Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 5

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 5
 BANGLADESH Þorpið var þarna hinum megin. segir Nazrul Amin. Hann bendir yfir hið mikla fljót Bramaputra. En þar er ekkert nema vatn? En fyrir flóðin var þarna þorpið Noorzaha. Þar voru næstum hundrað kofar og hús, og þar bjuggu mörg hundruð manns. Og umhverfis voru hrisgrjónaekrur. Flóðunum er lokið —vatnsyfir- borðið orðið „eðlilegt”. Brama- putra er nú rólegri og breiðir ró- lega úr sér rúmlega mila á breidd. Enn lengra burtu en Noorzaha var, hylur vatnið einnig heilan bæ — Chilimari. Þar £ HATTA- OG HANNYRÐAVERZLUNIN Jenný Skólivörlutllt 13» - Slmi 19746 - PólthiH 5« - R»ykj»vlk bjuggu sjö til átta þúsund manns i tólf hundruð húsum, áður en Bramaputra byltist fram yfir bæ- inn fyrir nokkrum árum. 1 fyrra braut áin sér einnig nýjan farveg, braut i kringum hálfan annan kilómetra af vestur- bakkanum. Það kalla sérfræð- ingarnir svörfun. Um Bramaputra fellur fjórum sinnum meira vatnsmagn á monsúntimanum en um Missi- sippi. f fyrrahaust var það enn meira en venjulega. Svörfunar- aflið var óskaplegt. — Vatnshljóðið var hræðilegt, • segir Nazrul. — Það var eins og þrumur dag og nótt. Þorpið hvarf, hrisgrjónaakr- arnir lfka — og þeir munu aldrei bera sitt barr, En langt úti i fljót- inu má sjá sandeyrar gægjast upp úr vatninu. Þær komu upp, þegar akrarnir hérna megin fóru undir vatn. Nokkrar fjölskyldur hafa þegar sest að þar og reyna að rækta þar hrisgrjón. Þarna er teflt um lifið — eina leiðin fyrir þetta fólk til að komast lifs af er að freista þess að brjóta sandeyrarnir til ræktunar. Svona er ástandið alls staðar i Bangladesh. Jarðnæðisleysi er mikið og það vex stöðugt. Jarð- næðisleysingjarnir reyna að koma sér upp ekrum alls staðar — einnig á litlum eyjum i Bangal- flóa. Nýjar eyjar og sandrif koma við og við upp úr hafinu vegna gifurlegs framburðar ánna. Æ fleiri verða að velja um það að svelta i hel eða taka þá áhættu að drukkna. Svo mikið er jarð- næðisleysið orðið, að fjöldi bænda hefur tryggt sér forkaupsrétt að einum hektara lands með þvi að festa kaup á sjó i Bengalflóa. Þeir vona, að brátt komi að þvi, að framburður ánna hafi fyllt upp vatnasvæði þeirra og þar komi upp þurrt og ræktanlegt land. Annars staðar i landinu er ekk- ert ræktanlegt land að fá. Það er allt uppurið fyrir löngu.... Nazrul Amin plægir hrisakur- inn, sem eftir flóðið er alveg á bökkum Bramaputra. I bakkann koma stöðugt ný skörð og akurinn minnkar eins þótt engin flóð séu. Bramaputra er djarftæk á lendur manna. Hann veit, að liklega er þetta i siðasta sinn, sem ' hann ræktar þennan akur. Eftir öllum sólar- merkjum að dæma mun Bramaputra heimta hann á næsta flóðatimabili. — Allah refsar okkur bengöl- um, segir Nazrul þungbúinn. — En ég veit ekki hvers vegna. Hvers vegna? Nógu erfitt eigum við fyrir. Arnar og önnur náttúruöfl heimta jörðina af mönnum. En þó missa langtum fleiri jarðnæði af manna völdum. Eins og hris- grjónin valda spákaupmennsku gerir jörðin það einnig. Jörðin er grundvöllur alls lifs i Bangladesh, þvi að 85 prósent ibúanna lifa á landbúnaði. Þeir, sem jörð eiga, geta venjulega séð sér farborða. Þeir, sem enga jörð eiga, eiga á hættu að sveltg i hel. Barkat Ullah er einn þeirra. Hann stendur utan við jarðnæðis- skrifstofuna i Lalmanir Hat og heldur á óhreinu skjali. Það á hann að láta af hendi um leið og siðasta landskikann sinn. — Ég og fjölskylda min höfum reynt að spara. Við reyndum að borða éins litið og við gátum komist af meö, segir hann og út- skýrir, hvað þau lögðu á sig til að reyna að halda jarðarskikanum. En þó tókst þeim það ekki. Hefðu þau ekki selt hann, hefðu þau orð- ið hungrinu að bráð. Barkat Ullah átti fyrir nokkr- um árum 18 ekrur lands. Faðir hans átti rúmar sjötiu ekrur, og að honum látnum var þeim skipt milli sona