Vikan

Tölublað

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 13

Vikan - 25.09.1975, Blaðsíða 13
og bóknám lagt myndirnar aö fjölbrauta- skólanum? — Nærtækasta fyrirmyndin er breytingin á sænska framhalds- skólakerfinu, sem gerð var með lögum árið 1969, en þau lög komu til framkvæmda i Sviþjóð 1. júli 1971. Með þessum lögum sam- einuðu sviar þrjár skólagerðir á framhaldsskólastigi i einn skóla með mörgum námsbrautum og urðu þannig fyrstir norðurlanda- þjóöa til þess að taka upp þetta kerfi, sem er bandariskt að uppruna, og á sér langa sögu og hefð vestan hafs. Bretar hafa einnig unniö að þvi að koma upp svipuðum skólagerðum hjá sér allt siðan á styrjaldarárunum, en vegna þess hve breska skóla kerfið er ólikt okkar i upp byggingu höfum við miðaö meira við hina sænsku gerö fjölbrauta skólanna við undirbúning fjöl- brautaskólans hér. — Hvenær var farið aö huga að skólabyggingu og öörum verk- legum framkvæmdum vegna skólans? — Stuttu eftir að lögin voru sett árið 1973, var skólanum valinn staður i Breiöholti III og ákveðið, að hann skyldi veröa hverfisskóli fyrir breiðholtsbyggðirnar. Guðmundur Þór Pálsson arkitekt var ráðinn til þess aö teikna skólann, og nú er risinn nokkur hluti skólabyggingarinnar, .sem verður notaður I vetur, en að sjálfsögðu er framkvæmdum hvergi nærri lokið, enda er miðað við, að fullbúinn rúmi skólinn fjórtán hundruö til ‘tvö þúsund nemendur, en I honum verða ekki nema nokkuö á þriðja hundrað nemendur i vetur. — Er ekki sú hætta fyrir hendi i fjölbrautaskóla, aö nemendur veröi ráövilltir og geri sér enga grein fyrir þvf, hvaöa brautir þeim hentar aö velja? — Sú hætta er vissulega fyrir hendi og væri alvarleg, ef ekki yrði starfandi ýmiss konar aðstoðarfólk við skólann til þess að hjálpa nemendum við að ráða fram úr vandamálum þeirra. Sérstakur námsráðgjafi mun starfa við skólann, og hann mun ræða við hvern einstakanemanda um áhugamál hans, reyna að gera sér grein fyrir þvi, hvar nemandinn er á vegi staddur, hvað fyrri menntun snertir, og aðstoöa hann siðan við að velja sér þá braut, sem hentar honum og hann hefur jafnframt áhuga á. Einnig verður sálfræðingur starf- andi við skólann, og hans hlut- verk verður að vera nemendum innan handar, þegar þeir standa frammi fyrir einhverjum erfið- leikum, bæði varðandi námið og annað. — Er ekki hætta á þvi i fjöl- brautaskóla. aö nemendur á ein- stökum námsbrautum einangrist og blandi ekki geöiö viö nem- endur á öörum námsbrautum? — Til þess að vinna á móti þvi er einkum tvennt gert. Annars vegar verða námsbrautirnar tengdar með ákveðnum náms- kjarna, sem verður sameigin- legur með öllum nemendum skólans, Áætlað er, að hann verði mestur á fyrsta ári og siðan smá- dragi úr honum, uns hann hverfur nær alveg á fjórða ári, enda veröa nemendur á fjórða ári nær einungis við undirbúning fyrir háskólamenntun: og hins vegar verður það meðal annars hlut- verk félagsráðgjafa skólans að sjá til þess, að innan stofnunar- innar verði félagslif og annað það, sem hamlar þvi, að nemendur f jölbrautaskólans brotni niður i marga litla hópa, sem ekki umgangast nemendur utan sins hóps. — Þú minntist á, aö nemendur •' á fjóröa ári yröu nær einvörðungu aö búa sig undir háskólanám. Hve langt veröur þá iönnám I fjöl- brautaskólanuin? — Við gerum okkur vonir um, að iðnnemar verði undir það búnir að ganga undir sveinspróf að loknu þriggja ára — ekki' þriggja vetra — námi. Auk niu mánaða skólavistar