Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 35
K.K. — sextettinn var ein af þeim grúppum, sem meikaöi þaö fyrir 15 — 20 árum Taliö frá vinstri: ARNf Scheving, ólafur Gaukur, Kristján Kristjánsson höfuöpaur, Guömundur Steingrímsson, Kristján Magnússon, Ragnar Bjarnason og Jón Sigurösson. Hljómsveitin Eik. Frá vinstri: Lárus Grimsson hljómborös- leikari, Siguröur Sigurösson söngvari, ólafur sigurösson trommari, Þorsteinn Magnússon gitarleikari og Haraldur Þorsteinsson bassaleikari. En hvaö fær svo hljómsveitin fyrir sinn snúð? Þaö eru jú þeir, sem eru búnir að svitna heilt kvöld viö hljóðfærin og halda uppi stemmningu fyrir nú utan 8-10 tima ferðalag til og frá staðnum. Og ekki má gleyma þvi, að allar alvöruhljómsveitir nota dagana i miðri viku til aö æfa. Og hvað fá þeir svo? Þeir fá i sinn hlut 84.100.00 kr. Sem gerir rúmlega 16.800.00 á mann i 5 manna grúppu. Rúmlega 21 þús. ef um 4ra manna grúppu er að ræða. Svo getur llka allt eins verið, að ballið beri sig hreint ekki, eða 'klikki, eins og þeir segja i brans- anum og hvað gera bændur þá? S.Valg. ÍVAR ORÐSPAKIJR. Nýtt orö hefur skotiö upp kollinum i bransan- um. Er þaö oröiö brennsi. Orö þetta er notaö f staö oröa eins og: Afengi, brennivin, mjööur og veigar. Þaö eru einkum popparar, sem nota þetta orö. Ef þá langar i sjúss, segja þeir gjarn- an: Þaö er best aö brennsa sig smávegis. Og ef þeir sjá áberandi ölvaöan mann, segja þeir? Skratti er hann brennsaöur þessi. Þá er þaö ekki fleira aö sinni, veriöi sæl. Bréfababbl Jæja þá er komiö aö ykkur. Eins og viötekin venja er i svona þáttum, þá hefur verið ákveöið aö bjóöa lesendum uppá bréfadálk. En ég vil segja ykkur þaö strax, aö þaö er undir ykkur sjálfum komiö, hvort þessi dálkur lifir eöa deyr. Ég nenni nefnilega ekki að semja einhverja þvælu til aö fylla upp meö, eða til að starta, eins og það er kallað. Þvi skuliö þið setja ykkur I stellingar, meö blaö og stöng og hripa eitthvað skemmti- legt, og hafiö spurningarnar endilcga sem fjölbreytilegast- ar. Utanáskriftin er BABBL, c/o Vikan, Siöumúla 12, Pósthólf 583, Reykjavlk. TRAUSTIR SEM EIK — gott band á hraðri uppleið Við skruppum i Klúbbinn, nú fyrir skömmu, til að teista, eins og það er kallað á fagmáli. Grúppan sem við teistuðum að þessu sinni kallar sig Eik. Þessi grúppa er búin að starfa hátt á annað ár og hefur veriö I stöðugri framför. Gunnar Jökull Hákonarson, gamalreyndur poppari og vel kunnugur brans- anum, var meðal annars framkvæmdastjóri hjá Eik og er það mál manna, að hann hafi unnið vel fyrir grúppuna. Alla- vega var nóg að gera hjá þeim og áhangendahópurinn stækkaði. Svo var það i hræringunum i vor, að Herbert, sem verið haföi söngvari i Eik, axlaði söngkerfið og gekk til liðs við Pelican, eftir að Pétur Kr. hafði verið rekinn. Hugðu nú margir, að úti væri um hljómsveitina Eik og á tima- bili var ekki betur vitað. En þeir voru ekki á þeim buxunum að hætta, heldur náðu sér i rólegheit- um I nýjan söngvara, og hann ekki af verri endanum, kom svo fram i dagsljósið meö allt á hreinu. Eftir miklar vangaveltur, ákváðu þeir i Eik, aö snúa sér frá Gunnari Jökli, sem einmitt i öll- um þessum hræringum hætti hjá umboðsfyrirtækinu Demant, og láta Demant annast öll sin mál. Eftir aö hafa hlustað á þá þessa kvöldstund i Klúbbnum, er hægt aö segja með sanni, aö þarna er á ferðinni mjög athyglisverö hljómsveit, sem á vafalaust eftir að veita toppunum i bransanum harða samkeppni þegar fram I sækir. Þeir bjóða uppá mjög skemmtilega frumsamda músik i prógramminu. Sá þeirra, er kom mér mest á óvart, var nýi söngvarinn, hann er i einu oröi sagt þrælgóður. Að visu skortir hann nokkuö á, að ná góöri sviðs- framkomu, en þaö kemur með timanum. Já, það var vel þess virði aö hlusta á Eik þessa kvöldstund, og babbl óskar þeim alls góðs i framtiöinni. 36. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.