Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 23

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 23
hann sagt með erfiðismunum. Cesare hló enn. „Sveröið er mjög krefjandi drottinn. Og eins og ég sagöi áður, þá eru önnur vopn miklu vinsælli nú á okkar dögum.” Skyndilega var eins og brandur Cesares heföi öðlast eigið lif. Baker fann að máttur hans var óðum að þverra. Honum fannst sverðsitt vega mörg tonn i hendi sér. Það var eins og Cesare fyndi þreytumerki hans og hann hægði á sókninni. Baker fann svitann renna niður andlit sitt inni i grimunni. 1 hvert sinn er hann dró andann var hon- um erfiöara um andardráttinn. Nú var hver hreyfing oröin að þrekraun, en Cesare hreyfði sig enn jafn léttilega, og hann andaði rólega. Honum fannst Cesare hafa getað bundið enda á viður- eigniná mörgum sinnum, en i hvert sinn vék Cesare sveröinu i burtu af ráðnum huga. Héldi þetta lengur áfram, þá félli hann örþreyttur á gólfiö eftir skamma stund. Vaxandi gremjá hans gaf örm- um hans aukið þrek um stund. Hanfi tók á öllu, sem hann átti til i siðustu atlögupa. Hann sló sverð Cesares frá og lagöi i áttina til hans. „Touché,” heyrðust áhorfend- urnir kalla. Baker hætti skyndilega og leit niður. Sverö Cesares hvildi á hjartastað. Þaö hafði komiö svo skyndilega, aö hann hafði ekki einu sinni séð það. Hann lagði niður sverðið og opnaði grimuna. „Þér eruð ofjarl minn, Cardinali greifi,” sagði hann andstuttur. Cesare kvaddi hann með sverð- inu. „Þaö var heppni miín að þér hafið ekki haft meiri tlma til æf- inga,” sagði hann brosandi. Baker knúði bros fram á varir sér. „Nú eruð þér að gera að gamni yðar.” „Má ég bjóða yður eitthvaö að drekka mér til samlætis, herra Baker?” spurði Cesare. „Ég þakka,” sagði Baker fijótt. „Ég hefi svo sannarlega not fyrir drykk núna. Ég er að niöurlotum kominn.” — O — V ;■ Þeir sátu fyrir framan opið eld- stæðí. i setustofunni. Cesare teygði langa leggi sina fram á gólfiö. Hann leit á Baker, sem sat andspænis honum og lyfti glasi sinu. „Þér komuð hingað ekki i þejm eina tilgangi að skylmast, herra Baker.” Baker leit á hann. A margan hátt liktist Cardinali alls ekkert evrópubúa. 1 þetta sinn, til dæm- is, kom hann beint fram og sagði móiningu sina. „Það er satt, Cardinali greifi,” sagði hann. „I raun og veru kom ég til aö vara yður viö og bjóöa yður aðstoð okkar.” Cesare lyfti brúnum. „Þaö var fallega gert af yöur, en hvers vegna þurfið þér að vara mig við?” „Það hefur borist eyrum okkar, að llfi yðar sé ógnað,’’ sagöi Baker. Cesare hló. „En stórfenglegt!” „Þetta er ekkert gamanmál,” Cesare og Ilena (Alex Cord og Britt Ekland) I kvikmyndinni Stiletto, sem gerð var eftir sam- nefndri sögu Harolds Robbins, sem birtist nú sem framhalds- saga i Vikunni undir nafninu Rýtingurinn. sagði Baker. „Nokkrir menn vilja yður feigan.” „Mig? Hvaða menn?” Baker leit á hann. „Big Dutch, Allie Fargo, Dandy Nick.” Andlit Cesares var sviplaust. „Hverjir eru þeir?” „Sakbomingarnir I málaferl- unum, þar sem vitnin voru myrt. Sjáið þér til, þeir halda að þér sé- uð Rýtingurinn.” Hlátur Cesares var hreinn og skær. „Sé svo, hvers vegna vilja þeir þá drepa mig? Ef ég er sá, sem bjargaði liftórunni I þeim?” Baker hallaði sér fram á viö. „Það er einmitt kjarni málsins. Þeir eru hræddir við yður. Þeir halda að þér kynnuð að snúast gegn þeim.” „Þetta eru heimskingjar,” sagöi Cesare og fékk sér sopa úr glasi slnu. „En þeir eru hættulegir,” sagði Baker