Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 12

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 12
Linguaphone Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum LINGUAPHONE tungumálanámskeió kennir þér nýtt tungumál á sambærilegan hátt og þú læróir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. Aótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió. — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. ítzufobus KUM*&/o5b' s'cur LINGUAPHONE tungumálanámskeid á hljómplötum og kassettum Hljóófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 -sími 13656 Þú ættir ekki að taka neitt mark á manninum mínum þegar hann er hífaður! Dósturinn HRÚTUR I SLÆMU SKAPI Elsku póstur! Ég er hérna með vandamál eins og allir hinir. Nú er ég orðin vinalaus. Besta vinkona mln er nú I svo vondum félagsskap að ég þori ekki að vera með henni af ótta við að lenda í sömu ógöngum og hún. Allar stelpur sem ég þekki eiga vin- konu og ég vil ekki spilla á milli þcirra. Ég er svo feimin að ég þarf marga mánuði til að kynnast nýjum vinum. Það eina sem ég geri er að hanga heima og vera I vondu skapi, svo allir þar eru hsettir að þola mig. Hvaða merki hsefir hrútnum best (stelpa og stelpa)? Hvernig eiga hrúturinn (stelpa) og steingeitin (strákur) saman? Mér líkar mjög vel við Vikuna og flest það sem í henni er. Ég er ekki áskrifandi, cr pósturinn bara fyrir áskrifendur? Geturðu lesið eitthvað út úr skrift- inni? En hvernig er stafsetningin? Hvað heldur þú að ég sé gömul og hvað þýðir nafnið mitt? Er talið Ijótt að vera með spangir? Afsakaðu krotið og villurnar. Bless, bless, Hrúturinn. P.S. Hvenaer fær maður fasta skrift? Þú ert greini/ega dœmigerÖur hrútur. BréfiÖ hefur þú skrifaÖ í svartsýnis og geðvonskukasti, sem ég vona að sé nú liöið hjá. Þú œttir aö reyna að þjálfa meÖ þér meiri lífsgleði og vera jákvteðari í viÖhorfi. Hvers vegna telur þú sjálfri þér trú um aÖ þú sért lengi að kynnast? Ef þú gerir þaÖ máttu vera viss um aö þér gengur ekki vel að kynnast fólki. Það er Ijótur ávani að láta þaÖ bitna á öðrum þegar þú ert í slæmu skaþi og Pósturinn hefur ríka samúð meÖ fjölskyldu þinni. Þau geta líka átt við erfiðleika að etja og þá er ekki fallega gert af þér að ergja þau. Ef þér tekst ekki að temja þér sjálfsögun á meðan þú ert unglingur. getur það orðiÖ til þess að enginn geti búið meÖ þér þegar þú ert orðin fullorðin. Minnstu þess að það þarf ekki nema einn fýlupúka til þess aÖ eyðileggja fyrir öllum hinum á heimilinu. Póstur- inn telur að innst inni sért þú glað- lynd og sáttfús. en hœttir til þess aÖ krefjast þess af öðrum að þeir rétti fyrr fram sáttarhönd. SambúÖ stráks sem fceddur er í merki stein- geitar og hrútsstelpu grundvallast á því hversu vel stelþunni tekst að láta af sínum kröfum. Hrúturinn getur oröið vinur flestra merkjanna. en verður þó að temja sér meiri tillits- semi við mörg þeirra. Nafnið þitt rnerkir alda. Skriftin er aÖ mótast alla ævina en mestum breytingum tekur hún þó fram að tvítugu. Spangir eru að vísu sjaldan til prýÖt en þær eru ekki það Ijótar aÖ ekki sé hægt að þo/a þær í nokkum tíma. Tennumar eru fallegrí á eftir. Bréfið þitt er að vísu ekki villulaust en alls ekki slæmt. Ég giska á að þú sért ekki nema í kringum fjórtánda árið. Pósturinn er fyrir alla sem þurfa að létta á hjarta sínu, áskríf- endur sem aðra. Vikunni þykir hólið gott, en hún hefur heldur ekkert á móti réttmætri gagnrýni. Kæri póstur! Þannig er mál I vexti að ég er ansi dugleg að læra og svoleiðis og allir strákar á eftir mér en ég er ansi kynfræðis ófróð að mér langar að fá svar við nokkrum spurningum. 1. Hvað er að vera á túr, og til hver er það 2. Hvað er að vera með mórall? 3. Hvernig er hægt að losna við freknur? 4. Hvenær finnst þér að stelpa eigi að leifa að hleypa upp á sig. Ég vona að þetta byrtist fljótt en lendi ekki í körfunni. Hvenig er skriftin og stafset. og hvað lestu úr henni. Sissa Þetta bréf er svo dæmigert fyrir mörg bréfanna, sem Póstinum berast, að hann getur ekki stillt sig um aÖ birta það óbreytt. Lesendur verða svo að reyna að gera sér í hugarlund útlit bréfsneþilsins, sem notast var við í stað pappírsarkar. Já, mtn kæra Sissa. Pósturinn efast stórlega um, að þú hafir veriÖ eins dugleg aÖ /æra og þú heldur sjálf. Kunn- átta þtn er t algjöru lágmarki hvað snertir stafsetningu og málnotkun. Þú ert nú að verða fimmtán ára og ættir aÖ vera orðin fróðari um sttlun sendibréfa. Hættu að hugsa um þessa stráka. sem