Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 32
óskaði þess svo innilega, að segja honum hvernig henni leið og hann hefði getað hjálpað henni... I næstum barnalegri þrjósku fór hún I mjög fleginn kjói og mál- aði sig af gaumgæfni. — Ó, hvaö það er góð lykt af þér, mamma, sagði Erik og and- aöi að sér ilminum af rándýru ilmvatni, sem Bernt haföi gefið henni i jólagjöf. — Gefðu honum hóstasaft, aöur en hann sofnar, sagði hún viö Lotte. — Og vertu nú ekki of lengi á fótum! Henni fannst sjálfri að hún væri bæði sparsöm og hyggin, þegar hún fór i strætisvagni til bæjarins. Þaö var ágætis veður og hún haföi greitt mikið fyrir hárgreiðsluna, svo henni fannst hún ekki hafa ráð á að taka leigubil. Þegar hún heyrði mikið skvaldur i gestun- um, áður en dyrnar opnuðust, sa hún eftir að hafa látiö freistast. Þaö yrði mikið dansað og drukkið þarna þetta kv.öld og margt fólk. sem hún þekkti ekki. En hún skemmti sér konung- lega. Þaö var einhver örvænting I gleöi hennar og hún tók brosandi við öllum gullhömrum, sem henni fundust i raun og veru mjög heimskulegir. — Hvar geymir þú eiginmann- inn? spurði borðherrann hennar og þrýsti henni óþarflega fast að sér i dansinum. — Hvernig þorir hann að láta svona fallega konu vera eina? Hún brosti til hans og svaraði eitthvað út I hött. Meðan hún gerði ekki neitt, sem hún þyrfti að iðrast eftir, gat hún látið það eftir sér að njóta kvöldsins, taka bros- andi á móti gullhömrunum og flirulegum augngotum herranna. Ég hefi sennilega verið nokkuð gálaus, hugsaði hún, þegar hún ók heim i leigubil. Henni fannst það dálitið óþægileg tilhugsun. En svo teygði hún sig ánægjulega og brosti með sjálfri sér. Hún hafði skemmt sér ljómandi vel, hún myndi lifa lengi á þessu kvöldi... Hún ætlaði að hreiðra vel um sig i sófakróknum, þegar hún kæmi heim og setja eitthvað skemmtilegt á fóninn. Klukkan var ekki nema eitt og hún var feg- in, að hún skyldi vera svo skyn- söm, að fara svona snemma heim. Það var ljós um allt húsið, þeg- ar hún kom heim. En hvað þetta var lfkt Lotte! hugsaði hún, svo- litiö gröm. En svo yfirvann hún gremjuna og ákvað að nefna það ekki á nafn. Hvaða máli skipti það svo sem? Hún raulaði fýrir munni sér, þegar hún stakk lykl- inum i skráargatið og oþnaöi dyrnar. Það var grátbólgin Lotte, sem kom hlaupandi niður stigann. Brit starfði undrandi á hana. — En elskan min, hvað hefur komið fyrir? Voruð þið myrkfæl- in? — Ó, mamma, það er Erik! Lotte var náföi og tárin runnu niður kinnar hennar, kannski vegna þess að henni létti svo viö að sjá móður sina, svo hún væri ekki ein lengur. — Hann er svo veikur! Ég reyndi aö hringja til þin, en... Brit var komin hálfa leið upp stigann, áður en hún vissi af. Það logaði á litla náttlampan- um. sem kastaði fölu skini yfir Erik Varir hans voru orönar blá- ar og það var engu likara en að hann væri glær i framan. Það korraði i honum, þegar hann var að reyná að ná andanum og þaö var ógnvekjandi i næturþögninni. Brit nam staðar I dyragættinni, lömuð af ótta. Það tók hana nokkrar sekúndur að jafna sig eftir fyrstu áhrifin. — Lotte, hlauptu niður i baðher- bergiö og skrúfaðu frá heitu krön- unum, bæöi i handlauginni og baðkerinu. Vertu ekki að spyrja, flýttu þér! Hún lyfti Erik upp úr rúminu og vonaði innilega að hún hrasaði ekki i stiganum. Það hvein i lung- um barnsins og vesalingurinn litli varð að berjast fyrir hverju and- artaki. — Hvað er að Erik, mamma? spurði Lotte. Brit grillti aðeins i hana gegnum gufuna I baðher- berginu. Svo fór hann að hósta með