Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 17

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 17
Smásaga eftir Vigdis Stokkelien að bryggjunni, frú Berge, og fóruð með henni í sjúkrabílnum. — Já, hvíslaði Ada. — Hvað um bolla af kaffi? spurði hann og stóð upp. — Nei, takk. Ekki í dag. Hún stóð einnig á fætur. — Skiljið þér nú^að þetta var slys, frú Berge? Ada opnaði munninn til þess að segja frá líflínunum í lófanum og undarlegri hegðun Ernu kvöld- ið áður en hún dó. — Pað er hættulegt að synda innan um vatnaliljur, sagði lög- regluforinginn. — Erna hefur synt í tjörninni síðan hún var fjögra ára, sagði Ada. — Hún var ekki nema fjögra ára, þegar hún kom til mín. Foreldrar hennar létust í flug- slysi í Englandi. — Já, ég veit það, frú Berge . . Hann vissi allt. Lögreglufor- inginn var sannfærður um, að það hefði verið slys. Samt sagði hún það: — Erna hefði aldrei synt innan um vatnaliljurnar. Hún þekkti tjörnina. Lögregluforinginn svaraði ekki, hann horfði 4 hana, og augu hans voru full meðaumkunar. Ada gekk hratt út, en nam staðar fyrir utan opinn gluggann. Hún heyrði röddina greinilega út um hann: — Veslings konan, hún er kol- brjáluð. Hugsaðu þér — líflínur og galdrar. Pað var lögreglufor- inginn, sem talaði. Kanski var þetta líka svona. Hún sá Ernu fyrir sér allan tím- ann. Erna, sem hljóp um engið, Erna með hendurnar fullar af blómum. Og hún sá Ernu leiða Alf, þenn- an strák, sem hún hafði aldrei getað fellt sig við. Hún sá líka Ernu,,1- i,Alf og IGuri, vinkonu hennar, niðri við baðbryggjuna. Heyrði þau ræða saman í ákafa um garðyrkju. Guri sagði alltaf: — Ef við ræktuðum hér myrtusvið, yrði hér eins og í aldingarðinum Eden. Erna hló og svaraði: — Pví yrði Ada frænka hrifin af. Veistu ekki, að hér er nú þegar aldingarðurinn Eden með moltuberjum? Á næturnar var það önnur Erna, sem hún minntist, frænkan eins og hún hafði litið út vikuna fvrir slysið. Andlitið var náhvítt undir sólbrúnkunni, og jbláir baugar voru undir augunum. Ada hafði ekki viljað spilla ágætri vináttu þeirra með því að þráspyrja hana. Erna hafði alltaf komið til hennar með vandamál sín, og alltaf að fyrra bragði. Síðasta kvöldið — sem Ada vildi helst ekki hugsa um — kom Ema ekki heim fyrr en almyrkt var orðið. Ada hafði setið á stóru veröndinni með útsýni yfir tjörn- ina. Andlit Ernu var náhvítt, og augu hennar voru myrk. — Er eitthvað að? hafði Ada spurt. — Ekkert svaraði Erna, — mér er bara svo kalt. Má ég fá mér konjakslögg úr skápnum? ödu hafði brugðið svolítið við. Erna drakk ekki áfengi nema stöku sinnum og þá mjög lítið. — Pað máttu auðvitað, hafði hún svarað. Frænkan kom út á veröndina og hélt á stóru konjaksglasinu með báðum höndum, og Ada sá, að glasið skalf svolítið. Svo horfði Erna út yfir gróskumikinn garð- inn, í átt til tjarnarinnar, hrollur fór um hana, eins og hún sæi eitthvað óhugnanlegt þar. En allt var eins og venjulega. Tunglið var í fyllingu. Hvítu vatnaliljurnar á tjörninni voru eins og sjálflýsandi, og sefið kast- aði skuggum langt út á tjörnir i. — Hér er stórkostlegt, sagði Erna. — Þegar þú giftir þig, flytur gamla frænka þín í burtu. — Ég gifti mig aldrei, svaraði Erna. Hún stóð snöggt upp og sótti sér aftur í glasið. Ödu fannst eitthvað alvarlegt vera að. Eitt andartak var hún að því komin að spyrja: — Ertu hætt að vera með Alf? En svo áttaði hún sig á því, að hún gæri ekki leynt því, að hún yrði því fegin. Rödd hennar yrði glaðleg. — Frænka, veist þú nokkuð um líflínur? — Um hvað þá? spurði Ada. — Líflínur, svaraði Erna og hló uppgerðarhlatri. — Pú veist, þetta, sem er í lófanum á okkur. — Ég trúi ekki á spádóma, svaraði Ada. En hún hafði ekki spurt: — Hver spáði fyrir þér? Ekki einu sinni, þegar Erna hvísl- aði lágt: — Pær eru slitnar — efst í lófanum. Hún virtist taka þessu alvarlega. — Sjáðu, frænka. Ema sýndi henni lófana á sér, en það var dimmt á veröndinni, svo að Ada sá bara tvo hvíta lófa. Allt í einu hljóp frænkan upp stigann til herbergis síns. Ada áttaði sig allt í einu á því að hún stóð enn fyrir utan lög- reglustöðina. Henni leið illa, var heitt, og hún var þyrst. Hún fann til um allan líkamann, eins og eitthvað þrengdi sér frá hjartanu fram í handleggina og niður í fæturna. — Sorgin getur haft svo marg- vísleg áhrif, sagði læknirinn, þeg- ar hún leitaði til hans. —- Þú ert slæm á taugum, kæra Ada. ödu svimaði, þegar hún gckk að bílnum. Hann stóð úti á sól- bakaðri götunni. Sársaukinn jókst, en hún leit ekki við, þegar hún fór framhjá læknisstofunni. Sögurnar eru fljótar að berast í fámennu samfélagi, og fólk var farið að segja sín á milli, að hún væri í þann veginn að missa vitið. Eitthvað, eitthvað, sem hafði vakið furðu hennar, þegar Erna drukknaði, sótti á hana. Hiín gerði sér ekki ljóst, hvað það var. Svo var hún víst komin með snert af æðakölkun, enda orðin sjötug. Undanfarið höfðu minningarnar sótt á hana eins og kvikmynd, sem er sýnd allt of hratt. Árin um víða veröld með ensk- • norskum manni sínum. Tíu ár í austurlöndum, þar sem hann var yfirlæknir á sjúkrahúsi. Pau eign- uðust engin börn, og þegar hann dó, hafði hún verið óhuggandi. Sama ár kom Erna allt í einu inn í líf hennar og gaf því nýja þýð- ingu. Pær fluttu til bernskuheim- ilis ödu, því að hún vildi, að barnið ælist upp í öryggi. Aftur fékk hún verkjakast og þótti það næstum óbærilegt. Heima varð hún að fá sér glas af konjaki, tæmdi það í einum teig og hellti það aftur fullt. Síð- asta kvöldið rann gegnum vitund hennar. Hvernig frænka hennar hafði setið dauðhrædd á verönd- inni, og hún hafði ekki spurt neins, vildi ekki vera uppáþrengj- andi. Petta kvöld hefði hún ekki átt að bíða fulíviss þess, að Erna myndi leita til sín, þegar hún þyrfti þess með. 45.TBL. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.