á ári er gert ráð fyrir þvi, að þeir verði við störf úti i atvinnulifinu i tvo mánuði á ári hverju. Rétt er, aö það komi fram varðandi iðn- fræðsluna og aörar verknáms- brautir, aö ráð er fyrir þvi gert, að aðilar utan skólans prófi nem- endurna og veiti þeim réttindi að loknu námi viö skólann — og fylgist jafnframt með og sjái að töluverðu leyti um námsefnisval og námsskrárgerð Hvað iðn- fræðslunni viðkemur verður þetta hlutverk iðnfræðsluráðs og svo dæmi sé tekið af heilsugæslu- fræðslu má telja eðlilegt, að þetta yrði í v.erkahring heilbrigðisráöu- neytisins. En ég vil leggja á þaö áherslu, að i fjölbrautaskólanum verður alvörumenntun, en ekki aðfararnám til undirbúnings öðr- um skólum, nema að sjálfsögðu á menntaskólasviði, sem er fyrst og fremst undirbúningur háskólanams. — Sá er sagður einn helsti kostur fjölbrautaskóla, aö nám við hann lendi aldrei i blindgötu, hcldur geti nemendur stööugt haldiöáfram og valið nýjar leiðir, ef þcim hentar. Hvernig veröur þetta i framkvæmd? — Svo við höldum okkur við iðnfræðsluna, getum við tekið dæmi af manni, sem velur sér iðnfræðslubraut og hyggst verða húsasmiöur. Aö þriggja ára námi loknu tekur hann sveinspróf og getur þá farið til starfa úti i atvinnulifinu, kjósi hann það, en hann getur einnig stundaö nám i eitt ár enn við fjölbrautaskólann, bætt þá við sig verulegu efni i bóknámsgreinum og, lokið stúdentsprófi, eöa hæfnisprófi, sem veitir honum rétt til háskóla- náms. Hið sama á við á öllum öðrum brautum skólans Hætti þessi maður á hinn bóginn við að gerast húsasmiður til dæmis að loknu tveggja vetra námi, vegna þess að það hentar honum ekki á einhvern hátt, getur hann valið sér aðra grein, en nýtur þó góös af fyrra námi sinu — alls kjarnans, sem er hinn sami á öllum brautum, svo og alls annars námsefnis, sem skarast i báðum greinum —húsasmiöinni og hinni nývöldu grein. — Er ekki óhjákvæmilegt, aö skóli meö þessu sniöi veröi mikiö bákn? — Eins og ég sagði áður, er ráðgert, að skólinn taki fjórtán hundruð til tvö þúsund nemendur fullskipaður, og miðað við islenskar aðstæður má kannski segja, að það sé bákn. En á hitt ber einnig að lita, að til þess að fjölbrautaskóli geti boðið upp á æskilega fjölbreytni mega nemendur hans helst ekki vera mikið innan við þúsund. Og ég held, að með góðri skipulagningu þurfi stærð skólans ekki að standa honum fyrir þrifum, að minnsta kosti vona ég, aö svo verði ekki. Tról. Ikólcifilvélcir BROTHER skólaritvélar hafa farið sigurför um landið og eru nr. 1 á óskalista allra nemenda i landinu og allra þeirra, sem þurfa að nota ferðaritvélar. GERÐ 900 GERÐ 1510 3 linubíl. auóveld spássiustilling. ’/a faersla. 3 litabandsstillmgar, spássiuútlausn. og lyklaútlausn, ásláttarstillir. GERÐ 1350 Vélin, sem hagar sér eins og rafmagnsritvél með hinni nýju sjálfvirku vagnfærslu áfram. 8 stillingar á dálka Hefir auk þess alla kosti geróar 900 Er i fallegri tbsku úr gerfiefni, Hefir alla kosti gerðar 1350 og auk þess valskúplingu og lausan dálkastilli þannig aö dálka má stilla inn eóa taka út hvar sem er á blaóinu. Mjög sterkbyggð vél i fallegri leðurlikistösku. GERÐ 1522 Sama vél og gerð 1510, en hefir 30 cm. vals i stað 24 cm. Mjög hentug varavél fyrir skrifstofur. BROTHER skólaritvélar eru úr stáli, eru fallegar og traustar, ert kosta samt minna en allar sambærilegar vélar éhy-gö 2 ár. BORGARFELL Skólavörðustig 23, sími 11372

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.