Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 24
Engin untíur og stor- merki Rætt við Guðrúnu Helgadóttur deildarstjóra í Trygg- ingastofnun ríkisins um +iin margvíslegustu efni, svo sem almannatryggingar og skattframtöl, barnabók- menntir, hugsjónir neyslubjóðfélagsþegna og embættis- mannakerfið. Teikningarnar, sem prýða viðtalið, munu birtast í nýrri bók Guðrúnar um þá Jón Odd og Jón Bjarna, sem út keniur innan tíðar, og þær gerði Sigrún Eldjárn. Árið 1973 tók Reykjavíkurborg upp þá nýbreytni að verðiauna á ári hverju tvö framlög til barna- bókmennta - annars vcgar vand- aða þýðingu á erlcndri barnabók og hins vcgar þá frumsamda bók, sem hclst þykir hafa til verðlauna unnið. Fyrsta árið voru þau vcrðlaun veitt hjónunum Jennu og Hrciðari Stcfánssyni, sem lengi hafa verið hvað afkastamestir barnabókahöfundar hérlendis. Árið 1974 fengu Jónas Jónasson og Kári Tryggvason verðlaunin, en Kári er löngu þckktur barna- bókahöfundur. f ár voru verð- launin svo vcitt Guðrúnu Helga- dóttur fyrir söguna af Jóni Oddi og Jóni Bjarna, sem út kom I fyrra og var fyrsta bók Guðrúnar. Sagan afjóni Oddi ogjóni Bjarna hefur nú verið þýdd á dönsku og vcrið er að þýða hana á sænsku, og fyrir jólin er væntanleg önnur bók um þá bræður frá hendi Guðrúnar. Ég gekk nýlcga á fund Guðrún- ar og álti við hana viðtal, en eins og margir vita hcfur hún haft flciri járn í cldinum en skrift- irnar. Hún var ritari rektors Menntaskólans 1 Reykjavík í tíu ár, cn lét af því starfi árið 1967. Eftir það gaf hún sig mestan part að heimilisstörfum, uns hún tók við starfi deildarstjóra félagsmála- og upplýsingadeildar Trygginga- stofnunar ríkisins, þegar sú deild var stofnuð fyrir tæpum þremur árum. Það leiddi því af sjálfu sér, að ég ræddi fleira en barnabók- menntir við Guðrúnu, og fyrst snerum við okkur að trygginga- málunum. - Mér er engin launung á því, að ég kunni afskaplega lítil skil á tryggingakerfinu, þegar ég tók við þessu starfi, enda var sú ráð- ...það er eiginlega ekki fyrr en núna, að mér finnst ég hafa svo- lítið í að gera það, sem mér sýnist. stöfun umdeilt mál á sínum tíma sem ein af þessum margfrægu pólitísku embættisveitingum. Ekki neita ég því, að kynni okkar Magnúsar Kjartanssonar, sem skipaði mig í þetta embætti, eru af pólitískum toga spunnin, en ég held hann hafi þó fyrst og fremst kjörið mig til þessa starfs, vegna þess, að hann treysti mér til að leysa það sómasamlega af hendi, og enginn 5 umsækjenda hafði sérmenntun til starfsins. Fyrsta verk mitt hér var óhjákvæmilega að kynna mér rækilega reglugerð- Guðrún og Kristín Jónsdóttir sam- starfsmaður hennar í félagsmála- og upplýsingadeildinni. Auk þeirra starfar Örn Eiðsson þar. Á forsíðunni er mynd af Guðrúnu ásamt fjöskyldu hennar, Sverri Hólmarssyni manni hennar og börnunum Herði átján ára, Helgu sex ára og Höllu fimm ára. Með þeim á myndinni er Bima vinkona Höllu og Þuríður Filippusdóttir ráðskona heimilisins. Þorvald, átta ára son Guðrúnar og Sverris, vantará myndina. ings, vera bótaþegum innan handar við lausn vandamála þeirra og gera tillögur til lausnar þeirra. í samræmi við það var fyrsta verkefni deildarinnar að gefa út bæklinga um bótakerfið, en áður hafði ekki verið til einn einasti stafur á prenti um þetta efni nema lögin, og lög eru aldrei sérlega aðgengilegur lestur fyrir almenning. Þessir bæklingar held ég, að hafi gert töluvert gagn, þótt þeir komi vitaskuld ekki í staðinn fyrir persónulega leiðbein- ina um þessa deild trygginga- stofnunarinnar og starf stofnúhar- innar sem heildar og gera mér áætlun um starf deildarinnar. Félagsmála og upplýsingadeild- inni er fyrst og fremst ætlað að dreifa upplýsingum um trygg- ingabótakerfið meðal almenn- ingp í öllum tilvikum, enda hefur slíkt starf orðið umfangsmikið hérí deildinni. - Er algengt, að einstaklingar leiti beint til ykkar? - Já mjög, og það er ákaflega eðlilegt og ekkert vantraust á stofnunina, áður en þessi deild 24 VIKAN 45. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.