Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 29

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 29
MJtRIKU MELKER S. HLUTI Hún hlakkaöi mikiö til jólaleyfisins, þó aö hún kynni mjög vel viö starf sitt i skólanum. En þaö yröi dásamlegt aö sofa út á morgnana og hún þurfti heldur ekki aö óttast einveruna, eins og um helgar. Bernt ætlaöi aö koma heim. Þau fóru öll þrjú, til aö taka á móti honum á brautarstööinni. Þau olnboguöu sig i gegnum mannþröngina og gátu náö I stór- an leigubil. Þau sátu öll i aftur- sætinu. Bernt lagöi armana um axlir barnanna. Erik var ekki allskostar ánægöur meö þaö og þrýsti sér upp aö móöur sinni, sem tók hann i kjöltu sér og hvisl- aöiieyra hans: — Uss. Lotte, sem yfirleitt var mjög málglöö, þagöi eins og steinn og aö lokum þagn- aöi Bernt lika. Þaö var heldur ekki svo þægi- legt, þegar hann varö aö bera Er- ik öskrandi upp á loft, til aö fá hann i rúmiö klukkutlma siöar. Svo hékk Lotte fyrir framan sjón- varpiö, þótt hún gæti varla haldiö opnum augunum. Brit þráöi aö fá aö vera ein meö Bernt. Hún fór aö taka til eftir kvöldveröinn. Bernt geispaöi svo hátt, aö hún heyröi þaö i gegnum hávaöann i sjón- varpinu. Hann kom fram til henn- ar, þar sem hún stóö viö upp- þvottavélina. Hann vaföi hana örmum og hún fann þetta þægi- lega máttleysi, sem alltaf greip hana, þegar hann sýndi henni bliöuhót. — Þú ert yndisleg, hvislaöi hann i eyra henni og hún fann heitan andardrátt hans viö vang- ann. — Helduröu ekki aö dóttir okkar elskuleg ætti aö fara i hátt- inn? — Faröu inn og segöu henni þaö, hvislaöi hún. Hann fór inn i stofuna og ennþá heyröi hún hávaöann I sjónvarp- inu og þaö fór að fara i taugarnar á henni. Hún hraöaöi sér inn i stofuna og sá þá fööur og dóttur sitja I besta yfirlæti og horfa á ameriska kúrekamynd, svo spennt, aö þau tóku alls ekki eftir þvi aö hún kom inn. — Lotte, nú feröu i rúmiö! sagöi hún háttog rödd hennar var reiöi- leg.’Svo gekk hún aö sjónvarpinu og slökkti og þar meö var friöur- inn rofinn. Lotte hljóp, hágrát- andi fram á baö og Bernt leit bæöi undrandi og ásakandi á hana. — Þetta var nú ekki nauösyn- legt, sagöi hann lágmæltur. Nú ætla ég ekki aö segja neitt, sem ég sé eftir siöar, hugsaöi hún og beit á jaxlinn. Ég elska hann og ég þrái hann. Eg þoli þaö alls ekki, ef viö veröum ósátt núna, ekki nú i kvöld... Þegar þau lágu samhliöa I rúm- inu stundu slöar, sýndu þau hvort ööru bliöuhót. Hún sneri sér aö honum, en rétt i þvl var loftljósiö kveikt og Erik stóö i dyrunum. Hún fékk ákafan hjartslátt, en reyndi aö sýnast róleg, þegar hún spuröi hvaö hann vildi. — Ég vil sofa hjá þér, mamma, sagöi hann syfjulega og skreiö MITT LIF - MTT LÍF upp I rúmiö og undir sæng hjá henni. Og alla nóttina voru þau meö litla, mjúka barnslikamann á milli sin. Þau voru alltof þreytt og vonsvikin til að halda sér vak- andi, þangaö til drengurinn sofn- aöi, svo aö þau gætu komiö hon- um i sitt eigiö rúm. — Hann hefur stundum fengiö aö sofa hjá mér, sagöi hún, svolit- iö sakbitin viö Bernt um morgun- inn. Hún vildi ekki ljóstra þvi upp, aö hann heföi sofiö hjá henni á hverri nóttu. — Ég er hrædd um, að hann sé svolltið afbrýöisamur. Bernt svaraöi ekki og þau reyndu aö njóta sem best þeirra fáu stunda, sem þau gátu veriö ein og þaö var engu likara en aö þau væru að stela þeim stundum. Börnin sniðgengu fööur sinn eftir megni. Hún vissi aö hann tók eftir þessu og aö honum sárnaöi þaö. Henni leið heldur ekki vel. Grunurinn, sem haföi smogiö inn I sál hennar og hún reyndi aö dylja, svo þaö eyöileggöi ekki þessar fáu samverustundir þeirra, greip hana nú I ennþá rik- ari mæli: Hún varö aö spyrja hann. Hún þoldi þetta ekki lengur. Hún sópaöi saman brauömolun- um á boröinu, eins og viöutan og áöur en varöi var 'hún búin aö mynda stafinn L. Hún greip and- ánn á lofti. — Feröu stundum út — einn? Eöa fariö þiö fleiri saman? Þú og starfsfélagar þinir? Stein Fosse og þessi... Lisbet? — Stundum fer ég einn, svaraði hann og þaö var ekki nokkur tor- tryggni I rödd han. — En þaö er aö sjálfsögöu skemmtilegra aÓ hafa einhvern félagsskap. Unnusti Lis- beth er lengst uppi i noröurland- inu, svo þaö kemur fyrir, aö viö föruni út saman. Bernt tók andlit hennar i báöa lófa sina og varir hans svöruöu öllum spurningunum, sem höföu kvaliö hana. — Ó. Brit, ég sakna ykkar svo hræöilega, bæöi þln og barnanna. Hvaö eigum viö aö gera? — Ég veit þaö ekki, muldraöi hún svo lágt aö þaö heyröist varla gegnum tónlistina frá útvarpinu. Þaö var Mozart... Föl vetrarsólin hvarf á bak viö ský. — Ertu ekki farin aö kunna betur við þig? spuröi Eva ill- kvittnislega, nokkrum vikum slö- ar. — Ole sagöi um daginn, að þú værir orðin miklu frjálsari I framkomu og sjálfstæöari. Þaö voru aö sjálfsögöu gullhamrar af hans hálfu... Já, það gat veriö gott, aö hún var eitthvaö meira en bara kona Bernts. Hún haföi komist aö þeirri niöurstööu, aö enginn græddi á þvi, aö hún lokaöi sig inni. Ef Bernt fannst hann geta gert þaö, þá var ekkert sjálfsagð- ara en aö hún reyndi að drepa timann llka. Þaö haföi reyndar byrjaö meö þvi aö Eva og Ole höföu boöiö henni heim til sin I eitthvert samkvæmi. Hún tók boöinu, eiginlega I þrjósku og. svo rak hvert samkvæmið annaö... ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT HÚSGAGNAÚRVAL Á 2 HÆÐUM Húsgagnaverzlun Reykjavíkur h.f. Brautarholti 2, er rétt við Hlemmtorg Nýjar gerðir af sófasettum Mikið úrval Staðgreiðsluafslúttur eða góðir greiðsluskilmólar ®Húsgagnaversltin Reykjavíkur hf. o BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11(40 43. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.