hans, en synir Barkats Ullah munu enga jörð erfa. Fjölskyldan hefur lengi verið fátæk eins og flestar bændafjöl- skyldur i Bangladesh, en enga neyð leið hún fyrr en óáranin skall yfir. Ókomin ár verða henni sifelld barátta með sultinn við dyrnar. Eins og hundruð þúsunda ann- arra bænda hefur Barkat Ullah neyðst til þess að selja af jörð A þessum hrisakri flæddi upp- skeran — en menn reyna að bjarga þvi scm bjargað verður. sinni og veðsetja hana ekru eftir ekru undanfarin ár. Fjölskyldan varð að komast yfir hvern hjall- ann á fætur öðrum. Jörðin var hætt að brauðfæða fjölskylduna þegar ekki voru nema tólf ekrur eftir, en eigi að siður varð Barkat Ullah að selja skika eftir skika á ári hverju. Nú á hann ekkert land lengur. Hann er orðinn einn af jarð- næðislausum landbúnaðarverka- mönnunum, sem fjölgar með degi hverjum og um leið eykst inn- byrðis barátta þeirra um vinn- una. Hann hefur gert hið sama og allir hinir. Hann seldi ódýrt og keypti dýrt. Hann fékk mjög illa borgað fyrir jörðina sina. Það stafar af þvi, að i örvæntingu sinni reyndu bændurnir hver um annan þveran að selja jarðir sinar. Jarðarverðið fór þvi niður úr öllu valdi um leið og hris- grjónaverðið hækkaði og hækk- aði. Lánadrottnar, verslunarmenn og stórbændur sölsa stöðugt undir sig meira land undan smábænd- unum i Bangladesh. Fyrir nokkr- um árum voru tiu prósent ibúa Rangpurhéraðs jarðnæðislausir verkamenn, en nú eru þeir i kringum 40 prósent ibúanna. Og margir þeirra, sem enn eiga jarðarskika, geta ekki framfleytt sér og fjölskyldu sinni af honum. Þvi verða þeir stöðugt að selja undan sér jörðina til þess að komast af, og við það minnkar jörðin ár frá ári. Munur rikra og fátækra eykst stöðugt i þessu samfélagi. Þeir, sem stærri jarðir eiga, auðgast vel á framleiðslunni, sem er um- fram eigin þarfir fjölskyldunnar. Bangladeshbóndinn hefur tæpast ánægju af því lcngur, þótt upp- skeran sé góð. Hundruðum sam- an hafa bengalskir bændur neyðst til þess að selja auðmönnum og stórbændum jaröir sinar. Fyrir umfram féð geta þeir keypt sér enn meira jarðnæði. Það kaupa þeir af smábændunum, sem ekki hafa nóg fyrir sig að leggja til næsta máls, og enga peninga til að kaupa sáðkorn. Aldrei hafa eigendaskipti á jarðnæði orðið eins tið og i Rangpurhéraði undanfarið ár. Þar og i næsta héraði urðu jarð- arsölur hátt á annað hundruð þús- und á nokkrum mánuðum. N.N. Islam Mia jarðaskrá- setjari i Lalmanir Hat segir: — Þetta er ekki skemmtileg vinna. Bengalskur bóndi elskar jörðina eins og sinn eiginn son. Ég hef séð marga þeirra gráta, þegar þeir koma með pappirana. Þeir geta ekki hugsað sér að selja, nema þeir eigi ekki um neitt annað að velja. Ekki hafa úrræðin verið mörg. Meira en 100.000 bændur hafa séð sig nauðbeygða... Kiló af hrisgrjónum og ein taka (i kringum 20 krónur íslenskar) eru venjuleg daglaun land- búnaðarverkamanns. Kiló af hrisgrjónum er ekki einu sinni nóg i eina máltið handa sex til sjö manna fjölskyldu. Æ fleiri verða að láta eina máltið á dag nægja. — Það er hrein ráðgáta, hvern- ig þetta fólk fer að þvi að lifa af, segir vesturlenskur næringar- efnafræðingur, sem starfar i Dacca. — En nú er svo langt gengið, að það getur það áreiðan- lega ekki öllu lengur. Atvinnulausir verkamenn eru miklu fleiri en þau störf sem bjóð- ast. Sennilega er Khairul Nandi dæmigerður landbúnaðarverka- maður, en hann kveðst sjaldnast fá vinnu nema fjóra daga i viku. — Þegar ég r til vinnu snemma á morgnana, veit ég, að ég og fjölskylda min fáum eitt- hvað að borða þann daginn. En ég veit ekkert um daginn á morgun... Þeim jarðnæðislausu er tilver- an áþekk þvi að halda jafnvægi á hnifsegg. Þeir hafa ekkert trygg- inga- og atvinnuleysisbótakerfi sér að bakhjarli. Spjari þeir sig ekki sjálfir.eru þ vera Og stöðugt fleiri eru i hættu. 4 VIKAN 45. TBL. 45. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.