Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 5
Séö yfir hluta af Selfossi. 35. TBL. VIKAN 5 talstöðinni koma þær upplýsing- ar, eð Piper Cup vél stefni á mót okkur. Hún kemur i ljós yfir Sandskeiði og flýgur töluvert langt til hægri við okkur sem bet- ur fer. Allt gengur smá- og stórslysa- laust, og svo virðist, sem vélin láti vel að stjórn hjá Hilmari, enda þarf kennari litið að gera nema skjóta örsmáum athuga- semdum af og til að nemanda sin- um i mesta bróðerni. Vélin lætur að visu dálitið illa, en þegar ég spyr þá kappa hvort ekki sé allt i lagi, kinka þeir kolli og brosa bliðíega. Ég hef aldrei flogið i einshreyf- ilsvél áður og hef þvi ekkert vit á þvi, hvort allt er' i stakasta lagi eða ekki. Það vita þeir, sem við stýrin sitja. Ég lit tii Ragnars. Ekki virðist honum vera órótt. Hann bara tekur myndir á báða bóga og segir ekki orð. Yfir Hveragerði fljúgum við i 1600 fetum, og nú skin sólin glatt. Þorgeir Magnússon til vinstri á- samt nemanda sfnum Hilmari Baldurssyni fyrir framan Sky- hawk vélina á Reykjavikurflug- velli. Hvert sem litið er, blasa fagur- grænar slétturnar við, frjósemis- dalur landsins. Vélin tekur góða hnykki, og yfir flugbrautinni hjá Selfossi snýr Hilmar vélinni. Ætl- unin er að lenda á brautinni. Þor- geir talar eitthvað um halla á flöpsum, og vélin lækkar flugið mikið. Siðan hallast hún, og skömmu siðar lendir vélin. Hilm- ar hefur aldreilent á þessum velli áður. Þetta var mjúk og góð lend- ing, og kennari finnur ekkert að henni. Og svo erum við komin á loft aftur og fljúgum á 70 milna hraöa. Nú er útsýni ægifagurt, viðlagasjóðshús á Selfossi skarta einkennislitunum. Naumast það er mikið til af þessum viðlaga- sjóðshúsum! Við erum komin i fulla hæð, og vélin svifur áfram. útsýnið er heillandi og fagurt, og viö njóíum þess að vera ofar jörðu. Okku lið-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.