alvarlegur I bragði. „Það erengin vörn tilviökúlu ibakið.” Cesare stóð upp. „Ég kann að gæta min,” sagði hann stuttlega. „Ég komst llfs af úr verri raunum I strlðinu en hættunni, sem kann að stafa af þessum mönnum. Þaö hljótið þér aö vita nú þegar. Mér hefur skilist að starfsfólk yðar láti fátt frar^ hjá sér fara.” Baker kinKaöi kolli. „Já, en samt vildum við gjarnan hjálpa yður.” Rödd Cesares varð kaldrana- leg. „Ég hefi þegið alla þá hjálp frá yður, sem ég kæri .nig um. Ef þér væruð ekki svo gjarnir á að koma yöur i dagblöðin, þá er alls ekkert vist að þessir menn vissu neitt um mig.” Baker stóð upp. „Okkur þykir það'leitt, Cardinali greifi. Ég skil ekki hvernig dagblöðin komust að samtali okkar, en ef þér eigið i einhverjum vandræöum, þá hikiö ekki .við að hringja til okkar.” Hann rétti út höndina. Cesare tók i hana. „Þakka yður., herra Baker, en ég held að það muni ekki reynast nauðsyn- legt.” — O — Cesare opnaði dyrnar og kom inn Mitla forstofu ibúðar sinnar. Hann fór úr yfirfrakkanum. „Tonio!” kallaði hann. Þama stóð hann eitt augnablik, henti slöan frakkanum á stól, sem þar stóð. Hann gekk að eldhús- dyrunum og opnaði þær. „Tonio!” kallaði hann afturl Ekkert svar. Hann hristi höfuöið er hann 6neri við inn I setustofuna og gekk að svefnherberginu. Hann þyrfti að gera eitthvað varðandi þennan pilt, það skipti engu þótt hann væri frændi Gios. Það voru tak- mörk fyrir þvl hve langt þjónar gætu gengið. Hann kom of oft að mannlausri ibúðinni. Amerlka hafði spillt stráknum. Hann opnaði svefnherbergis- dymar og gekk inn. Hann kveikti ljós og hélt af stað i átt að baðher- bergínu. Þá barst honum hljóö af rennandi vatni. Hann stansaði. „Tonio!” kallaði hann enn. Enn ekkert svar. Hann flýtti sér af stað að dyrunum, en nam jafn skjótt staðar aftur. Viðvörun Bakers þaut i gegn um huga hans. Hann hreyföi hendina og rýting- urinn kom i ljós i henni. Hann gekk hljóölega I átt aö dyrunum og hratt upp hurðinni. Stúlkan var rétt i þvi aö stiga út úr steypunni með handklæöi i hendinni. Hún staröi á hann og henni var sýnilegra brugðið. „Cesare!” „Ilena!” I rödd hans var sami furðutónninn og i hennar. „Hvað ert þú að gera hérna? Ég hélt að þú værir i Kaliforniu!” Ilena huldi barm sinn með handklæöinu. „Ég er I sturtu,” sagði hún. Augu hennar litu rýtingin.n i hendi hans. „Hvað ertú að gera meö þennan hnif? Hver hélstu aö væri eiginlega i baðherberginu þinu?” Cesare sleppti rýtingnum og hann hvarf upp iermihans. Ilena hljóp til hans, vafði hann blautum armi og kyssti hann meö hand- klæöið i hinni hendinni. „0, Cesare, þú veröur að hjálpa mér!” 22 VIKAN 35. TBL. Cesare leit vantrúaður á hana. Það var ekki venja hans að Ilena þarfnaðist hjálpar. „Hvað kom fyrir rika texasbúann þinn?” spurði hann. Ilena leit upp til hans. „Þú ert mér reiður,” sagði hún' „Ég finn það á þér. Vegna þess að ég beið ekki eftir þér i Monte Carlo.” Cesare fór að brosa. „Ilena, þú svaráðir ekki spurningu minni,” sagði hann bliðlega. Hún sneri sér frá honum, og gekk yfir að snyrtiborðinu þar sem hún settist niður. Hún Ieit á spegilmynd hans i speglinum. „Vertu góður viö mig, Cesaré,” sagði hún hnlpin. „Ég hefi orðiö fyrir sárri lifsreynslu.” Hún tók smátt handklæði, sem hékk þar á snaga, og rétti þaðiáttina að hon- um. „Vertu nú svo vænn aö þurrka á mér bakiö, ég get það aldrei.” Hann tók við handklæðinu. „Texasbúinn, Ilena. Hvaö um hann?” Augu hennar voru þanin. „Ég vil ekki tala um það. Það