Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 13
mannsins. Þú hefur greinilega ekki gert þér grein fyrir hvaö at- hæfi þitt getur haft i för með sér. Segjum svo aö hann barni þig, hvaö gerir þú þá? Ég veit aö þú gerir þér grein fyrir þvi, aö þú ert fyrst og fremst aö gera konunni hans illt og ef þau eiga börn þá þeim. Þaö eru yfirgnæfandi lfkur fyrir þvi, aö þetta geti aldrei biessast, og þvi er best fyrir þig aö slita þig iausa áöur en eitthvaö illt hlýst af geröum þinum meira en oröiö er. Nú svo er hann miklu eldri en þú. Snúöu þér aö þinni eigin kynslóö. Vogarstrákum er einkar lagiö aö rugla fiskastelpur I rfminu, en þau eiga auövelt meö aö sýna hvort ööru samúö og bliðu. Nei^ skriftin er ekki falleg og þú hefur greinilega glutraö þvi niöur aö skrifa upphafsstafi þvi aö þeir voru vandfundnir i bréfinu. (Jr skriftinni les ég lftiö sjálfstraust, og þú lætur vel aö taumi. Þessu þarftu að breyta. Ætli þú sért ekki 17—18 ára. Verslunar- og menntaskóli Kæri Póstur! Mig langar til að leggja fyrir þig nokkrar spurningar. 1. Hvort þarf maöur að hafa landspróf eða gagnfræðapróf til að fá inngöngu i verslunarskóla? 2. Hvort þarf i menntaskóla? 3. Hvaða lágmarkseinkunnar er krafist í verslunarskóla? 4. En i menntaskóla? 5. Er deildaskipting i versl- unarskóla og þá hver? 6. 1 hvaða deildir skiptast menntaskólar? Og svo að lokum: Hvaða merki passa best viö sporðdreka (stelpu) og hvaö lestu úr skrift- inni. Vertu blessaður, vonandi lifirðu sem lengst. Ein á Ströndunum. Inntökuskilyröi i verslunar- skólann eru sem hér segir: Landspróf miöskóla, einkunn 6.0. Samræmt gagnfræöapróf aö iokn- um 4. bekk,einkunn 6,0. Próf úr 5. bekk framhaldsdeilda af viö- skiptakjörsviöi einkunn 6.0. Sé fjöldi umsækjenda fleiri en skól- inn fær rúmaö meö góöu móti mega umsækjendur eiga von á aö einkunnalágmark sé hækkaö. Verslunarskólinn skiptist i mála- og hagfræðideild aö þvi er Póst- urinn best veit. Inntökuskilyröi i mcnntaskóla eru þessi: Landspróf miöskóla einkunn 6.0. Samræmt gagn- fræöapróf einkunn 6.0. Próf úr sérskólum eftir ákveönu mati. Menntaskólar skiptast i ýmsar deildir og er skiptingin mismun- andi eftir skólum. Algengt er, aö þeir skiptist i stæröfræöi-, eölis- fræöi-, náttúrufræöi-, félagsfræöi- og tungumáladeildir. Viö sporðdrekastelpu passar hrútur einna best. (Jr skriftinni les ég óöryggi, og þó, þaö þarf ekki aö vera svo á- berandi — þú þarft bara aö gæta þfn aö rasa ekki aö neinu. Hugs- aöu áöur en þú framkvæmir, en þegar þú ert búin aö taka ákvörö- un, þá skaltu ekki hvika frá henni. Vélritunar- námskeið Kæri Póstur! Við viljum byrja á þvi að þakka fyrir ágætar framhaldssögur, sem birst hafa f Vikunni, svo sem Rýtinginn og Rósu. Bílaþátturinn er einnig góður, en hvernig stend- ur á þvi, að poppþættir birtast svo sjaldan i Vikunni? Getur þú frætt okkur um hvar vélritunarnámskeið eru haldin á sumrin? Hvað þýða nöfnin Unnar og Ingunn? Hvaða merki henta steingeit- inni og ljóninu best? Hvernig er stafsetningin og hvað lestu úr skriftinni? UR og IS Pósturinn þakkar hólið fyrir hönd Vikunnar. Hann hefur þær skýringar á fáum poppþáttum undanfarið, aö popparinn okkar, ES, er hættur. Erfitt hefur veriö aö fylla i skarðið og veröa þvi les- endur bara aö biöa og sjá hvaö setur. Poppþáttur hlýtur aö koma. Þvi miöur tókst Póstinum ekki aö afla sér upplýsinga um vélritunarnámskeiö aö sumarlagi þrátt fyrir mikiö erfiöi, en meö haustinu er Pósturinn illa svikinn ef ekki taka aö birtast auglýsing- ar um vélritunarnámskeið ein af annarri. Unnar er karlkynsmynd af nafninu Unnur, sem þýöir bára eöa alda. Ingunn merkir litil alda. Viö steingeit eiga best ljón eöa jómfrúr en viö ljón steinbukkúr eöa fiskur. Stafsetningin er góö og ég les dugnaö úr skriftinni. Pennavinir Júliana Karlsdóttir, Vallholti 22, Ólafsvik.vill skrifast á viö stráka og stelpur á aldrinum 15—17 ára. Hún er sjálf 15 ára. Una Jóna Siguröardóttir, Holta- brún 6, ólafsvlk, vill skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 14—17 ára. Er sjálf 14 ára. Fangi númer 12, Litla Hrauni, Eyrarbakka, óskar eftir bréfa- sambandi við mjög skilningsríkar stúlkur á aldrinum 16—30 ára. Ahugamál hans eru þessi: Popp- músík, teikningar, lestur .góöra bóka, kristindómur, bréfaskriftir, ferðalög og margt fleira. Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i nýjum húsakynnum að Grensásvegi 11 — simi 83500. Erum einnig á gamla staðnum Bankastræti 7 sími 11496. 36. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.