Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 13
eru gjarnir á aö falla gjörsam- lega fyrir sporödrekum. 6. Nautsstelpur hafa svipuö á- hugamál.og vinátta Ijónsog stein- bukks ætti lika aö reynast ágæt. 7. Illa. 8. Stafsetning góö, skrift gefur til kynna hégómleika og þú ert aö veröa eöa nýorðin 15 ára. Þetta átti viö þá fyrri. Hér kemur sú siöari: Skrift ekki falleg, gefur til kynna óstööuglyndi, sem kann þó aö minnka meö árunum, og þaö er auövclt aö geta sér til um.aö þú sért á sama aldri og stalla þin. Alveg í rusli Kæri Póstur! Ég þarf aö biöja þig um aö leysa úr vandamáli, sem ég hef lengi átt i. Þannig er, að þegar ég var 12 ára kynntumst ég og vinkona min tveim strákum. Við byrjuðum aö vera meö þeim og mér þótti-mjög vænt um minn. Honum lika um mig, en hann vildi alveg ráða yfir mér. Einu sinni bað hann mig um aö sofa hjá sér, en þvi harðneitaði ég. Upp frá þessu byrjaði hann aö vera ótugtarlegur, og að lokum sagði ég honum upp. Hann brást reiður við og byrjaði að breiöa út sögur um mig. Hann sagði meðal annars, aö ég hefði verið alveg óð i að sofa hjá honum. Þetta særði mig mjög, sérstaklega eftir áð mamma heyrði sögurnar. Ekki er nú nóg meö það, heldur hef ég ekki haft frið, þvi að hann er alltaf að hringja i mig og pirra mig. Nú er svo komið, að ég vil helst ekki vera með strák, nema eitt og eitt kvöld af ótta við að sama sag- an endurtaki sig. Viltu syara mér fljótt, þvi að ég er alveg i rusli. Siðan i lokin, hvernig er skrift- in, hvað lestu úr henni og hvað heldurðu aö ég sé gömul. Plsla Þú átt aö segja honum aö éta þaö sem úti frýs næst þegar hann hringir I þig eöa þú hittir hann. Siöan áttu aö halda uppteknum hætti og vera meö strákum stutta stund I einu, foröast aö bjóöa þeim af bliöu þinni, og varast aö fiækja þig i heitum tilfinningum meöan þú ert svona ung. Þaö get- ur beöiö þar til þú ert farin aö nálgast tvftugt, en mundu þaö, aö mjög algengt er aö slitni upp úr milli stráks og stelpu, sem byrjaö hafa aö vera saman mjög ung, jafnvel þó komiö sé á þritugsald- urinn. Þaö þarf a.m.k. aö kynnast „félaganum” mæta vel áöur en anaö er út i eitthvaö, ekki sist ástarleiki. Úr skriftinni sem er dæmigerö skrift unglings, les ég rótleysi æskunnar I eigin persónu. Þú átt langt f land meö aö veröa leiöin- lega fulloröin, enda ekki nema fjórtán ára. Mér finnst nafniö alls ckki vel til fundiö, þaö er siöur en svo pisl aö vera ungur. Enn um ástina Kæri Póstur! Nú skrifa ég þér i fyrsta sinn eftir langa umhugsun. Ég komst að þvi, að það er ekki bara unga fólkið, sem á við vandamál að etja á vegi ástarinnar. Ég hélt að ég væri upp úr þeim vaxin fyrir nokkru, en svo er þó ekki. Ég er 28 ára gömul, var gift og á tvö börn. Ég hafði ekki hugsað mér að fá hjálp annars manns við að ala þau upp, en fyrir tveimur mánuðum siðan kynntist ég manni, sem ég varö alveg ofsa- lega hrifin af. Viö höfum tvisvar verið saman (og á ég þar ekki við aö lifa saman), en hann hefur i bæöi skiptin veriö undir áhrifum vins. Hann kemur oft heim til .min, og allt það, og er mjög al- mennilegur, bæöi við mig og börnin.og eins viö foreldra mina. Póstur minn, á ég að tala við hann og segja honum eins og er, eða á ég að láta hann koma fyrst? Aö lokum, hvernig eiga saman bogmaður (stelpa) og vatnsberi (strákur)? Hvað þýðir nafnið Andrés? Hvernig er skriftin? Ein ástfangin. Mér finnst þú slður en svo nokk- ur kerling, aöeins tuttugu og átta ára. Ég gleðst mjög yfir þvi, aö þú skulir vera oröin ástfangin aft- ur og óska þér allra heilla. Þú skalt ekki demba neinu framan i hann. Ýttu undir hann og kyntu undir glæöunum. Þaö getur veriö aö hann sé óframfærinn og þori ekki aö tjá þér þær tilfinningar, sem hann ber i brjósti. Þaö, aö hann hefur veriö undir áhrifum áfengis i bæöi skiptin, sem þiö hafið verið saman, ýtir frekar stoöum undir þaö en ekki. Krefjistþú einskis af honum hvaö ástarjátningar varöar, en kyndir undir, blossar ástin vonandi upp. Þegar ástin er svo oröin aö báli máttu láta á þér skiljast, aö þú sért nú svolitiö hrifin af honum, en biddu samt ekki of lengi, þaö getur oröiö um seinan. t öllum guös bænum fáöu honum ekki allt upp I hendurnar, þaö, sem erfitt er aö eignast, veröur manni alltaf kærara en hitt," sem ekke.rt þarf fyrir aö hafa. Og enn eitt, láttu ekki strax aö vilja hans, þaö eyk- ur viröingu hans fyrir þér og sýnir þér hver hugur hans er til þin ef hann sýnir biðlund. Ef hann snýr viö þér bakinu, látir þú ekki aö vilja hans, þá ertu vel sloppin. Mér þykir skriftin þin falleg, eins og gjarnt er um skrift fólks úr sveit. Bogmaður og vatnsberi eiga prýöilega saman.cn nafniö Andrés er mér ekki ljóst hvaö þýöir. Þaö er tökuheiti, sem kom- iö er úr grlsku: Andréas. Þaö er postulanafn. PASSAP OUOMATIC Eina prjónavélin/ sem hægt er að tengja við rafmagnsdrif €mm Simi 26788 35. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.