var svo agalegt. Heldurðu að ég hafi grennst, Cesare?” Nú var hann brosandi. Hann byrjaði að þerra á henni bakiö með handklæðinu. „Mér sýnist þú alveg ágæt. Hvaö gerð- ist?” Ilena lokaöi augunum eitt and- artak. „Mér léttir,” sagði hún. ;,Ég var viss um aö ég hefði grennst.” Hún opnaöi augun og snéri sér að honum. „Texasbúinn, hann var kvæntur.” „Þú vissir það,” Cesare brosti. „Auðvitað,” svaraði hún hvasst. „Ég er ekkert barn. En konan hans var hræðileg kona. Skilningnum var sko ekki fyrir að fara. Alveg gasalega sveitaleg. Svo kórónaöi hún allt saman með þvi að kæra mig fyrir Innflytj- endadeildipni. Veistu það, Cesare, að þeir eru alveg svaka- lega heimskir?” Cesare hristi þegjandi höfuðið, enn brosandi. „Þeir gátu ekki skilið/’hélthún fljótt áfram, „hvernig ég hef get- að lifað hér á landi i átta ár án þess að eiga peninga, án þess að vinna. Þeir sögðu að ef ég hefði ekki vinnu eöa stöðugar tekjur, þá myndu þeir senda mig úr landi á þeirri forsendu, að óg hefði gerst brotleg viö velsæmislögin.” Cesare lagði frá sér handklæð- ið. „Og hvað sagöir þú þeim?” „Hvað annað gat ég sagt þeim?” Hún yppti öxlum. „Ég sagði, þeim, að ég ynni hjá þér. Þeirtrúðu þviekkiþegar égsagði þeim, að ég þyrfti ekki vinnu til aö halda lifi. Cesare, vilt þú láta mig fá vinnu?” Cesare leit á hana. „Ég veit ekki.” Hann brosti. „Hvað getur þú gert? Þú kannt ekki hraðritun og þú kannt ekki vélritun. Hvað get ég látið þig gera?” Hún stóð upp úr stólnum og sneri sér að honum. I óvissu hélt hún ennþá handklæðinu fyrir framan sig. Augu hennar horfðu i auguhans. „Þú ert I bilaviðskipt- um, ekki satt?” Cesare kinkaði kolli. Hún kom þétt upp að honum. „Það hlýtur að vera eitthvað, sem ég get gert. Einu sinni átti ég Rolls Royce.” Hann fór að hlæja. Hann breiddi út faðminn mót henni. Hún kom i faðm hans og hann kyssti hana. „Allt i lagi, við skul- um sjá hvað ég get gert.” „Viitu það, Cesare?” Það var æsingur i rödd hennar. ,-,Þú ert yndislegur. Hún lyfti höndunum til að strjúka kinnar hans. „Ég skal ekki' verða þér til neinna vandræða, Cesare, þvi lofa ég. Ég þarf ekki að^vinna lengur en svo, að ég fái númer hjá almanna- tryggingunum, eða ég held að það hafi- verið það, sem þeir kölluðu það. Það er eina, sem þeir þurfa til að sannfæra sig um aö ég sé skilgetin.” Hann þrýsti hana I örmum sér. „Þú 'ert svo sannarlega skilget- in.” Hann hló. „Þú getur alltaf sagt þeim, að ég hafi þekkt foreldra þina.” Hún gaut augunum fljótt upp til hans til þess að sjá hvort það væri einhver dulin meining i orðum hans, en það var bara hlátur I augum hans. Það kom kökkur I hálsinn á henni og hún hugsaöi um foreldra sina i fyrsta sinn um langan tima, jafnvel meðan hann kyssti hana. Hún mundi eftir svipnum á andliti föður sins um nóttina, þegar hann opnaði dyrnar að svefnherberginu og sá þau öll saman i rúminu. Móður hennar. Hana sjálfa. Og rika amerikanann. Framhald 1 næsta blaði Nýjung í eldhúsinnréttingum! Kalmar eldhúsinnréttingar sænsk gæðavara Ef þú vilt fá eldhúsinnréttingu nákvæmlega eins og þú þarfnast, þá ættir þú áð kynna þér sænsku Kalmar eldhúsinnréttingarnar hjá Litaveri Margar tegundirskápa. Mikiðúrval lita. Mál- aðar, plasthúðaðar eða úr við. Kalmar eld- húsinnréttingarnar, skapa rétta útlitið jafnt í nýium húsum sem gömlum. ERTU AÐ BYGGJA? VILTU BREYTA? ÞARFTU AÐ BÆTA? LITAVER dH GRENSÁSVEG118-22-24-SlMAR 82444 30480 35. TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.