Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 7

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 7
þetta verk, en þó kannski fyrst og fremst að endurskipuleggja sínar starfsaðferðir. Pað verður hreinlega að endurskoða viðhorf til náms eins og getið var um hér að framan. Nám hefur verið skil greint á afskaplega þröngan hátt í flestum skólum og af skólayfir- völdum. Bóknám, og á ég þá fyrst > og fremst við ítroðslu og sam- þjöppun þekkingaratriða, hefur verið megin markmið, en sjálf þjálfunin í að nema hefur farið fyrir ofan garð og neðan. Ég vil enn taka fram að til eru undan- tekningar frá þessu bæði hvað snertir einstaka skóla og einstaka kennara en heildarframkvæmdin hefur verið eins og hér hefur ver- ið lýst. Pað er fróðlegt í þessu sambandi að hverfa svolítið aftur í tímann og skoða gamla farskóla- kerfið, sem ég álít ef grannt er skoðað, að hafi verið skólaform sem mjög vel hentaði sínum tíma og ef til vill skilað betri árangri en það sem við höfum síðar revnt. Pað verður þó að hafa í huga að þjóðfélagið var þá allt annað. í því skólaformi var lögð meiri áhersla á einstaklingskennslu en síðar varð. Megin áhersla hefur þar vafalaust verið lögð á þekk- ingarmiðlun auk tæknilegra atriða eins og lestur, skrift og reikning, en jafn framt vísað veginn til sjálfsnáms. Þar hefur vissulega líka farið Itam mikið uppeldi því allri kennslu fylgir mikið uppeldi. Petta tel ég hafi verið mjög eðli- legt í upphafi skólagöngu fyrir almenning. Menn þyrsti í aukna þekkingu og hana var að fá í bók- um og með hjálp kennarans, sem var eins konar fjölmiðill síns tíma. Auk þess úreltist þekking ekki nándar nærri eins ört og nú ger- ist. Vinnuuppeldið fór fram á heimilunum. Þegar þéttbvli tók að aukast á íslandi kom upp bekkjarskólinn í þeim tilgangi að veita fleirum þekkingu ag fræðslu samtímis. Heimilisuppeldi þjóðar- innar hafði þá litlum breytingum tekið. Bekkjarformið varð þó, eft- ir því sem bekkjareiningar stækk- uðu, meir og meir á kostnað ein- staklinganna. Áður en ég fer að ræða um bekkjarskólann langar mig til að víkja lítið eitt að alþýðuskólunum einkum eins og ,þeir voru í upp- hafi, þeim sem tóku við forskóla- nemendum. Þess verður að geta strax, að nemendur voru þar orðn- ir all vel þroskaðir er þeir hófu þar nám en Jíka all mörg ár liðin frá því þeir voru í skóla. Petta fólk var á mismunandi aldri en það virtist ekki há nein- um. Parna var ekki nein höfuð áhersla lögð á próf en meira hugs- að um að sinna hverjum einstök- um og gefa' þeim þá menntun sem gæti orðið undirstaða fyrir svo til hvaða störf sem þeir vildu eða framhaldsnám. En það er athyglisvert hve þessu fólki hefur notast sín menntun vel. Pað held ég liggi ekki fyrst og fremst í því hvað þetta fólk lærði heldur hvernig, hvernig því var kennt, sérstaklega þjálfun í að leysa verkefni á eigin spýtur. Ég vil þá fara nokkrum orðum um bekkiarskólann og hvernig hann hefur að mínum dómi ein- angrast frá þjóðlífinu. Bekkjar- skólaformið hefur leitt til þess, AEG BRÆÐURNÍR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Domina -Bella-Regina eru hver annari betri. Kynnist kostum þeirra. ÞVOTTAVÉLAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.