Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 5
\ En innan um má sjá húfur með plastskyggni, gúmmisandala, og sums staðar i þorpinu getur að lita sjónvarpsloftnet og minja- gripaverslanir. Ef satt skal segja, kemur einnig ein og ein dráttar- vél i ljós við hliðina á uxunum, þegar sumir stærstu bátanna eru settir til hlunns. Nazaré er að búa sig undir að taka við ferðamönnum, sem leita sólar á sandströndum, og þar er hvort tveggja i rikum mæli. Bernardo José Pereira er þegar farinn að benda fólki á besta hótel bæjarins. — Þvi að hér er það, segir Svörtu topphúfurnar. t þeim geyma sjóinennirnir vmsa smá- muni — hnif. tóbak og eldspýtur. Bernardo og bendir á nýskúraða framhlið hótelsins með svölum, sem snúa til strandar og sólar. Hann dreifir korti með loforðum um þjónustu á öllum mögulegum tungumálum. Svona er það. Hér eru líka menn, sem hafa þurra skó á fót- unum allan daginn. — Nú þarf enginn sjómannssonur endilega að feta i fótspor föður sins, segir Bernardo. — Langi hann til þess þá er allt i lagi. Nú eru kringum 3000 fiskimepn I Nazaré. Það eru niutfu prósent af öllum vinnufær- um karlmönnum I þorpinu, en nokkrir karlmenn starfa á togur unum, sem gerðir eru út frá San Martino, og þeir hafa hærri laun en fiskimennirnir i Nazaré. Og að sjáifsögðu vilja allir foreldrar, að börn þeirra afli sér einhverrar menntunar. Feðurnir segja: „Ég á ofurlitla peninga handa þér son- ur sæll. Þú skalt fara i skóla. Þú skalt ekki þurfa að þræla eins og ég hef gert.” Kröfurnar til lifsins fara einnig vaxandi. Abatanum af veiðinni er skipt eftir ákveðnu kerfi á bátunum. A sardinubáti, sem skipaður er fimmtán mönnum, er hagnaðin- um skipt hálfsmánaðarlega. Eig- andi bátsins fær helminginn. Af- ganginum er skipt milli skipverja. Skipstjórinn og aðrir Korninn heill til lands. yfirmenn fá bróðurpartinn, en hásetar og hjálpardrengir það, s’em þá verður eftir. Oft er það ekki ýkja mikið. Konurnar taka mikinn þátt i lifsbaráttunni. Við sardinu- veiðarnar koma bátarnir að með veiðina eldsnemma á morgnana, og þá má oft vinna sér inn peninga með þvi að flytja aflann á fiskmarkaðinn. Til þess að verða fyrstar i röðinni sváfu konurnar iðulega á ströndinni á nóttinni, en það tiðkast ekki lengur. Nazaré er einnig gamli kennarinn, sem situr uppi á nótt- inni og þýðir þjóðsögu um verndardýrling bæjarins úr portúgölsku á frönsku. Hann hef- ur einnig tekið saman sögu bæjarins og skrifað hana á ritvél meðan konan hans svaf. Nazaré er einnig freistandi máltiðir með hvitvini, sem hvit- klæddur þjónn ber fram, ef hann er þá ekki að spila fótbolta á göt- unni fyrir utan, eða að fljúgast á við krakkana i sandinum. En fyrst og síðast er Nazaré ströndin og fólkið á'Ströndinni...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.