Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 2

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 2
Albert Finney er kvæntur leik- konunni Anouk Aimee, og er sam- band þeirra mjög náiö og ástúð- legt. Myndin hér aö ofan er tekin á brúökaupsdegi þeirra áriö 1970. Gervi Alberts Finney sem Her- cule Poirot i Murder on the Orient Express var svo gott, að hann var nánast öþekkjanlegur. Þegar hann tekur að sér hlutverk, likir hann glimu sinni viö persónuna, sem hann á aö túlka, viö hjóna- band. Albert Finney er íslendingum meöal annars vinsældir. Breskur blaöamaöur átti nýlega kunnur fyrir leik sinn i kvikmyndunum Tom viðtal það við Finney/ sem hér fer á eftir/ en Jones/ Gumshoe,SaturdayNight and Sunday þar lýsir hann bæði einkalífi sínu og leik- Morning og Murder on the Orient Express, ferli. sem var sýnd hér nýlega við mikla aðsókn og Albert Finney hallaði sér aftur á bak i hægindastól og púaði vindil. Hann horfði niður fyrir sig. — Ég verð að viðurkenna, að ég er engan veginn auðveldur i sam- búð, sagði hann. Ég lifi stundum i draumaheimi aleinn og stari út i bláinn. Ég hef tilhneigingu til að helga mig svo gjörsamlega þvi, sem ég fæst við, að ég hef engan tima aflögu fyrir annað fólk. Ég veit, að fólki finnst ég erfiður i umgengni, en ég er i raun og veru afskaplega hógvær. Sú kona, sem skilur mig, er sér'stökum hæfi- leikum gædd, en þó gæti sam- búðin við mig reynst henni erfið. — A hinn bóginn hefur hún margt að vinna, og raunverulega á ég yndislegustu stundirnar heima hjá mér — með Anouk. Anouk er þessi sérstaka kona i lifi Finneys, sem skilur hann. Anouk er falleg kona, fjórum ár- um yngri en eiginmaður hennar og þekkt fyrir leik sinn i kvik- myndinni A Man and a Woman. Finney kaus að eiga viðtal við mig á sinu eigin heimili i Chelsea. Hann litur á blaðaviðtöl sömu augum og aðrir á minni háttar sjúkdóma. — Ég lit á þau sem auglýsingu, sagði hann ákveðið með sinum sérkennilega hreim. — Mér finnst ég alltaf hafa sagt þetta allt saman áður. Ég held, að ég hafi ekkert nýtt að segja þér. Hann var i bláum gallabuxum og þunnri skyrtu og leit út eins og hann væri nýbúinn að vera i fót- bolta með nágrönnunum. Blá athugul augun horfa á þig og skol- leitt hárið fellur niður á ennið. Hann virðist traustur og heiðar- legur. Á meðan upptaka myndarinnar Murder on the Orient Express stóð yfir, neitaði hann öllum við- tölum. Finney hlaut mjög góða dóma fyrir túlkun sina á belgiska leynilögreglumanninum Hercule Poirot i áðurnefndri mynd, en hefur þó ekki fengist til að eiga viðtal við blaðamann fyrr. — Þetta viðtal ætti að nægja næsta árið eða öllu lengur, sagði hann. Ég er lika á móti sjónvarpsviðtölum, mér finnst þau alltaf hálfgerður leikara- skapur. Ég er heiðarlegur og sjálfum mér samkvæmur og er þvi ekki tilleiðanlegur til að gera neitt, sem ég tel ekki rétt. Ég lit á sjálfan mig sem leikara, ekki stjörnu. Kannski er þetta tóm della, en svona er ég. Hlutverkin skipta miklu máli — En ég er feiminn lika, viður- kennir Finney. Mér hefur alltaf fundist, að fólk eigi að meta mig fyrir það, sem ég geri, frekar en það, sem ég er. Ég er ófús til þess að selja persónuleika minn. Ég er ekkert áhugaverðari en hlutverk- in, sem ég leik. Þú hittir ekki sama manninn hér heima og þú hittir á sviðinu. Ég er rólegur og dunda heilmikið hér heima, segir hann til útskýringar — Enginn þekkir mig, svo ég er frjáls ferða minna. Ég er litt hrifinn af að láta fólk þekkja-mig og dást að mér, eins og svo margir leikarar sækj- ast eftir. - Þegar ég var ungur og tiður gestur kvikmyndahúsanna áleit ég kvikmyndir eitthvað æðra raunveruleikanum. Ég gerði mér lika ákveðnar hugmyndir um sjálfan mig. Þegar ég lék mitt fyrsta hlutverk i myndinni ..Saturday Night and Sunday Morning, var ég uppreisnargjarn og fólk hugsaði sem svo: Svona er hann. En ég er afskaplega róleg- ur. Finney hlær. En Finney hefur ekki alltaf átt rólega daga, þó að hann lifi ham- ingjusömu fjölskyldulifi ásamt konu sinni, syni sinum Simon frá fyrra hjónabandi og dóttur Anouks, sem nú er 23 ára gömul. Mörg voru ævintýrin áður ásamt öðrum þekktum leikurum,eins og Peter O’Toole og Nicol William- son. Hefur löngunin i ævintýrin gersamlega horfið, eða er hún enn til staðar? Finney hikar við að svara, kveikir sér i nýjum vindli og segir siðan ihugandi: —■ Ef svo er, þá er það vegna Anouk. Þó að ég eigi bágt með að viðurkenna það. þá held ég að ást á annarri'mann- eskju sé það mikilvægasta i lifinu. Ég elska Anouk og þarfnast hennar. Þau gengu i hjónaband 1970 eftir að hafa búið saman i nokkur ár. — Ég hafði séð hana leika áður en við kynntumst. Anouk hefur unnið úti frá fimmtán ára aldri nær eingöngu við kvik- myndaleik. Fyrst eftir að við byrjuðum að búa saman, hafði hún gaman af að fást við heimilið. en nú hefur hún áhuga á að taka upp þráðinn á ný. Hún er enn falleg og yndisleg. Hjónaband okkar gengur mjög vel. Hún þekkir mig, þvi að hún þekkir starf mitt og veit, hvað það getur reynst erfitt. Ef ég kem þreyttur heim á kvöldin tekur hún þvi sern sjálfsögðum hlut og ætlast ekki til, að ég fari út með henni. Hún veit, að ég á erfitt með að skemmta mér á meðan ég fæst við ákveðið hlutverk og biður þol- inmóð eftir að þvi sé lokið. Hercule Poirot gat ekki geöjast öllum Þegar ég leik ákveðið hlutverk liki ég þvi oft við hjónaband, þ.e. á milli min og þeirrar persónu, sem ég leik. En hjónabandið er fallvalt segir hann og brosir. Þegar Finney var falið hið veigamikla hlutverk að leika Hercule Poirot lék hann i gaman- leiknum Chez Nous, sem sýndur var á West End i London. — Það var erfiður timi, ótrúlega erfitt að leika tvö hlutverk á sama tima Ég fór á fætur kl. 5 á morgnana til að undirbúa hlutverk Poirots og tók u.þ.b. klukkutima i það. Svo kom undirbúningurinn i stúdió-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.