Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 20

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 20
Hún strauk enni hans. „Ég veit, elskan mín,“ sagði hún blíðlega. „Ef það væri bara einhver staður, sem við gæt- um farið til, einhver staður, þar sem enginn gæti fundið okkur uns Ilena kemur aft- ur.“ Hann sneri höfðinu skyndi- lega og leit upp til hennar. Spennan var að hverfa tír andliti hans, og hann var tek- inn að brosa. „Þarna komstu með það!“ hrópaði hann. „Hvers vegna datt mér það ekki í hug? Ég veit einmitt um slíkan stað. Þar dettur þeim aldrei í hug að Jeita að okkur!“ Hún brosti niður til hans. Ylur tók að breiðast út um líkama hennar allan. Sá tími væri rétt í þann mund að renna upp, hugsaði hún hreykin, að hann kæmist að því hversu ómissandi hún væri honum. Leynilögreglumaðurinn Mc Gowan leit á klukkuna. Hún var næstum orðin ellefu. Það var enn klukkustund þar til hann yrði leystur af verðin- um. Hann stappaði niður fótunum í köldu næturloft- inu. Þetta var hið eina Ieið- inlega við starfið. Hann hafði beðið fyrir utan hótel- ið frá því klukkan fjögur um daginn. Og þó var það samt ekki sem verst. Þeir þurftu ekki að reyna að vera ósýnilegir nú eins og oft áður. Þetta var einn aðal bfandarinn í starfinu. í sjónvarpinu elti einn spæjari þann grunaða al- veg inn í svefnherbergið, og upp um hann komst aldrei. Það reyndist örlítið frábrugð- ið í raun. Kapteinninn var með sex menn til að hafa Winther vinsælustu og bestu þríhjólin gætur á þessum. Það var einn maður við hverjar dyr þessa stóra hótels og tveir menn í bíl, sem hringsólaði stöðugt t kring um það til þess að halda sambandi og rétta hjálparhönd ef þörf krefði. Bíllinn hafði rétt í þessu verið að beygja úr augsýn fyrir hornið á Lexington þeg- ar hann leit aftur á hótel- dvrnar og sá þau koma út. Stúlkan hélt á lítilli ferða- tösku í hendinni, maðurinn leit í flýti upp og niður göt- una og tók í hendina á henni um leið og hann afþakkaði leigubíl með bendingu. Þau gengu hratt í áttina að Lex- ington. McGowan hélt í humátt á eftir þeim. Það var naumast að hann var heppinn að þau skvldu einmitt velja þennan tíma til að stinga sér í burtu. Nú kæmist hann ekki heim fyrr en klukkan sex um morg- uninn. Þau gengu yfir götuna á horninu og héldu upp fimm- tugasta og fyrsta stræti. Hann gekk stutt á eftir þeim og sá manninn líta um öxl. Hann reyndi ekki að dyljast. Hann þurfti þess ekki við þetta verkefni. Þau beygðu fyrir ' horn og gengu niður tröppur, sem lágu að neðanjarðar- brautarstöð. Hann hljóp nú af stað og kom að tröppunum rétt í því að hljóðið frá lestinni, sem var að renna upp að brautar- pallinum barst eyrum hans. Hann tók tvær tröppur í einu niður. Kapteinninn yrði ekkert hrifinn ef hann missti af þeim. Hann sá skugga út undan sér og hann þaut fyrir horn- 20 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.