eru aÖ elta þig, og legðu þig þess meira fram viÖ námtð. Strákarnir verða ennþá til staÖarþegarþú hefur aldur og þroska til að snúa þér að þeim. BlæÖingar hjá konum eru stundum kallaÖar að vera á ,,túr". Þær hefjast á kynþroskaskeiði, sem byrjar venju- lega á aldrinum ellefu til fimmtán ára hjá konum. Að vera með móral er þaö sama og hafa samviskubit. Freknur á bara alls ekkert aö losa sig við. þær eru oftast til prýði frem- ur en hitt. Þær verÖa útlitseinkenni, sem þér fer að þykja vænt um þegar þú eldist. Stelpa á alls ekki að vera með strák. fyrr en hún veit hvað hún er að gera og hvemig koma má í veg fyrír óvelkomið bam. OrðalagiÖ, sem þú notaðir t spurn- 12 VIKAN 45. TBL. ingunni, sannfærði Póstinn um að þú ættirað bíða meÖþaÖ um sinn. Skrif- aðu aftur þegar þú hefur lært meira í tslensku og þá skal ég birta bréftð þitt óbreytt, þannig að þú getir sjálf séÖ muninn. Skriftin er alls ekki svo slæm, hún bendir til þess að þú sért hugmyndarík og að þú getir vel lært, ef þú leggur þig fram. ÞaÖ getur enginn lært án þess aÖ reyna þaö sjálfur. MÓÐIR TERESA. Kæri póstur. Ég hef aldrei skrifað þér áður, en oft verið að hugsa um það. Þannig er mál með vexti, að ég hef heyrt mikið talað um „Móður Teresu” og lesið mikið um hana, en þó ekki nærri nóg. Ég er mjög hrifin af gæsku þessarar konu og því sem hún gerir. Nú langar mig að komast I samband við hana (er hún lifandi ennþá?) eða þá þann sem gegnir hennar starfi. Getur þú nú sagt mér hvernig eða hvert ég get skrifað henni, því ég hef áhuga á að komast til hennar og hjálpa, og læra um Krist eins og hún trúir á hann. Nú heldur þú að ég sé eitthvað vitlaus og það mundu allir hér halda líka, - og kannski ég sé það líka? En viltu vera svo góður að gefa mér upp- lýsingar um „Móður Teresu”? Ég bið þig að birta allavega svar við bréfi mínu og ekki birta mitt rétta nafn. Virðingarfyllst, Tiddó E.S. Hvernig er skriftin? Hvað lestu úr henni? Vonast eftir svari sem fyrst. Þaö verður síðan allt sent saman til Barkleys Bank of England. Þeir sem vilja styðja beiðnina um friðar- verðlaun henni til handa geta ritaÖ nafn sitt á undirskríftarlista, en þeir eru fáanlegir hjá sömu aÖilum og bæklingurinn. Heimilisfang hennar sjálfrar er: Mother Teresa, Mission- aries of Charíty, 54 A, Lower Circu/ar Road, Calcutta 16, India. Pennavinir Rðsa Jðhanna Guðmundsdðttir, Neðra - Seli, Landssveit, Rang. vill skrifast á við 12 - 13 ára stúlkur úr Reykjavík og nágrenni. Helstu áhugamál eru: Hestar, kindur, bækur og frjálsar íþfóttir. Nína Krístín Guðnadðttir, Miðstræti 18, Vestmannaeyjum, óskat eftir að skrifast á við fólk á aldrinum 30 - 40 ára. By/gja Ragnarsdóttir, MiÖstræti 28, Vestmannaeyjum, óskareftirað skrif- ast á við stráka, 16 - 20 ára. Sigurlaug Björnsdóttir, Byrgisskarði, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, vill skrifast á við fólk á öllum aldri. Hún óskar eftir mynd með fyrsta bréfi. Fríða DðraJúlíusdóttir, Nýlendugötu 39 Rvík., óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 13 - 16 ára. Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins i nýjum húsakynnum að Grensásvegi 11 — simi 83500. Erum einnig á gamla staðnum Bankastræti 7 simi 11496. Það hvarflaði ekki að Póstinum viÖ lestur þessa bréfs að bréfritarí værí á einhvem hátt veill á geði. Hins vegar gengurþú kannski aðeins rösk- legar fram viÖ framkvæmd hugsjónar þinnar en flestir aðrir. Úr skriftinni les ég einmitt andlegan þroska og tildurleysi. MóÖir Teresa er enn á lífi og aðdáendur hennar vinna nú að þvt aö henni verði veitt friðar- verðlaun Nóbels fyrir störf aÖ mann- úðarmálum. Hér á landi hefur verið gefinn út bæklingur, sem Torfi Olafsson þýddi. Bókaverslanir hafa haft bæklinginn til sölu, en einnig er hægt aÖ snúa sér beint til Torfa í síma 14302, eftir venjulegan vinnutíma. Það sem inn kemur við sölu ritsins verður sent beint til ,,Móður Teresu" en kostn- aðinn við útgáfuna gretÖtr kaþólska kirkjan á íslandi. Þeirsem vilja styðja starf hennar meÖ fjárframlögum, geta sent þau t pósthólf 141, eða snúið sér til útgáfuaÖila bækltngsins. HólmfríÖur Sólveig Haraldsdóttir, Jaðri, Reykjadal, Suður-Þing., óskar eftir bréfaskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 12 - 14 ára. Aðaláhugamál eru: dýr, lestur bóka, poppmúsík og fleira. Ég sagði ekki að þú værir fullkominn fáviti. Enginn er alveg fullkominn. Kannski það taki sig betur út á þessum vegg þarna? 45. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.