Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 4
MorðiO I Austurlandahraðlestinni sió algjörlega i gegn, og var það ekki sist Albert Finney að þakka, sem fór snilldarlega ineð hlut- verk Poirots. En þar komu einnig inörg önnur þekkt nöfn við sögu. Hér sjást leikárarnir Anthony Perkins, Vanessa Redgravc, Michael York, Jacqueline Bisset og Lauren Bacall i hlutverkum siiuiin, en þau hlýða þarna á lausn morðgátunnar af vörum Poirots. ◄ Með Lauren Bacall i kvikmynd- jnni Morðið i Austurlandahrað- lestinni. Albert Finney sem Hercule Poirot og Rachel Roberts sem selskapsdama greifynjunnar i Austurlandahraðlestinni. inu. Það tók hvorki meira né minna en tvo tima að iklæðast gervi Poirot, og mér leið alltaf illa i þvi. Mesta vandamálið var þó að geðjast lesendum Agöthu Christie sem fyrirfram höfðu myndað sér skoðun á þvi, hvernig Poirot ætti að lita út. Ég vissi, að hann gæti ekki geðjast öllum. En það tókst bærilega. Margir, sem sáu myndina sögðu: — Ég hélt, að Albert Finney ætti að leika Poi- rot. Jú, Albert Finney var sann- arlega Poirot. Þegar búið var aö bæta á hann 9 kilóum, troða innan i kinnarnar, bæta á hann bómull hér og þar, kom fullkomin imynd Agöthu i ljós. Andlitið undir farð- anum og plastinu var athugult, hárið sléttgreitt meö brilljantini og skeggið vandlega krullað upp við munnvik. A hverju kvöldi kl. 5.30 afklæddist hann gervinu og flýtti sér af stað til þess að ná i leikhúsið, áður en sýning hófst, þar sem hann lék eitt aðalhlut- verkið. — Ég kom heim rétt eftir mið- nætti og svaf i 4 tima áður en næsti vinnudagur hófst. Svona gekk það i tvo mánuði. Anouk var mjög þolinmóð við mig á meðan á þessu stóð. Já, þetta var erfitt, ég léttist llka um 3 kiló á tveimur mánuðum. Þægilegt samband — Anouk veit, að ég á bágt með aö vera með tilgerð i einkalifinu, og samband okkar er þægilegt og byggist á hreinskilni. Við erum bæði fædd i nautsmerkinu, og það finnst mér gott. Enginn skilur naut fullkomlega nema vera þaö sjálfur. Að visu syrtir I álinn viö og við, en aldrei alvarlega. — Við höfum aldrei farið frá hvort ööru. Anouk veiktist fyrir nokkrum árum og var flutt á spit- ala i 5 daga. Ég bjó þar lika á meðan, svo náið er samband okk- ar. .— Ég veit, hversu hjónaband leikara getur reynst erfitt, og hve freistingarnar eru margar. En við erum laus við freistingar og erfiðleika. Ég tek hlutina alvar- lega. Þegar ég tek að mér að leika hlutverk, veit Anouk á hverju hún á von. Ég á erfitt meö að hengja hlutverkið upp á snaga, þegar ég kem heim á kvöldin, ég held áfram að leika. Anouk og Finney njóta lifsins. Hann er búinn að ná heimsfrægö fyrir leik sinn i Murder on the Orient Express, og honum gengur vel i leikhúsinu. Anouk er byrjuð að undirbúa sig undir að leika á ný og er hamingjusöm. Eftir leik sinn i Tom Jones tókst Finney að vekja á sér eftirtekt fyrir góðan leik, en sem Hercule Poirot varð hann frægur. — Mér bauðst tækifæri á að fá góð hlutvek i Bandarikjunum eftir að ég lék Tom Jones, en ég vildi ekki sjá það. Mér hefur allt- af tekist að ná þvi marki, sem ég hef sett mér, án nokkurrar hjálp- ar. Eiginlega er ég mjög þrjóskur og krefst þess að ráða minum málum fullkomlega einn. Og mér tekst það. Mér tókst lika að ferð- ast um heiminn i heilt ár aleinn Ég þroskaðist við það og varð víðsýnni. — Óttast þú ekki stöðnun? Finney hikar aðeins, blæs frá sér reyk og segir: — Ég hef hvatningu, en ég veit ekki, hver hún er. Mér finnst ég vera að ná mikilvægasta kafla lifs mins, bæði sem leikari og maður. Ég hef ekki verið tilbúinn fyrr en nú, og næstu 8 árin lofa góðu. tek leikhúsið fram yfir kvik- myndir. Kvikmyndir eru ein- kenniiegar. Ég veit um frum- stæða þjóðflokka, sem trúa þvi, aö myndavélin ræni þá einhverju

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.