Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 27

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 27
geta auðveldlega lamað það. Þessir menn gerðu verkfall í Chile, sem svo mjög var blásið út i fréttum á vesturlöndum, og( þeir eru vel að merkja engir fá- tæklingar á þess lands mæli- kvarða. Við yfirheyrslur fyrir bandarískum þingnefndum vegná gruns um ólöglega starfs- semi CIA, kemur á daginn löngu síðar, að vörubíistjórum í Chile var haldið uppi af banda- rískum sjóðum, meðan þeir stöðvuðu allt atvinnulíf I land-' inu. Allar þessar viðbótarupp- lýsingar vantaði, meðan verið var að búa almenningsálitið i heiminum undir valdarán her- foringjanna. Þá gall við í hægri sinnuðum blöðum og borgara- legum, að náttúrlega sé enginn hrifinn af herforingjastjórn, en hún muni þó kannski koma á röð og reglu og bjarga við efna- hagsmálunum. Sannleikurinn er svo sá, að efnahagsástandið í Chile hefur aldrei verið verra en síðan herforingjastjórnin kom til valda þar, enda þótt hún fái lán hjá alþjóðabankanum og alþjóðagjaldeyrissjóðnum og eins þótt verð á kopar hafi hækk- að. Slíkar fréttir sjást þó sjaldan núna, nema I einstaka vinstri blöðum. Af þcssu dæmi í Chile sést best, hvernig fréttir eru framreiddar og þeim fjarstýrt í vestrænum fréttastofum. Með þessu er ég ekki að segja, að til dæmis sovéskar fréttastofur séu betri eða þá Nýja-Kína, enda veit ég ósköp vel, hve einlitar þæreru. -Nýlega las ég bók, sem heit- ir Inside the Company og er eftir Philip Agee, en hann var áður starfsmaður CIA. I þessari bók segir hann frá þvi, hvernig CIA stjórnar fréttum án þess blaðamenn átti sig á því. Hann tekur sem dæmi, að CIArnenn í Kólumbíu senda eitthvert efni - sumpart raunverulegt, sumpart tilbúið - um kommúnístasam- særi I Kólumbíu til Venesúela. CIAmenn í Venesúela láta þetta koma upp á yfirborðið í blöðum þar óg hafa það eftir ,,háttsett- um embættismanni,” annað hvort þar í landi eða I Kólum- bíu. Efnið er síðan tekið upp í blöðum I Kólumbíu og CIA- menn sjá svo um, að það berist til allra stöðva þeirra I höfúð- borgum S-Ameríku. Þar er farið að skrifa leiðara um kommún- istahættuna í Kólumbíu, og far- ið er að þrýsta' á stjórnvöld þar til þess þau taki nú almenni- lega á þessum helvítis rauð- liðufn. - Menn þurfa semsé alltaf að hafa svolitla gát á umgengni sinni • við fréttir, einfaldlega vegna þess I fyrsta lagi, að blaða- menn eru þannig innréttaðir, að þeir sjá vissa hluti og aðra ekki - það er ekki einu sinni spurning um heiðarleika þeirra - I öðru lagi getur verið um svona fjar- stýringu á fréttum að ræða, og I þriðja lagi koma auðvitað alls konar tilviljanir til sögunnar. Öðru hverju koma stuttar klaus- ur um ísland I þeim tímaritum, sem blaðamenn bér styðjast hvað mest við, og I þeim éru oft harla skrítin. hlutföll og ein- kennileg dæmi, svo eitthvað hlýtur að hafa skolast til. Engin ástæða er til að ætla, að þessu sé öðru vísi varið um aðra heims- hluta. - Heldur þú, að CIA hafi eitt- hver bein áhrif á fjölmiðla hér? - I bók eins og þessari eftir Philip Agee kemur berlega I Ijós, hve CIA leggur mikla áherslu á að hafa góð sambönd við fjölmiðla og koma þannig að efni. sem bandaríkjastjórn kem- ur vel. Hitt er svo annað mál, hve mikil nauðsyn er talin á því að hafa slíkt beint samband hér. CIA tekur þátt I að skipuleggja fréttaflutning af einhverjum tlð- indum úti I heimi og hann berst slðan hingað gegnum fréttastof- urnar. Það þarf ekki að vera að malla fréttirnar hér nema að litlu leyti. Og áhrifamenn ein- stakra blaða þurfa ekki endilega að starfa á vegum CIA, heldur fcr Wþ: Segðu mér ekki að hann sé að reyna að reka ó eftir okkur enn einu sinni? Ef þú eyddir ekki svona miklu í skatta, þá værum við betur á vegi stödd! eru þeir þannig innréttaðir að þeir vinna I anda hennar af sjálfsdáðum. Þó hlýtur að læð- ast að manni sá grunur, þegar maður les um jafnmargslungið kerfi og Agee lýsir, að I landi, þar sem Bandaríkin hafa jafn- mikilla hagsmuna að gæta sem hér, sé einhver hliðstæða við þetta kerfi, þótt það sé kannski öðru vlsi byggt upp. Tról. 43. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.