skelfilegum erfiðleikum og svo var eins og hann næði ekki andanum... — Við höldum honum yfir guf- unni, — hjálpaðu mér, elskan! Brit varð að tala hátt, til að yfirgnæfa hásan grát drengsins. Hún fann strax að honum létti töluvert, en samt ekki nægilega og henni varð ljóst, að hún varö aö fá hjálp. — Þú verður að lita eftir honum andartak, Lotte, meðan ég hringi á sjúkrabil. Hann verður að kom- ast á sjúkrahús strax. — En mamma, það er tilgangs- laust aö hringja... ég er búin aö reyna þaö I allt kvöld... Brit fannst dauðaþögnin I sim- anum, vera hótun gagnvart sér og hún fleygði frá sér heyrnartólinu. Það var eftir öðru, að siminn skyldi einmitt vera bilaður núna, þegar um llf var að tefla. Ef Erik dæi I höndunum á henni... Það kom fyrir að börn köfnuöu. Það vissi hún af fyrri reynslu, þegar þau Bernt höfðu þurft að aka með Erik til sjúkrahússins i dauðans ofboði fyrir löngu siðan. En hann hafði ekki orðiö svona veikur slð- an og hún var næstum búin að gleyma hve hræðilegt það var. Nú lagðist óttinn að henni eins og mara. Nágrannarnir, — hún hlaut að geta hringt þaðan! Þorði hún að láta Lotte vera eina með drenginn á meðan hún reyndi að vekja fólkið i næsta húsi? Hún átti raunar ekki á öðru völ. Bernt var með bilinn I Oslo. Hún hefði heldur ekki getað ekið sjálf, þvi að hún varð aö halda á barn- inu og svo hafði hún llka drukkið dálitið um kvöldiö og var alltof taugaóstyrk til að aka... — Þú verður að reyna að lita eftir honum, Lotte, meðan ég fer til nágrannanna til að hringja. Fljótt, fljótt, hún þaut út og nið- ur tröppurnar! Hellulagður gang- stigurinn i garðinum var háll af bleytu, svo hún þorði ekki að hlaupa svo hratt sem hún vildi. Þegar hún kom út um hliðið, sá hún billjós framundan... Þegar billinn nálgaðist, veifaði hún á- kaft. Hún gat greint mann við stýrið. Það tók ekki margar sekúndur að gera honum skiljan- legt, hvað.um var aö vera. — Ég skal aka með yður strax til sjúkrahússins, sagði röddin I bflnum. — Sækið drenginn, svo flýtum við okkur með hann. Hún hljóp inn aftur. Hún þoröi ekki að klæða Erik, svo hún vaföi hann inn i teppi og flýtti sér meö hann út. — Lotte, ég er búin að ná i bil. Þú verður að reyna að vera róleg, á meðan ég er I burtu. Ég kem svo fljótt sem mér er unnt. Lotte hjálpaöi henni að vefja vel utan um drenginn. Hi-nn ó- þekkti björgunarmaöur stóð og beið meö opnar bildyrnar, þegar hún kom út. A næsta augnabliki voru þau á hraðri ferð til sjúkra- hússins. Erik hóstaöi. Hóstinn var hás og erfiður. Það var eins og hann næði ekki andanum og hreyfði sig órólega I örmum hennar. Brit starði hljóð á hann. Hún fann van- mátt sinn og henni fannst brjóst sitt vera að springa. — Þetta er dálítið óhugnanlegt, sagöi maöurinn I framsætinu áhyggjufulíurT— En við erum al- veg aö koma. Hvítklædda hjúkrunarkonan, sem tók á móti þeim, fór sér hvergi óðslega. Hún var svo sein- lát, að Brit þoldi það varla. Hjálp- ið mér, hjálpið honum! hugsaöi Brit I angist sinni, meðan hún var að segja konunni nafn sitt og heimilisfang. — Ég held að þetta sé svona slæm barkabólga, hann fékk einu sinni svona kast fyrir nokkrum árum, sagöi hún og stóð sjálf á öndinni. Hjúkrunarkonan tók fram spjaldskrárkort. — Já, ég sé það hérna, sagði hún. Við skulum heyra hvað læknirinn segir. Þér getiö sest þarna inn til mannsins yðar og beðið. Framhald I næsta blaöi Hérer það allt- prjónarnir, karfan og DRALON-EABt' DRALON-SFORÍ GRETTIS-GARN ClOOZ.ulD GRILON-GARN GRILON-MERINO C.EI II \ AKUIUAR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.