Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 22
henni aldrei aftur. Það var henni liðinn tími, skilinn eft- ir í svefnherbergi móður hennar þegar hún var sjálf nítján ára. í fyrsta sinn um langt skeið varð henni hugsað til foreldra sinna. Aumingja pabbi var henni horfinn. Og ljúfa móðir hennar var á sinn sérstaka hátt einnig horfin henni. F.inkennilegt að það skyldi taka hana svo langan tíma að skilja þau. Það var fyrst núna, þegar hún hafði engan til að halla sér að, engan til að elska, að hún ' fann til skyldleika við þau. Og heiminum horfin, eins og þau. Hún fann augun fyllast tárum. Og nú grét hún þau. 23. kapítuli. Baker hallaði sér yfir skrif- borðið sitt og leit á kaptein Strang. „Dan, ég held að við séum að fá okkar fyrsta tæki- færi. Cardinali vill hitta frænda sinn. Ef þeir hittast og frændinn er sá, sem ég held hann sé, þá höfum við hann í greipum okkar!“ Lögreglumaðurinn brosti. „Það er tími til kominn. En hvað ef þeir ná Cardinali fyrst og drepa hann?“ Baker kinkaði hugsandi kolli. „Við getum ekki leyft því að gerast. Það er of mik- ið í húfi.“ „Þú getur ekki staðið fyr- ir aftan hann í hvert sinn sem þeir byrja að skjóta,“ sagði Strang fljótmæltur. „Ég veit,“ sagði Baker. „En ég hef svolítið í huga.“ „Hvað er það?“ spurði Strang. Baker leit upp á hann og sagði lágt og í trúnaði. „Þetta verður að vera okkar á milli. Stjóranum mun ekki líka það. Það er ekki samkvæmt reglugerðinni." Strang brosti aftur. „Ég er þegar farinn að kunna vel við þetta,“ sagði hann. „Og ég hef ekki einu sinni heyrt það.“ „Við hræðum hann í fel- ur,“ sagði Baker. „Við hefj- um herferð. Símhringingar á hverjum klukkutíma. Hótan- ir. Við látum skuggalegustu náungana fylgja honum eftir og látum hann verða varan við þá. Hann hlýtur að halda þá vera glæpamenn. Hann brotnar ábyggilega, þó ekki væri nema þar til hann nær tali af frænda sínum.“ Strang leit hugsandi á hann. „Þetta gæti borið ár- angur.“ „Það verður að bera ár- angur!“ sagði Baker. „Strax og við vitum hvar hann er, þá getum við .umkringt hann. Þá kemst ekki nokkur sála hvorki inn né út án okkar vitneskju.“ " Strang starði á hann. „Þetta kostar okkur vinnuna ef okk- ur mistekst.“ Baker kinkaði kolli. „Ég veit.“ „Þú hefur horn í síðu þessa náunga,“ sagði Strang. „Svo sannarlega,“ játaði Baker. Tilfinningarnar streymdu um hann af svo miklum hita, að hann stóð upp úr stólnum og gekk yfir að glugganum. Þegar hann mælti á ný var rödd hans titrandi. „Ég get skilið flesta af þessum náungum. Ég hef séð umhverfið, sem þeir al- ast upp í, örbirgðina, sem þeir hefji lífið við. Ég veit hvers vegna þeir leiddust út á glæpabrautina og hvernig. En þennan get ég ómögu- lega skilið.“ „Hann hafði allt í hönd- um sér. Svo framarlega sem við komumst næst langar hann ekki í neitt; Kannski gerir hann þetta bara ánægj- unnar vegna, kannski finnst honum gaman að drepa. Ég veit það ekki.“ „Það eina, sem ég veit, er það, að ef við getum ekki stöðvað hann, þá mun margt fólk láta lífið. Og þá á ég ekki við glæpamenn, heldur saklaust fólk eins og stúlk- una í Flórída. Það veir eng- inn hvar brjálæðingur dreg- ur mörkin!“ Strang dró hægt að sér andann. Hann tók út úr sér pípuna og barði henni við öskubakkann. Hann stakk tómri pípunni upp í sig aft- ur og leit á Baker. Brosið í augnaráðinu huldi ekki al- varleikann t málrómnum. „Ég hef verið í þrjátíu ár í lög- reglunni,“ sagði hann, „og ég hef aldrei sóst eftir fastri vinnu!“ o—o Síminn tók að hringja. Ce- sare gekk að borðinu og tók upp tólið. „Það er Cardi- nali, sem talar,“ sagði hann. Röddin var hrjúf og hörku- leg, og hann hafði aldrei heyrt hana áður. „Cardinali?“ sagði röddin íbyggin. „Rýt- ingurinn hefur þjónað hlut- verki sínu. Við náum þér fyrr en seinna. Hvers vegna velurðu ekki . auðveldustu leiðina?” Sambandið rofnaði. Ce- sare ýtti óþoli'nmóður á hnappinn. „Halló. Hver er þetta? Hver er þetta?“ Ekkert svar. Hann lagði tólið niður og gekk aftur að bekknum þar sem Luke sat. Hún leit forvitnislega á hann. „Hvað var þetta?“ spurði hún. „Viðvörun,“ svaraði rann. „Sennilega einhver ómerki- Iegur bófi.“ Luke kinkaði hugsandi kolli. „Þannig byrja þeir. Ég hef séð þetta áður. Þeir .ætla að reyna að slíta þér út.“ Cesare var reiður. „Ef þeir halda að þeir geti hrætt mig með símhringingum, þá kom- ast þeir að því, að ég er ólík- ur svínunum, sem þeir eru vanir að eiga við!“ Hann gekk reiðilega að dyrunum. „Hvert ertu að fara?“ spurði Luke. Hann sneri sér við og horfði á hana. „Niður að kveðja Ilenu. Viltu koma með?“ Hún hristi höfuðið. „Nei þakka þér fyrir,“ sagði hún. ,,Ég get afborið að verða af kveðjum vinkonu þinnar.“ 22 VIKAN 43. TBL. 30166 ca. 23X74 cm. Sendum litmyndalista í pósti ef óskað er. SkrifiS eSa hringiS. - Svo eruS þiS auSvitað velkomnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.