Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 12
■póstarinn ÞÆR RUDDU BRAUTINA t 25. tbl. Vikunnar, sem helgað var konum aö mestu, var rifjað upp, hvaða konur urðu fyrstar til að hasla sér vöil á ýmsum svið- um, sem áður höfðu verið sérsvið karlmanna. Þrátt fyrir góðan vilja og viðleitni til að hafa þá samantekt sem réttasta, hlaut svo aö fara, að einhverra yrði saknaö úr þessari upptalningu, eins og komið hefur nú á daginn. Kona hringdi og kvaðst sakna þess að sjá ekki nafn fyrsta kven- bæjarstjórans, sem var Hulda Jakobsdóttir, dóttir Guðrúnar Sesselju Armannsdóttur og Jak- obs Guðjóns Bjarnasonar. Hulda var bæjarstjóri i Kópavogi á ár- unum 1957—1962. Sigriður Jónsdóttir hafði sam- band við Vikuna og kvaðst vilja leiðrétta það, að Halldóra Bjarnadóttir hefði verið fyrsti barnaskólastjórinn úr röðum kvenna. Halldóra var skólastjóri barnaskólans á Akureyri 1908—1918, en árin 1901—1903 gegndi Valgerður Jónsdóttir frá Hvammi I Hvammssveit skóla- stjórastöðu við barnaskólann i Hafnarfirði, og mun þvf af flest- um talin fyrsta konan I slfku starfi. Hins vegar komst skóla- skylda ekki á með lögum fyrr en með fræöslulögunum árið 1907, og við þau þáttaskil I skólamálum landsins er miðað I samantekt Vikunnar, þess vegna töldum við Halldóru fyrstu konuna til að gegna slfku starfi. Sigriöur lét þess einnig getið, að Ingibjörg Ogmundsdóttir mundi hafa verið fyrsti kvensimstjór- inn á lslandi. Ingibjörg er dóttir Guðrúnar Sveinsdóttur og Ogmundar Sigurðssonar, og hún var simstjóri við sfmstöðina i Hafnarfirði árin 1916—1919, að maöur hennar tók við starfinu, en eftir lát hans árið 1935 varð hún aftur sfmstjóri og gegndi þvi starfi til ársloka 1961. Og þá er komið aö fyrsta kjós- andanum. t bókinni Bæjarstjórn Isafjaröarkaupstaöar 100 ára eft- ir Jóhann Gunnar Olafsson er svo sagt: „Fyrsta konan, sem neytti atkvæöaréttar sfns á tslandi, var Andrea Friðrika Guðmundsdóttir saumakona á tsafirði. Var það i bæjarstjórnarkosningunum 2.1. 1884”. Við þetta bætti svo Vikan þeim upplýsingum, að kona hefði kosiö á Akureyri tveimur árum áður, (átti raunar að standa tveimur áratugum áður) en þar sem um misskilning við þýðingu kosningalaganna úr dönsku hefði verið að ræða, hefði atkvæði hennar verib dæmt ólögmætt. GIsli Jónsson menntaskólakenn- ari á Akureyri hafði samband við Vikuna og bað okkur láta Vil- helminu Lever njóta sannmælis. Glsli telur Vilhelminu Lever tvf- mælalaust fyrsta kjósandann á tslandi úr röðum kvenna. Hún kaus f fyrstu bæjarstjórnarkosn- ingunum, sem fram fóru á Akur- eyri, en það var 31. mars árið 1863. Kosningarnar voru i heyr- anda hljóði, og það er bókað, hverja Vilhelmfna kaus. Hún kaus svo aftur á Akureyri árið 1866, en eftir það uppfyllti hún ekki fjárhagsleg skilyrði til kosn- ingaréttar, en hún stundaði ann- ars verslun og veitingasölu á Akureyri. Vilhelmina kaus sem sagt ekki aðeins einu sinni, heldur tvisvar sinnum, áður en nokkur önnur kona komst svo hátt I mannfélagsstiganum. Misskiln- ingur olli þvi, að Vikan sagði, að atkvæði Vilhelmfnu hefði veriö dæmt ólögmætt, það eru engar heimildir fyrir þvf, svo Vikunni sé kunnugt. Samantekt Vikunnar „Þær ruddu brautina” hefði mátt vera miklu ýtarlegri, en henni var aldrei ætlað að vera fullkomin, þótt vitanlega hefðum við kosið, að hvergi væri missagt I þessari upptalningu. En megintilgangin- um var náð, nefnilega að vekja athygli á þvi, hversu stutt er raunverulega siðan konur fóru að nokkru marki að láta að sér kveða I þjóðfélaginu, og er þó hvergi nærri nóg um það enn. Ástfangin af giftum manni Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áöur. Ég les alltaf Vikuna og likar hún mjög vel. Þess vegna vona ég að þú gefir mér gott ráö. Þannig er mál með vexti, að ég er hrifin af manni, sem er miklu eldri en ég. Hann er giftur. Ég hef oft verið með honum, en ég þori þvi varla, þvi að ég þekki konuna hans svo vel. Ég er alltaf hjá þeim^þegar ég skrepp noröur. Þegar ég var þar siðast>langaði mig að segja viö hann að ég vildi ekkert vera með honum, en ég gat það ekki. Alltaf þegar ég ætlaði að segja það.kyssti hann mig, og þá gleymdi ég þvi. Hann segist elska mig, og ég elska hann lika, en ég þoli þetta ekki. Ég er svo hrifin af honum, að ég get ekki sagt þetta við hann. Ég vona Póstur góður, aö þú getir gefiö mér gott ráð, þvi að ég er alveg i vandræðum, ég get varlp sofið. Svo langar mig að spyrja þig að einu. Hvernig eiga vogin (strák- ur) og fiskur (stelpa) saman? Hvað lestu úr skriftinni (sem er ekki falleg), og hvað heldur þú að ég sé gömul. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Sigga Kjartans. PS Ef þetta birtist ekki þá les ég aldrei aftur Vikuna. SK Það er ékki um nema eitt að gera fyrir þig, Sigga, þú verður að slita þig lausa úr félagsskap

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.