Vikan

Tölublað

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 46

Vikan - 28.08.1975, Blaðsíða 46
Stærðir: Barnastærðir 4 (6) 8 (10) 12 ára Kvenstærðir (38) 40 (42) Karlastærðir 50 (52) Efni: Lopi 4 frá Álafoss, 400 (450) 500 (550) 600 — (700) 800 (900) — 1000 (1000) g. Hringprjónn nr. 5, 40 cm langur, nr. 7. 40 cm og 70 cm langir, 5 sokkaprjónar nr. 5. Prjónafesta: 12 lykkjur = 10 cm Mynstur 1: prjónað á p(jón nr. 5: 1. umf.:2 sléttar, 2 brugðnar. 2. umf.: prjónið slétt yfir sléttu lykkjumar, brugðið yfir brugðnu lykkjurnar. Endurtakið þessar 2 umferðir. Mynstur 2: prjónað á prjón nr. 7: 1. umf.rx 1 slétt, sláið bandinu um prjóninn, 1 slétt, 2 brugðnar x. Endurtakið x—x umf. út. 2. umf.: x 1 tekin af óprjónuð, bandið látið falla niður af prjóninum, 1 tekin af óprjónuð, 2 brugðnar x. Endurtakið x—x umf. út. 3. umf.: x 2 teknar af óprjónaðar, 2 brugðnar x. Endurtakið/ x—x umf. út. 4. umf.: eins og 3. umf. 5. umf.: x krossið nú lykkjurnar, sem teknar voru óprjónaðar, þannig: takið framan í 2. lykkju og prjónið hana slétt, síðan er 1. lykkja prjónuð slétt, 2 brugðnar x. Endurtak- ið x—x umf. út. 6. umf.: x 2 sléttar, 2 brugðnar x. Endurtakið x—x umf. út. 7. umf.:x 2 brugðnar, 1 slétt, sláið bandinu um p, 1 slétt x. Endurtakið x—x umf. út. 8. umf.: x 2 brugðnar, 1 tekin af óprjónuð, bandið látið falla af p, 1 tekin af óprjónuð, 2 brugðnar x. Endurtakið x—x umf. út. 9. umf.: x 2 brugðnar, 2 teknar af óprjónaðar x. Endurtakið x—x umf. út. 10. umf.: eins og 9. umf. U.umf.:x 2 brugðnar, krossíð 2 lykkjur x. Endurtakið x—x umf. út. 12. umf.: x 2 brugðnar, 2 sléttar x. Endurtakið x—x umf. út. Þessar 12 umf. mynda mynstrið, og eru endur- teknar. Bolur: Fitja upp á p nr. 5 84 (88) 92 (96) 100 — (108) 116 (124) — 132 (140) 1. Prjónið mynstur 1, 8 (8) 8 (8) 10 — (10) 10 (10) — 12 (12) umf. Skiptið um p og prjónið á nr. 7, mynstur 2. Þegar bolur mælist 27 (29) 32 (35) 38 — (40) 42 (44) — 48 (50) cm, eru 4 (4) 4 (5) 5 — (5) 5 (6) — 6 (6) 1 settar á þráð fyrir handveg. Geymið bolinn. Ermar: Fitjið upp á sokkaprjóna nr. 5 20 (20) 24 (24) 24 — (28) 28 (28) — 32 (32) 1, og prjónið mynstur 1, 8 (8) 8 (8) 10 — (10) 10 (10) — 12 (12) umf. Skift yfir á p nr. 7 og mynstur 2. Bætið 2 1 við undir miðri ermi í 6. hv. umf., þar til lykkjurnar eru 34 (36) 40 (40) 44 — (44) 48 (48) — 52 (52). Þegar erm- in mælist 29 (32) 35 (38) 40 — (44) 46 (48) -i 50 (52) cm, eða eins og óskað er eftir, eru 4 (4) 4 (5) 5 — (5) 5 (6) — 6 (6t 1 settar á þráð (6) undir miðri ermi. Endið mynstur á ermi eins og á bol. Prjónið hina ermina eins. 46 VIKÁN 35.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.