Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 35

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 35
,,Með hverjum var svo eftirlætis- tírnabilið?” , .Tvímælalaust þegar ég var með hljómsveitinni Icecross I Danmörku. Ég hafði aldrei verið erlendis áður, og þetta var harður skóli. Við dönsuðum ekki á rósum þennan tíma, og stundum var tæpt á því, að við ættum fyrir næstu máltíð. En undir það síðasta var ástandið nokkuð farið að lagast, og bandið spilaði meira, og þá kom smápen- ingur inn. Samt var þetta góður skóli, og maður lærði ótalmargt.” ,,Hefur maðurinn einhverntíma hætt í bransanum?” ,,Ekki er frítt við það. Það var þegar ég starfaði með Pelican. Þá hætti ég I bransanum, trúlofaðist og bjó þennan tíma á Akureyri ásamt konunni (fyrrverandi). En þetta endaði allt saman með bömmer.” ,,Hefur rótari jafn mikinn sjans I plur og bandið?” ,,Kemur nú þessi umdeilda. Ég vil ekkert um málið segja annað en það, að ég hef séð mig tilneyddan til að fá mér leynisímanúmer.” ,,Hvað segir maðurinn svo um eiturlyf og það allt?” ,,Ég kem alls ekki nálægt eiturlyfj- um og soleiðis nokkru. Ég hef alltaf álitið eiturlyf sjálfsblekkingu og stórhættuleg. Þá fíla ég nú brennsinn betur’ ’. ,,Er maðurinn hræddur við raf- magn?” ,,Hreint ekki. Hins vegar er ekkert gaman að fá stuð og getur oft verið stórhættulegt. Sjálfur hef ég oft fengið stuð, cn ekkert sem ég held geti talist verulega hættulegt. Nei, ég er ekki vitund hræddur við rafmagn." ,,Ef hann væri svo ekki rótari, hvað þá?” ,,Ég væri einhvers staðar I popp- bransanum, það er á hreinu. Ætli ég væri ekki bara framkvæmdastjóri félagsheimilisins Festi I Grindavlk.’ BAB(B)I Vikunni, Síðumúla 12, Reykjavlk. Ég, skrifa þetta skv. boði þlnu I blaðinu, sem er nýtt af nálinni - 36. tbl. Það sem mér liggur á hjarta er þetta og nánast I fyrirskipunarformi: Drengurminn, nafnið á þættinum er gott, - mjög gott. Babl þýðir skv. orðabók Háskólans: 1. Barnamál. 2. Þvogl, þvaður. Það er reyndar skrifað með einu B-i - og kem ég að því, sem er ástæðan til að ég skrifa þér: Þú ættir að bera meiri virðingu fyrir íslensku máli en þú gerir, og hef ég þá einkum I huga klausur ,,ívars orðspaka jr. ’ ’ (!) sem ég er alveg hissa á að enginn skuli hafa fett fingur út I. Svona innskot eru stór- hættuleg Islensku máli, vegna þess að þarna er verið að ýta undir for- heimskunina. Krakkar halda, að ein- mitt svona eigi að tala, ef maður vill ,,vera töff” og ,,passa inn 1”. Jafnvel segirðu --- það eru einkum popparar, sem nota þetta orð ---. Svona setning I viðurkenndum þætti fyrir ungt fólk hefir meiri 'áhrif á málfar unglings á stjörnudýrkunar- aldrinum en tuttugu amerlskar sjón- varpsmyndir. Og ég leyfi mér llka að efast um, að poppurum sé nokkur greiði gerður með svona skrifum, því þeir tala hrein't ekki verra mát en aðrir. Og I guðanna bænum, skrifaðu nú einu sinni um eitthvað annað en hljómsveitir og popp. Talaðu við venjulega krakka, hafðu ,,hring- borðsumræður” um einhver sérstök málefni. Og vertu ekki svona helvíti yfirborðslegur. Ef þctta lagast skal ég gerast áskrif- andi. Kveðja, Halla Guðmundsdóttir. Ja, fyrr má nú kýla en grafthr- kýla. Það er varla að maður þori að opna bréfababbl, eftir að svona dynur í hausinn á manni. En ég er heppinn, stend ekki einn að vígi, minn kœri Ivar orðspaki veitir mér kærkominn stuðning. Og af sinni al- kunnu hógvœrð lætur hann mig byrja á mínu svari, en hans fylgir fast á eftir: Fyrst œtla ég að þakka hrósið, sem þó er mjög af skornum skapimti og þykir mér það aldeilis ágætt, þvt þegar maður ferað verða ánægður með það sem maður gerir, þá er draumurinn búinn. Þú vilt meina að skrifa eigi Babbl með tveimur béum í stað þriggja. Efa ég ekki þau rök, sem þú færir máli þínu til stuðnings, en ég segi bara: Það geta' fleiri verið sérvitrir en Halldðr Laxness. Þú vilt fá annað efni en bara popþ og annað því líkt. Varla telurðu Brúsakalla poppara, þá ekki Baldur Brjánsson töframann, enn stður kapþana hjá skattstofunni, varla ístrubelgi útvarpsráðs og allra síst fyrrverandi alkóhólista. Nðg um það. En þetta með yfirborðið, þvt sting ég undir borð og bið um smáfrest. ívar orðspaki jr. hefur orðið: Halla Guðmundsdðttir veitist að mér þersónulega í oþnu bréft, er barst til Babbls eigi alls fyrir löngu. Þar vill hún meina, að orðabókar- þáttur minn sé forheimskunnar einn- ar virði og öilum til óþurftar, sé þar að auki tslensku máli lítt til fram- dráttar. Ekki hirði ég um að munn- höggvast við Höllu, en eitt er vert að benda á: Er afi minn, Ivar orðsþaki, sá um sltkan þátt í Alþýðu- blaðinu fyrir mörgum árum, fylgdust að staðaldri með þœttinum ekki ómerkari menn en orðabðkarmenn Háskóians, og töldu þeir sig oft hafa gagn af. Þá bárust afa mínum margar þakkir frá foreldrum barna. er átt höfðu í erfiðleikum með að skilja málfar barna sinna til fulln- ustu. Þá vil ég að lokum taka undir þau orð Höllu, að popparar tala síst verra tnál en aðrir, enda hefur mér aldrei dottið t hug að halda öðru fram. Virðingarfyllst, S. valg. ívar orðspaki jr. ^ m V1KAN 35 BRÉFABABBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.