Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 28

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 28
Þaö var bleksvart myrkur og aöeins ljós i einum glugga, glugg- anum á herbergi Benedicts. Ég lokaöi augunum og þrýsti andlit- inu upp aö köldum gluggapóstin- um og leyfði tárunum aö renna óhindruöum niöur kinnar mfnar. — Benedict! Benedict! kjökraði ég upphátt. — Hvaö er að? Hvað hefur þú gert, sem kvelur þig svona? Og orö mannsins á skuggaleg- um stlgnum komu aftur I huga mér......,Ég skal þá koma með ásakanir á hendur honum, sem leiða hann beint i gálgann....” önnur rödd smaug nú inn i hug- skot mitt, drafandi hástéttarrödd Feyellu, sem þóttist vera vinkona mfn.... „Stundum held ég að Benedict geti gert hvað sem er, — já hvað sem er, til að fá Mallion i sinn hlut og að hann hafi gert það, til að komast Ur klónum á Saul....” Jólin liðu og þaö var aðeins tvennt, sem gat minnt á jól. Þorpskórinn söng jólasöngva viö brúarhliöið. Föl andlitin voru mjög óljós I flöktandi birtunni frá blysunum. Þessir söngvar minntu mig á barnæsku mina, þegar móöir min söng þetta með mér. Svo fékk ég pakka með morgunteinu á jóladagsmorgun, dásamlega fallegan hring, alsett- an demöngum frá eiginmanni minum. Ég stakk honum niöur i skúffu, þar sem ég geymdi allar gersemar minar. Um nýár lá isinn eins og breiða yfir öllu umhverfinu, jafnvel sjór- inn var oröinn að svelli fyrir neðan kastalavegginn og iskaldur stormurinn gnauðaði á gluggum og ufsum allra þakanna. Þaö var næstum orðinn daglegur viðburður að heyra dauðahring- ingar frá þorpskirkjunni. En þótt þessir berfættu vesalingar féllu fyrir kuldanum þennan kalda vetur, héldu þó sjúklingarnir á Mallion, tengdamóðir mln og Jackie litli, lifi, enda ekkert til sparað að hjúkra þeim sem best. Feyella kom oft. Svo var það eitt hræðilegt kvöld, að Feyella boröaði kvöldverð með okkur Benedict. Það skeði þannig: Fey- ella kom rétt eftir hádegið og hitti Benedict i húsagarðinum. Ég sá þau og sá að hún lagöi höndina á arm hans og horfði til hans biðj- andi augum. Hann var fyrst svo- litið hikandi, en svo brosti hann og kinkaði kolli. Hún kom hlaupandi inn til min nokkru siöar og sagðist hafa boðið sjálfri sér til kvöldverðar með okkur. Veslings stúlkan var i svo miklu uppnámi, að ég hafði ekki brjóst I mér til að skyggja á gleði hennar, þótt ég hlakkaði ekki til að sitja til borðs með henni og Bénedict. Feyella beið ekki eftir tei, heldur flýtti hún sér heim, til að undirbúa sig undir kvöldið. Hún kom klukkan sjö, i kvöldkjól úr appelsinugulu taftsilki og svo flegið hálsmál, að það lá við að ég sypi hveljur. Ég hafði aldrei séö neitt þvi likt. Máltiðin var mjög misheppn- uö. Benedict kom allt of seint og var all drukkinn þegar hann birt- istað lokum. Hann virti mig varla viölits og reyndi að litilsvirða Feyellu og spurði aö lokum, hvers vegna hún væri ennþá piparkerl- ing. Feyella gat ekki svarað, en svar veslings stúlkunnar var eins og skrifaö á andlitssvipinn og hún var mjög aumkunarleg; náföl, særð og svo i þessum kjól, sem sannarlega átti illa við að- stæður.... Ég vildi óska að ég hefði getað tekið orðin af vörum hennar og öskraö þau framan i rautt og þrútið andlit hans: „Hún hefur ekki gifst vegna þess að hún elsk- ar þig, harðbrjósta ruddinn þinn! Og þegar hún komst aö þvi, að ég er aðeins konan þin að nafni til, þá hefur hún gert sér vonir um að geta að minnsta kosti orðið ást- kona þin... en nú er engu iikara en að þú hrækir framan i