUR DJÓNUSTA HANDKLÆÐAKASSAR FYRIR SAMKOMUHÚS OG VINNUSTAÐI VERÐ KRÓNUR: 8860 9860 LEIGA EOA GÓÐ GREIÐSLUKJÖR BHMM nýjast Vörumarkaðurinn h.f. tekur nú þátt i vörusýningum Kaupstefn- unnar i 3. sinn. Fyrirtækið verslar með húsgögn frá 6 löndum, þ.e. ttaliu, Frakklandi, Sviþjóð, Júgó- slavlu og Þýskalandi. Auk þess verálar það með heimilistæki frá Electroluxog Rowenta og marg- vislegar aðrar heimilisvörur viðs vegar að úr heiminum. Ebeneser Ásgeirsson fram- kvæmdastjóri sagði, að sýning Vörumarkaðarins væri nú svipuð fyrrí sýningum i höfuðdráttum, en mun meiri fjölbreytni gætti nú. — Það sem við ætlum m.a. að sýna gestum okkar i þetta skiptið er afar óvenjulegt hjónarúm úr bambus frá ttaliu, sem mörgum mun þykja forvitnilegt. Við verðum lika með barnarúm, eða nokkurs konar „skipskoju” frá Frakklandi og húsgögn i bónda- stil frá Júgóslaviu, sniðug borðs- stofuhúsgögn. Barnarúm úr bambus verðum við lika með, en bambusinn er einmitt það allra nýjasta i húsgagnaiðnaði þetta árið. Við höfum viöskipti við hús- gagnaverksmiðju á ttaliu, sem framleiöir húsgögn úr bambus. og er hún stærsta sinnar tegundar i heiminum. Væntanlega eigum við eftir að geta boðið islending- um upp á nýstárleg og falleg hús- gögn þaðan þetta árið. — Við höfum yfirleitt verið ferskir i vali húsgagna og ekki farið troðnar slóðir i þeim efnum, sagði Ebeneser. — Auk húsgagna verðum við með sænskar staðlaðar eldhús- innréttingar frá Electrolux ásamt heimilistækjum i litum, og auð- vitað verða Rowenta kaffikönnur og fleiri heimilistæki i fullum gangi. — A fyrstu sýningunni, sem við tókum þátt i, sýndum við ein- göngu húsgögn. Sýningin hafði mikinn auglýsingamátt og gátum við betur áttað okkur á smekk og óskum viðskiptavinanna. A annarri sýningunni bættum við heimilistækjunum við og sýndum

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.