Vikan

Tölublað

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 04.09.1975, Blaðsíða 39
1 aö eyöileggja mundu, að áhrifamesti timinn er á kvöldin, þegar hann er i þann vegin að sofna. Vektu hann til að segja honum, að þií verðir að fá meiri peninga til heimiiisins. Haltu veislu og bjóddu öllum vin- um þfnum, en engum vina hans, vegna þess að þeir eru ekki sam- kvæmishæfir. Ef hann býðst til þess að matreiða kvöldverðinn, segðu honum, að þií sért inni i stofu, ef hann lendi i vandræðum. Þegar hann skilur brennda steikarbita og harðar kartöflur eftir á diskinum, skaltu geta þess, að það sé skömm að þvf að fleygja góöum mat. pA§ v/ÆEl QOC\ kfoMl-D S'úOhiA fy® p ÖÚCOe, £F þö HÍFOIR glCtCl VéCl£> Þegar hann kemur óvænt heim mcð gjöf handa þér, skaltu spyrja hann, hvort þetta séu mútur — eða hvort hann hafi slæma sam- visku. Sýndu af þér feginleik, þegar hann hefur unniö yfirvinnu alla vikuna og er of þreyttur til ástar- leiks á laugardagskvöldi. Spurðu hann, hvort faðir hans hafi lika þjáðst af kyndeyfð. Káðlegðu honum að leita læknis, áður en hann verði alveg náttúru- laus. Haltu saumaklúbbsfund, þegar uppáhaldsþátturinn hans er i sjónvarpinu. Gerðu grin að þeirri áráttu hans að horfa alltaf á iþróttir i sjón- varpinu og láttu það fylgja ineð, að ólikt hollara sé að stunda I- þróttir sjálfur. Gerðu að gamni þinu, þegar hann fær kvef. og segðu, að það viti ailir, að karlmenn haldi, að þeir séu að deyja, þegar þeir hnerra. Minntu hann i íeiðinni á allar þjáningar kvenna einu sinni i mánuði. Scgðu honurn, að þú færir ekki heirn til móður þinnar, þótt þú færir frá honum, þvi að þú hafir þegar fundið miklu skemmtilegri stað. Segðu honum, að móðir þín hafi áhyggjur af þvf, hve illa þú lítir út, enda sé hún ekki hissa á þvi, miöaö við það, að þú verðir að Pm sz em, Tii. AJélMS At> \)£MA Afó SMWsCA'A. £F YF/FM/A-Due Þ)nm ee af vinna úti til þess að drýgja tekjur hans. Ef bestu vinir þinir spyrja þig á afmæiinu þinu, hvort þú myndir velja hann aftur. skaltu svara: ,,Já, áreiöanlega. Það er skárra en hafa bara kött.” Þið haldið, að þetta sé bara grln, en gætið að þvi, að bak við grinið cr rammasta alvara. Spyrjiö sjálfar ykkur, hvort þið hafið ekki gert eitthvað af þessu og það oftar en einu sinni. Ef svörin verða ját- andi, skuluð þið gæta að ykkur. Iljónabandið gæti fariö illa. SUMAR GETRAUNIN Dregið hefur verið í sumargetrauninni og eft- irfarandi hlutu vinhing- ana: Halldór ö. Þórðarson, Holti, Barðaströnd, V-Barðastrandasýslu hlaut aðalvinninginn: Ferð fyrir tvo til Mallorka með ferðaskrifstofunni Úrvali, sem sagt úrvalsvinningur. önnur verðlaun hlaut Sigurður Bjarnason, Birkihvammi 20, Kópavogi, en það er flugferð fyrir tvo með Flugfélagi Islands og þar sem það er kópa- vogsbúi, sem hlaut vinninginn, þá getur hann farið t.d. til Akureyrar, þá er honum bobið þar upp á gistingu. Þriðju verðlaun er kvöldverður fyrir tvo I Grillingu á hótel Sögu og þar er kóngafæða á boðstólum. Þann vinning hlaut Asa Kristjánsdóttir, Yrsufelli 3, Reykjavik. 36. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.