Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 26

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 26
ég held gagnrýnin sé best komin án þeirra. - Oft sér maður á prenti, að fólk er að hnýta í gagnrýnendur og segir sem svo: Ég hef minn smekk, og ég læt engan segja mér, hvað ég á að lesa og hvað ekki. Þarna er á ferðinni ákaf- lega mikill og mjög algengur misskilningur. Fólk heldur nefnilega, að það hafi verið svo frjálst, þegar það var að móta þennan smekk sinn og áttar sig ekki á, að í raun og veru voru það ótal þsettir, sem bjuggu hann til fyrir það - heimilin, sem það ólst upp á, ísl^nsku- kennarinn þess, bókakosturinn, sem það náði til og svo framveg- is. Gagnrýnendur hafa líka haft sitt að segja, einhver ákveðin félagsleg eða pólitísk tilviljun, sem réði því, að fólk las þetta blað eða tímarit' en ekki hitt. Ef menn gera sér grein fyrir því, að smekkur þeirra er ekki eitt- hvað, sem þeir hafa tekið sig til og skapað sjálfir af eigin ramm- leik, eiga þeir auðveldara með að gera sér grein fyrir því til hvers þeir geta ætlast af gagn- rýnanda. - Það er eðlilegt, að lesendur hvers blaðs ætiist til þess af blaði sínu, að í því sé fjallað um allt, sem einhverju máli skiptir. Höfuðverkur gagnrýnandans verður þá sá, að hann getur tæp- ast haft áhuga á öllum þeim bókum, sem út koma. Bækur eru svo misjafnar sem tilefni til áð skrifa um - og fer alls ekki eftir því, hver gæði þeirra eru. Það getur verið feiknalega gam- an að skrifa um reyfara og reyna til'dæmis að gera sér grein fyrir því, hver er sérstaða hins íslenska reyfara. Einkenni reyfarans er yfirleitt það alls staðar í heimin- um, að hánn er yfirfullur af æsi- legur atburðum, en á Islandi er hægt að skrifa vinsæla reyfara, þar sem eiginlega ekkert gerist. Það er líka gaman að velta því fyrir sér, hvers vegna erótxk í íslenskum bókmenntum er l.s.g. (lof sé guði) öðru vísi en annars staðar tíðkast. Klámbylgjan er að vísu til staðar hér í nokkrum mánaðarritum, en hvers vegna skrifa íslenskir höfundar ekki „djarfar” bækur undir nafni? öendanlega margt slíkt getur verið skemmtilegt viðfangsefni, og fólk. veltir þessum - hlutum meira fyrir sér en áður var. Þegar ég var í menntaskóla, var iðkuð firnaleg persónudýrkun I menningarlífi rétt eins og póli- tík. Nokkur stór nöfn hér heima skiptu máli, og svo eltust menn við fáeipar stórstjörnur annars staðar. Nú er algengara, að fólki frjálslynd - sig til og reyna að komast að því, hvað olli þessum efnahagsörðugleikum í raun og veru. Bandaríkjamenn vildu vinstri stjórn í Chile feiga, og við athugun kemur fljótt á daginn, að stjórn Allende fékk enga fyrirgreiðslu hjá alþjóðabankan- um og alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, en bandaríkjamenn hafa tögl og hagldir í þeim stofnun- um báðum. Tiltölulega fáir að- ilar geta ráðið verði á kopar. Chile er helsta koparframleiðslu- land heimsins, og þegar stjórn Allende tekur við þar, lækkar koparverðið þvert ofan í alla skynsemi, þegar verð á hráefn- um fer hækkandi í heiminum. Eftir valdatöku herforingjanna hækkar hins vegar koparverðið snarlega. í Chile fékk aðeins ein stofnun bandaríska aðstoð í tíð Allendestjórnarinnar - semsé herinn - sá sami her og hrifsaði völdin úr höndum Allende. Chile er langt fjallaland, þar sem lítið er um járnbrautir. Eig- endur vöruflutningabifreiða gegna því ákaflega miklu hlut- verki í atvinnullfi landsins og hafa það í huga, að í hverju til- viki vantar svo og -svo mik-ið í hana. Einkum geta fréttastofur verið varhugaverðar á viðkvæm- um stundum. - Áður en herinn í Chile gerði uppreisn á sínum tíma og steypti Allende, bárust okkur stöðugt fréttir þess efnis, að allt væri í megnasta ólestri I landinu, verð- bólgan væri óskapleg, allt logaði í verkföllum og vöruþurrð væri mikil, enda var tónninn I mörgu því, sem barst frá fréttastofum, þegar uppreisnin var gerð, á þá leið, að Allende og menn hans í alþýðufylkingunni hefðu ekki átt betra skilið. Þegar menn fara seinna að tína saman efni í yfirlitsgreinar um atburðina í Chile, kemur á daginn, að í þessar fréttir vantaði mjög mikið af þýðingarmiklum upplýsing- um. Á sinum tima mátti einna helst skilja það af fréttum, að efnahagsörðugleikarnir stöfuðu af því, að vinstri sinnar - sósíal- istar, vinstri kratar og kommún- istar - gætu aldrei stjórnað efna- hagsmálum. Síðar taka einstakir blaðamenn - við vinstri blöð og Árni og Olga dóttir hans. finnist allavega framleiðsla verð- ugt rannsóknarefni - ekki ein- ungis góður skáldskapur, heldur einnig lélegur skáldskapur og kannski leirburður sérstaklega. Að mínu viti er þetta rétt við- *horf, því að sé til dæmis verið að fjalla um Halldór Laxness, verður um leið að hafa í huga, hvað þjóðin er að lesa um leið og verk hans. Menn verða að átta sig á hvað í þvl felst, að á útláns- skrám bókasafna er Guðrún frá Lundi ætíð efst, síðan Halldór Laxness og svo Ármann Kr. Einarsson. - Auk gagnrýninnar hefur þú skrifaÖ töluvert um erlend mál- efni og þá í formi eins konar fréttaskýringa. Telur þú, að okkur sé óheett að treysta þeim erlendum fréttum, sem við fá- um t fjölmiðlum hér? - Þessari spurningu er ekki auðsvarað. Sjálfsagt eru fréttir af stjórnarkreppu í Danmörk, svo dæmi sé tekið, nokkuð áreið- anlegar, og I flestum tilfellum er kannski óhætt að treysta frétt- inni sjálfri, en ætíð verður að 26 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.