Vikan

Tölublað

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 39

Vikan - 23.10.1975, Blaðsíða 39
Léttir kjólar frá Dömunni í sólarlandaferöirnar. Hermann, Unnur og Henný, dóttir þeirra, fylgjast með cefingu sýningarfólksins. Módelsamtökin efndu til sinnar árlegu haustkynningar á Hótei Sögu 2. október s.l., og er þessi kynning á sýningar- fólki samtakanna orðin fastur liður í starfseminni. Model- samtökin hafa nú starfað í 12 ár, og er greinilegur vaxandi áhugi auglýsenda á lifandi módelum. Samtökin hafa í nokkur undanfarin ár sýnt íslenskan ullarfatnað vikulega yfir sumartímann fyrir erlenda ferðamenn og ráðstefnu- gesti, auk fjölmargra sýninga fyrir kaupmenn, framleiðendur ogfélög. Stjórnandi Modelsamtakanna er Unnur Arngrímsdóttir. Fyrirtækin, sem sýndu nýjustu haust- og vetrarrískuna að Hótel Sögu, voru: Daman og Parið Hafnarstræti, Herra- garðurinn Aðalstræti, Gleraugnasalan Laugavegi 65 kynnti nýjustu gleraugnaumgjaróirnar, og förðun sýningarfólksins annaðist snyrtistofan Krista, Rauðarársríg. Gallabuxur og litauðugar blússur frá Pannu. Velúrsamfestingar frá Dömunni. Hjónin Unnur Amgrímsdóttir og Hermann Ragnars ráða ráðum sínum. 43. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.