Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 21

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 21
ið á ganginum fyrir neðan stigann. Hann sneri sér hálf- partinn við rétt til að sjá flat- an lófann á manninum, sem var að berja hann grimmi- legu júdóhöggi í höfuðið. Hann reyndi að skjóta sér undan högginu þegar sárs- aukinn æddi um hann allan frá öxlinni, og hanm hneig niður á hnén. Hann missti ekki alla með- vitund en Ijósblossar glitruðu fyrir augum hans og það söng í eyrunum. Þetta var líkast því, sem gerðist í sjónvarp- inu, minntist - hann að hafa hugsað. Hann hristi höfuð- ið. Hann fór að sjá skýrara. Hann studdi hendinni við vegginn og hóf sig á fætnr. Þarna stóð hann svimandi um stund og rýndi niður á braut- arpallinn. Hann sá þau stíga upp í lestina og hélt af stað niður á brautarpallinn á eftir þeim. Áður en hann komst nokk- uð áleiðis lokuðust dyrnar og lestin rann af stað. Hann sá andlit mannsins horfa á sig út um gluggann. Hann var brosandi. Hann sneri þreytulega við og gekk í áttina að símaklefa. Hann drattaðist inn í hann og heyrði smápeninginn falla niður í kassann. Kapteininum líkaði vafalaust ekki að þau hefðu komist undan, en kapt- einninn hefði líka átt að segja honum að þessi náungi gæti slegið svona. Hann tók að velja númerið. Strang lagði niður símann. Hann starði á Baker. „Ráða- gerð okkar heppnaðist,“ sagði hann hörkulega. „Hún heppn- aðist bara einum of vel. Hann sló McGowan kaldan á neð- anjarðarbrautarstöð og komst undan honum.“ „Stúlkan líka?“ spurði Baker. Strang kinkaði kolli. „Já.“ Baker teygði sig eftir sígar- ettu. Fingur hans voru skjálf- andi. „Hjálpi þeim hamingj- an ef glæpalýðurinn finnur þau á undan okkur,“ sagði hann. „Ef þeir gera það, þá skaltu hafa uppsögnina þína vélritaða og tilbúna,“ sagði Strang þunglega. „Mín er nú þegar í efstu skúffunni í skrifborðinu mínu!“ 25. kapítuli. Það eru fá borgarhverfi í New York, sem venjast eins vel framsókn nútíma tækni í heimilishjálp og efri hluti Park Avenue. Ein af orsök- unum er sú, að þetta er versl- unarmecca Spönsku Harlem. Hérna, fyrir neðan járnbraut- arteinana, sem New York Central lestin rennur eftir með belginn fullan af versl- unarmönnum á leið heiman og heim í úthverfin, er einn af síðustu opnu mörkuðun- um í borginni. Fólkið, sem verslar hérna, er flest af puerto-ricönskum upprima, og það þræðir á milli hjólbarðanna, vagnanna og sölutjaldanna masandi glaðlega og hamingjusamt þrátt fyrir fátækt sína, eins og það gerði heima á hita- beltiseyjunni sinni. Það eru líka hótel í þessum enda Park Avenue. Þau líkjast ekki ýkja mikið hótelunum lengra niðri í bæ við sömu götu, en þau þjgna sama tilgangi. Þau eru svefnstaðir og matstaðir og þau bjóða þreyttum ferða- manni húsaskjól. Regin mun- urinn er í því fólginn, það er að segja ef húsbúnaðurinn er ekki talinn með, að hér er viðskiptakortið einskis nýtt snifsi. í Spönsku Harlem líta hótelin ekki við öðru en bein- hörðum peningum. Cesare sneri sér frá glugg- anum á Del Rio hótelinu er járnbrautarlest skaust fram hjá þeim á teinum sínum úti- badedas BAÐ Eftir Badedas Vítamíns bað mun ySur líða sérstaklega vel. Húð yðar mýkist og verður fersk, lífleg, og blóðið rennur eðlilega um líkamann. Umboð H. A.Tulinius heildverzlun 45. TBL. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.