hana!” En ég sat á mér aö sjálfsögöu. Benedict var greinilega hreykinn af sjálfum sér bg hellti i fullt glas af koniaki handa sér, bauð okkur góöa nótt og flýtti sér út um dyrn- ar á borðsalnum. Nokkru siðar fór Feyella, með bólginaugu af innibyrgðum tár- um. Svo var það einn frostkaldan morgun, þegar ég var að tlna saman nokkrar sigrænar greinar I skrautgarðinum, aö ég heyrði hást óp, eiginlega dýrslegt óp frá brúarhliöinu. Svo sá ég að Mayana kom þjót- andi út um dyrnar á norö-vestur turninum, meö svart háriö flaks- andi um axlir sér. Svo heyrði ég aftur þetta hræði- lega óp; það kom úr galopnum SEIMI\IHEISER hljóðnemar Ódýrir hljóðnemar fyrir segulbönd MD 611 LM er aláttahljóðnemi (omnidirectional) og nemur hljóðin jafnt úr öllum áttum, en MD 71 1 LM er stefnuvirkur hljóðnemi, þ.e. hann nemur best þau hljóð er kóraa bejnt að honum. Verð 2.800 og 4.300.— Báða þessa hljóðnema er hægt að tengja við flestar gerðir segulbandstækja án nokkurra breytinga. Gefið okkur upp tegund tækisins, og munum við þá í flestum tilfellum geta afgreitt hljóðnemana þannig að þeir passi við viðkomandi tæki. Einnig fyrirliggandi flestar gerðir af dvrari hljóðnemum frá Sennheiser svo og hin frábæru „opnu" heyrnartól HD—4,14 og HD—424. Verzlunin tmm hf. munni hennar. Þetta var eins og dauðavein frá dýri I nauð. Þegar ég hljóp yfir hlaðið til hennar, heyrði ég hurðaskelli og fleira fólk streymdi að. — Jackie, kallaði ég. — Er eitt- hvað að Jackie, — já? Fagra, daufdumba konan kinkaði ákaft kolli. — Flýttu þér eftir lækninum, kallaði ég til hestasveins. Maðurinn hlýddi boðum minum undir eins. Ég lagði arminn um axlir Mayönu og leiddi hana inn. — Við skulum reyna það sem viö getum, þangaö til læknirinn kem- ur, sagði ég og við hröðuðum okk- ur upp hringstigann. Jackie lá á rúmstokknum, að hálfufram á gólfið. Litli likaminn virtistalveg lifvana og alblóðug- ur. Mayana greip barnið i faðm sér og þrýsti þvi upp að sér, ruggaði drengnum I örmum sér og gaf frá sér þetta einkennilega hljoö, sem skar mig i hjartað. Hún stóð svo með drenginn i örmum sér, meðan ég skipti á rúminu og náði i hreina náttskyrtu, til að klæöa litla sjúklinginn i. Svo hjálpuð- umst við að viö að koma honum sem best fyrir. Svo kom þessi hræðilega bið eftir lækninum. Það var eins og einhver sterk bönd mynduðust milli min og daufdumbu konunn- ar á þessari stundu; bönd sem ekki á nokkurn hátt voru bundin þeirri hugsun, að þessi kona væri sennilega eða örugglega ástkona mannsins mins. Þann tima, sem viö biðum þarna við hlið litla' dauðvona sjúklingsins, vorum viö aðeins tvær konur, sem vöktum yfirveikum sprota ættarinnar.... Um hrið hélt ég að hann væri látinn. Hræðilegt hóstakast skók litla likamann og eftir andartak fannst mér hann vera að drukkna i sinu eigin blóöi, en einhvemveg- inn tókst okkur að kippa honum úr greip dauðans, með þvi aö hreyfa hann fram og aftur. Þaö var eins og hann heföi sem snöggvast fengiö nægilegt súrefni og hræðilegi bláminn I andliti hans var næstum þvi horfinn. Augu okkar Mayönu mættust. Það var ekki þörf á aö segja neitt þessa stundina. Við vissum báðar, að engill dauðans hafði ekki verið langt i burtu. Það hlýtur aö hafa veriö rétt á eftir, aö ég heyrði hófadyn og siöar hratt fótatak I stiganum og Robert Vyner kom inn i her- bergið. Hann leit rétt sem snöggvast á sjúklinginn og sagði: — Heitt vatn, komið með heitt vatn og nóg af þvi. Fljótt! 28 VIKAN 36. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.