Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 20
Nú rann upp ljós fyrir Cesare. Hann vissi hvernig hann ætri að koma orðsend- ingu til Matteos. Brosið breikkaði á vörum hans. „Pað veldur þeim engum áhyggj- um,“ helt hann áfram á frönsku. „Sjáðu til, ég hef þegar sagt þeim að þú sért á förum til Italíu í kvöld og hún verði í herberginu þínu þar til þú kemur aftur!“ Ilena starði á hann. „Ég geri það ekki!“ sagði hún reiðilega, enn á frönsku. „Ég vík ekki til hliðar meðan þú veltir þér í heyinu með þess- . ari chienne!“ Hún henti glas inu í hann og fór aftur inn í svefnherbergið. Hún skellti á eftir sér hurðinni. Glasið small á skápnum og fór í þúsund mola. Cesare leit miður á þá og síðan á Luke. „Ilena er frekar uppstökk,“ sagði hann á ensku. „Það sem skiptir máli er hvort hún fer eða ekki,“ sagði Luke á fullkominni frönsku. Hann starði á hana eitt augnablik og fór síðan að hlæja. „Þú skildir allt sam- an?“ Nú var hún brosandi. „Sér- hvert orð.“ Hún kinkaði kolli. „En það svarar ekki spurningunni.“ Brosið hvarf af vörum hennar. „Fer hún?“ „Auðvitað gerir hún það,“ sagði Cesare fullvissandi, enn brosandi. „Ilena og ég erum gamlir vinir. Hún gerir allt fvrir mig.“ Tonio lagði niður símann og gekk aftur inn í borðstof- una. Þau litu upp á hann. „Þetta var flugfélagið, yðar ágæti,“ sagði hann við Cesare. „Þeir voru að staðfesta pönt- un barónessunnar með flug- inu í kvö!ci!“ „Þakka þér, Tonio,“ sagði Cesare. Ilena beið þar til Tonio var farinn, en sneri sér þá að Cesare. „Ég geri það ekki!“ sagði hún reiðilega. „Mér er alveg sama hvað þú segir. Ég geri það ekkí!“ Cesare, starði á hana. Ut- undan sér sá hann að Luke leit á hann eins og hún vissi hvernig fara mundi. Hann var að verða reiður. „Þú ger- ir eins og ég segi þér, Uena!“ sagði hann hörkulega. „Eða viltu að innflytjendaeftirlitið fái vitneskju um að þú vinnur alls ekki fvrir mig í raun og veru?“ Uena leit á Luke. Luke starði niður á diskinn. „Hvers vegna sendir þú hana ekki?“ spurði Ilena andúðar- full. „Þú veist að ég get það ekki,“ hreytti Cesare út úr sér. „Það tækju allir eftir henni. Ljúktu nú við að borða - og margt annað sem er þess virði að líta á Vörur fyrir alla - Verð fyrir alla Mikið og vandað vöruúrval Handskorinn kristall Mótaður kristall Litaður kristall Glervörur í miklu úrvali Onix vörur mjög fallegar Styttur í fjölbreyttu úrvali Keramik frá Glit TEIíEn ERISTAll W ▼ Laugavegi 15, sími 14320. fp 20 VIKAN 43. TBl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.