Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 4
Leikmaður tekur þátt i kennsluflgui Skrýtið er að hugsa til þess, hversu fá ár eru siðan flugið kom til sögunnar i heiminum, þessi sam- göngumáti, sem þykir svo ómissandi nú á tímum, ekki sist meðal eyþjóða eins og islendinga. En það er ekki aðeins nytsemin, sem hrifur. Flugið sem slikt dregur svo að sér margan manninn, að hann er ekki i rónni, nema hann fái svifið undir eigin stjórn um loftin blá. Þetta heitir á venjulegu máli flug- della og er nánast ólæknandi, segja þeir, sem kynnst hafa. Og það sannar fjöldi þeirra, sem sækja i flugnám, þrátt fyrir mikinn kostnað og þrátt fyrir óvissar atvinnuhorfur að námi loknu. Blaðamaður og ljósmyndari Vikunnar fengu að fylgjast með ein- um flugtima hjá nema og kennara við Flugstöðina, og hér á eftir fer lýsing á reynslu þeirra. Meðan við Ragnar ljósmyndari biðum á Flugstöðinni á Reykja- vikurflugvelli eftir að fara i flug- ferð með Hilmari Baldurssyni flugnema og kennara hans, Þor- geiri Magnússyni, lækkuðu ský töluvert á himni, og likurnar á þvi að komast á loft minnkuðu óðum. Við heyrðum starfsmenn Flug- stöðvarinnar tala um versnandi flugskilyrði, og vitinn á Oskju- hliðinni fór að loga, sem merkir, að vallarsvið Reykjavikurvallar er lokað fyrir sjónflug. Skömmu siðar lenti Cessna kennsluflugvél, ■og þeir, sem henni flugu, sögðu, áð skyggni væri afleitt. Okkur var lika.sagt, að Skyhawk II, ein- hreyfilsvélin, sem við ætluðum með á loft, ætti að lenda innan nokkurra minútna, fyrren áætlað var. Sem sagt — engin flugferð i dag. Við biðum hálftima til viðbótar \ Stöðinni i þeirri von, að aftur birti til, og heppnin var með okk- ur, þvi að allt i einu voru allar götur greiðar og við á leiðinni að flugvélinni, ásamt Hilmari, sem stýra átti vélinni. og að sjálfsögðu loftnet fyrir radió og flugleiðsögutæki. Að lok- um leit hann á dekkin, sem voru heilleg og i finu lagi. Á meðan Hilmar bætti oliu á vélina, sagði hann okkur, að hann hefði byrjað að læra flug i haust ot ætti liklega eftir að taka 15-20 tima, áður en hann lyki einka- fiugmannsprófi. Bóklega nám- skeiðinu lauk hann i vetur. Nú kom Þorgeir að og spurði Hilmar, hvort hann hefði athugað vélina og allt væri klárt fyrir flug- ið. Þorgeir er aðeins 22ja ára og hefur kennt flug hjá Flugstöðinni I 3 ár, en auk þess flýgur hann i leiguflugi. Hilmar er jafngamall kennara sinum, en ekki er óal- gengt, að kennarar séu yngri en nemendurnir. Skyhawk II er fjögurra sæta vél og tekur 400 kiló. Gott, að við er- um ekki stórt fólk. Við erum kom- in um borð og búin að spenna öryggisbeltin. Hilmarkallar flug- turninn og biður um flugtaks- heimild. í talstöðinni heyrist urg mikið, en svo fær hann upplýsing- ar um vindátt og hraða, loftþrýst- ing, braut i notkun og fleira. Á meðan hann biður eftir heimild reynir hann hreyfil vélarinnar i bak og fyrir. Hann athugar báðar kveikjur, blöndungshita, oliuhita og þrýsting. Stjórntæki eru prófuð og flugtæki stillt og reynd. Að sið- ustu athugar hann flapsana og kallar siðan flugturninn og til- kynnir, að vélin sé tilbúin til flug- taks og óskar eftir heimild. Allt þarf að vera nákvæmt. Þorgeir bendir Hilmari á ýmislegt og finnur að einu og öðru, en er af- skaplega vinsamlegur i garð nemanda sfns. Hilmar tekur að- finnslum Þorgeirs með jafnaðar- geði, enda enginn viðvaningur i faginu. Nú kemur flugtaksheimildin, og nokkrum minútum siðar erum við komin á loft. Við fljúgum i 600 feta hæð til að byrja með. Fyrir neðan okkur blasa við marglit hús höfuðborgarinnar. Skrautlegar blokkirnar i Fossvogsdalnum sjást greinilega, og skúturnar á voginum minna á Miðjarðarhaf- ið. Að visu skin sólin ekki, svo að útsýnið er ekki eins fallegt og það getur best orðið, en það er stór- kostlegt samt sem áður. Ferðinni er heitið austur fyrir fjall, og nú fljúgum við yfir Rauðhóla. Vélin er i 1700 feta hæð og sviptist i si- fellu. Skyggnið er ekki gott, og i Hilmar, sem var að fara i 58. tlmann sinn, byrjaði á þvi að at- huga vélina, hvort allt væri I lagi. Hann athugaði almennt ástand um borð, stýrisfletina, svo sem hæðar-hliðar- og hallastýri og virkni þeirra. Hann mældi oliuna, skoðaði vængborð gaumgæfilega og mældi bensinmagn (mæli og tank). Hann athugaði skrúfublöð- in og sagði, að þau mættu ekki vera óslétt. Orli'til hola eða ójafna getur ruglaö jafnvægi þeirra og orsakað hættulegan titring. Hann grandskoðaði inntak hraða- og hæðarmælis og stfg- og fallmælis, 4 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.