Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 6

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 6
Kynnist snilli Keystone vasatölvunnar. 20 vinnslur 8 stórar tölur Seld ! gjafakassa með hleðslutaeki og vandaðri tösku 8 vinnslur 8 stórar tölur Seld ( gjafakassa með hleðslutæki og vandaðri tösku Keystone 2030 9 vinnslur 8 stórar tölur og vandaðri tösku Keystone 2040 7 vinnslur 8 stórar tölur Seld í gjafakassa með straumbreyti Seld f gjafakassa með hleðslutaeki n i Keystone 2050 GÍSLI J JOHNSEN HF Vesturgata 45 Reykjavik Simi 27477 NÁM OG UPPELDI. Markmið menntunar á að bein- ast að því að hjálpa hverjum ein- staklingi til þroska og efla til hins ýtrasta það sem í honum býr. Til þess að það sé hægt verður að líta á hvern einstakling eins og hann er af guði gerður og hjálpa honum eftir hans getu til þess að vaxa, taka ábyrgð og verða að sjálfstæðri persónu. Ef við viljum fylgja þessum atriðum í uppeldi þá er það ljóst að markmiðið er ekki fyrst og fremst bókalærdóm- ur. Uppeldið ætti öllu fremur að vera þjálfun í að lifa Iífinu þann- ig, að það veitti hamingju miðað við aðstæður í hverju tilviki og þá fyrst og fremst miðað við það að við lifum í samfélagi. Petta mætti ef til vill orða á einfaldari hátt með því að segja að menntun sé ekki bara lestur, skrift og reikningur heldur fyrst og fremst alhliða undirbúningur undir lífið. Pá vaknar sú spurn- ing hvernig við eigum að haga okkar skólagöngu og almenna uppeldi. Við verðum að gera okkur grein fyrir, að lífsskilyrði eru mjög breytileg og við sjáum skammt fram í tímann í þeim efn- um. Petta er einn megih þáttur- inn sem taka verður tillit til. Hvernig getum við snúist við þess- um vanda? Svar við því er að nokkru leyti fólgið í því sem áð- ur sagði um að þroska hvern ein- stakling og gera hartn persónulega sjálfstæðan, þannig að hann eigi auðveldara með að leggja eigið mat á hlutina og velja og hafna. Einnig ber að þroska hann eins og fært er til sjálfsnáms þannig að ævimenntun verði honum eðli- leg fyrir mikið sjálfsnám og vafa- laust átti það mikinn þátt í hve alþýðumenntun var hér á háu stigi. Nýir kennsluhættir sem ég mun víkja nánar að síðar byggja að verulegu leyti á þessu. Einn megin þátturinn í þessari kennslu er að þjálfa nemendann í að hugsi, æfa hann í að taka ákvarðanir um vinnu sína og bera ábyrgð á störf um sínum. Petta verður hann að gera sem einstaklingur og vera óbundinn af fyrir fram ákveðinni skipun sem allir eigi að fylgja og framkvæma á sama hátt. Hann þarf að losna undan þeirri sífelldu yfirsetu sem tekur sjálfsábvrgðina frá honum. Frumkvæðið verður að vera nemandans sjálfs og hann á að fá að leggja eigin sköpun í verkið. Með öðrum orðum sagt: Pað verður að forðast að mata nem- andann. En mér liggur við .að segja að miskunnarlaus mötun hafi tröllriðið íslenskum skólum upp úr og niður úr, þó þar séu að sjálfsögðu ekki allir undir eina sök seldir. Pannig hefur verið komið í veg fyrir, að nemendur fengju að hafa nokkurt frum- kvæði í athöfnum sínum. (Svo undrast menn yfir því, að fólk sem hefur fengið slíkt uppeldi að vera sífelldir þiggjendur skuli vera í vandræðum með að verja \ sínum frístundum og að það skuli skorta starfsgleði og leita í st- auknum mæli. á náðir skemmti- iðnaðarins.) Hér á skólinn og kennslufyrirkomulagið vissulega mikla sök á. Skólinn hefur ekki fylgst með þjóðlífsbreytingunum og því ekki menntað þegnana né alið þá upp til samræmis við það. En er þá hægt að skella allri skuld á skólann og afgreiða þannig mál- ið? Nei vissulega ekki. Heimilin verða að koma þarna inn í mynd- ina svo og allir fullorðnir því allir eru þeir áhrífaaðilar í uppeldi. Nú hafa heimilin gerbreyst svo og heimilislífið. Mörgu af því sem heimilin áður sinntu og hrein- lega náttúran sjálf verður ekki sinnt af öðrum en skólunum. Skól- inn verður að fá tíma til að vinna

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.