Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 6
Manneskjur á „í þessari borg er bæði það djöfullegasta og það dásamlegasta i heimi að finna. En flestir einblína á skuggahliðar borgar- innar og gefa heilbrigðu fólki, sem þarna býr, engan gaum. Það gleymist oft, að flestir þeirra 8 milljón manna, sem búa i borginni, eru heiðarlegir borgarar, sem eru andvigir glæpum og virða lögin.,, Þessi orð eru höfð eftir leiðsögumanni i New York, en i eftirfarandi grein lýsir norskur blaðamaður hvaða áhrif millj- ónaborgin New York hafði á hann. A leið inn til Manhattan i New York er ekib fram hjá skilti við rætur stórborgarinnar, sem á er letraö: — New York borg. Og ein- hver gárunginn hefur bætt við fyrir neðan: Aðgangur algerlega á eigin ábyrgð. Þrátt fyrir drungalegt yfir- bragð iðar borgin af lifi. Alls staöar er fólk, fólk á öllum aldri, á götum, i bilum, i gluggum — alls staðar. Þetta er vingjarnlegt fólk,-og leigubilstjórinn, sem ekur okkur að hóteli i miðborginni, er elskulegur og gefur sér tima til þess að rabba við okkur um dag- inn og veginn. Þrátt fyrir glæpi, fátækt og gifurlegan mannfjölda i sivaxandi borginni, býr i henni hamingjusamt og elskulegt fólk. Þetta hljómar kannski ein- kennilega, þar sem þvi er oft haldið fram, að New York sé hræðileg borg og að þar leynist hættur á hverju strái. — Borg glæpanna og stéttaskiptingarinn- arFerðamönnum er ráðlagt að fara varlega. A herbergisdyrum hótelanna er þessi viðvörun al- geng: Læstu dyrunum, það er þér fyrir bestu. Æ, ég veit ekki segir Phil Sheri- dan, þegar við spyrjum hann, hvað hann vilji segja um þessar fullyrðingar. Sheridan hittum við, þegar við sigldum á báti um- hverfis Manhattan. Hann er leið- sögumaður um borð. Við höllum okkur fram á borðstokkinn og sjáum blökkumannahverfið Har- lem lfða fram hjá. — t þessari borg er bæði það djöfullegasta og það dásamlegasta i heimi að finna. En flestir einblina á skuggahliðar borgarinnar og gefa heilbrigðu fólki, sem. þarna býr, engan gaum. Það gleymist oft, að flestir þeirra 8 milljón manna, sem búa i borginni, eru heiðarleg- ir borgarar, sem eru andvigir glæpum og virða lögin. Sheridan lýsir þvi, sem fyrir augu ber með nákvæmni og þekkingu og kryddar frásögnina með gamansemi og góðlátlegri sjálfsgagnrýni. Þegar við sigld- um frá hafnarbakkanum og við vorum boðin velkomin um borð, hélt ég, að leikið væri af segul- bandi i hátalarann og átti ekki von t. þvi\ að leiðsögumaður væri um boð. Ég minntist á þetta við Sheridan. — Já, þarna sérðu, svaraði hann. Fólk á alltaf von á hinu versta. Allt er orðið svo tæknilegt nú á dögum. Það er ein- mitt hræðsla min við segulbandið, sem gerir það að verkum, að ég geri mitt besta til þess að geðjast farþegunum um borðog breyta til i hverri ferð. Ég get veitt upplýs- ingar og svarað ýmsum spurn- ingum, sem segulbandið getur ekki. Fyrir vikið veröur ferðin raunverulegri og fróðlegri. Ég bý sjálfur i New York og get þvi' með réttu lýst borgarlifinu, kostum þess og göllum, eins og hinn al- menni borgari litur á það. Útlend- ingar vilja oft gleyma þvi, að hér býr lika venjulegt fólk, þrátt fyrir margan ófögnuð, sem hér þrifst. Phil Sheridan er fulltrúi hinna hamingjusömu borgara i New York. Hann hefur elskulegt við- mót, talar bliðlega við börnin og er fús til að leyfa öllum að taka myndir af sér. Mannfjöldinn á götum stór- borgarinnar er gifurlegur, og fáir veita öðrum vegfarendum eftir- tekt. Þó er alltaf einhver, sem sker sig úr hópnum. Við vorum að virða fyrir okkur útstillingar i skartgripaverslun i miðborginni, þar sem m.a. voru dýrindis demantsarmbönd, sem kostuðu mörg þúsund dollara, þegar afgreiðslumaðurinn bank- aði i gluggann og benti okkur að koma inn fyrir. Við hikuðum að- eins, en þá kom hann Ut og bað

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.