Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 34

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 34
Ég tók logandi sigarettu og hnoðaði saman, stakk gumsinu upp i mig og ældi siðan gúmmiboltum út um allt herbergið. 3$ Ég vakti mikla tortryggni hjá fólki, eftir að ég sýndi atriðið, þar sem ég stal af fólki uppá senu. ^ Ég var að verða búinn að éta rak- vélarblöðin, þegar einni frúnni varð skyndilega svo illt, að hún gubbaði á diskinn sinn. # Einn náunga heyrði ég segja öðrum frá þvi, að hann hefði einu sinni orðið vitni að þvi, að ég hefði borðað 10 rafmagnsrakvélar. Baldur Brjánsson, einn vinsæl- asti og mest umtalaði skemmti- krafturinn hér á landi um þessar mundir. bað gegnir furðu næst, að mér finnst, að enginn skuli ennþá hafa látið sér detta i hug að gera þessum rammgöldrótta skr... afsakið, náunga skil á prenti. Þá er að bæta úr þvi og það strax. Við melduðum okkur heima hjá mér, (i kaffi, eins og Petersen segir) til að ræða málin. Ég ætla nú að hætta þessu babbli og gefa Baldri orðið: //Byrjaði sem smástrákur að hrella fólk með allskon- ar brellum". „Ég var bara smástrákur, þegar ég byrjaði að hrella fólk með allskonar brellum og uppátækjum. Þetta voru að visu saklausar brellur, en ég og félag- ar minir skemmtum okkur oft konunglega á kostnað náungans. Siðan fór þetta að þróast yfir i flóknari viðfangsefni, spilagaldra og þess háttar, og þetta gerði oft mikla lukku i partýum og varð til að ýta undir mig.” //Jörundur hermikráka kom mér i samband við þann danska". „Svo fluttist ég frá Akureyri. heimabæ minum til Reykjavikur i byrjun ársins 1967. Hér i Reykja- vik vann ég ýmiskonar störf, en föndraði áfram við þetta i tóm stundum minum. Svo var það ein- hverntima, aö við Jörundur hermikráka, en hann er Akur eyringur eins og ég, vorum að rabba um þessa hluti, að hann lét mig hafa adressu á uppgjafa- töframann, Leo Topp Nilsen, sem er danskur. Þessi Nilsen rekur núna verksmiðju, sem framleiðir allskonar hluti og trix fyrir töfra- menn. Ég komst i bréfasamband við Nilsen og varð einn af rúm- lega 5000 viðskiptavinum hans. Hann kom mér svo i samband við enn aðra, og smám saman eignaðist ég mikið safn af hjálpartækjum, en hafði þetta samt sem áður fyrir hobbý, hugsaði mér reyndar aldrei að fara úti þetta sem atvinnu- mennsku.” //Byrjaði eiginlega á her- bergi 408 á Hótel Esju". ,,Það var ekki fyrr en i nóvem- ber 1973, að ég fór að leiða hugann að þvi að hafa einhverjar tekjur af þessu Smári Valgeirsson, kunmngi imnn lieðan úr Reykja- vik, starfaði um tveggja ára skeið viö sölumennsku hjá Prjónastof- unni Dyngju á Egilsstöðum. 1 einni af ferðum sinum, hingað til Reykjavikur, nánar til tekið i nóvember ’73, bauð hann mér uppá herbergi 408 á Hótel Esju til skrafs og vodkadrykkju. Ein- hvern veginn æxlaðist það svo. að ég fór að sýna honum smátrikk. Ég tók logandi sigarettu, tróð henni i lófann á mér, hnoðaði saman og stakk svo öllu gumsinu upp i mig, ældi að þvi loknu litl- um gúmmiboltum út um allt her- bergið. Smári varð stórhrifinn og bað mig að sýna sér meira, sem ég gerði. Og ekki minnkaði hrifn- ing hans við það. Hann sagði mér, að sér hefði verið falið að sjá um skemmtinefnd fyrir iþrótta- félagið á Egilsstöðum næsta sum- ar og bauðst til að koma mér á framfæri þar. Það varð svo upp- hafið að ferli minum, að ég kom þangað, ásamt hljómsveitinni Pelican og skemmti þar i tvigang, með hálfsmánaöar millibili. Siðan þá hef ég bókstaflega verið á kafi i þessu uppfyrir haus.” "ÉC 01 HRELLÁ BRELLI ,,Varð að gjöra svo vel og hætta með vasaþjófnað- inn". Já, aðeins hef ég nú fengist við að sýna vasaþjófnað. Ég hef i nokkur skipti sýnt það atriði, en er alveg búinn að gefa það frá mér. Fólk er mjög tortryggið gagnvart mér, svona eftir að hafa horft á þetta þorir ekki að gefa sig á tal við mig nema ég sé i hæfi- legri fjarlægð.” ,,Skrepp út til Noregs í september til að endurnýja prógrammið". „Núna er ég sem óðast að undirbúa mig fyrir veturinn. Verð 34 VIKAN 35. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.