Vikan

Tölublað

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 25

Vikan - 06.11.1975, Blaðsíða 25
varð til. Með tilkomu hennar myndaðist miðstöð, þar sem hægt er að taka á móti fólki og vísa því á réttan stað - ekki eingöngu innan tryggingastofnunarinnar, heldur einnig tii annarra stofn- ana. Starfsfólk hverrar dcildar tryggingastofnunar fyrir sig er sér- hæft í ákveðnum málaflokkum - við á þessari deiid verðum ein- faldlega að kunna nokkur skil á þeim öllum, og að sjálfsögðu reynum við að spara gömlu fólki og öryrkjum sporin með því að ganga sem mest frá þeirra málum hér og senda þau síðan öðrum deildum til afgreiðslu. - Telurðu mikil brögð vera að því, sem stundum er haldið fram, að tryggingakerfið sé misnotað? Ég held það sé í miklu minna mæli en af er látið. Auðvitað er hægt að misnota alla hluti, en þegar talað er um misnotkun almannatryggingakerfisins hér, verður að gefa gaum að miklu umfangsmeira máli, sem er skattakerfið. Þegar tekjur manna eru kannaðar hér í trygginga- stofnuninni, er ekki nema við eitt gagn að styðjast - skatt- skýrsluna. Allir vita, að skatt- skýrslur manna eru upp og ofan, þrátt fyrir drengskaparheitin, en ég hef enga ástæðu til að ætia, að tryggingastofnunin afgreiði mál, nema eftir bestu vitund. Tryggingastofnunin ræður ekki við, hvort skattskýrsla er rétt eða ekki. Hingað kemur gamalt fólk næstum á hverjum degi og sækir um uppbót á lífeyri vegna húsaleigu. Þegar við lítum á skattskýrsluna þess, er engin húsa- leiga skráð þar, og við neitum gamalmenninu því um uppbæt- urnar. Eigandi húsnæðisins gerir tvennt - hann stelur húsaleigunni undan skatti, og hann kemur í veg fyrir, að gamalmennið fái uppbótina, sem það á rétt á. Þetta er eitt þeirra sjúkdóms- merkja, sem við sjáum hér og víða í nágrannalöndum okkar - eiginhagsmunastefnan heltekur „ Hingað kemur gamalt fólk næst- um á hverjum degi og sækir um uppbót á lífeyri vegna húsa- leigu, ’' segir Guðrún meðal ann- ars um starfið t félagsmála- og upplýsingadeild Tryggingastofn- unar ríkisins. flesta, hver hugsar um sig og hefur takmarkaðan áhuga á þvl að lifa I sómasamlegu samfélagi við annað fólk. Þeir sem hæst hafa um það, að fé sé ausið úr almannatryggingum held ég geri sér varla Ijóst, hvað almanna- tryggingar eru í raun og veru. Það þarf ekki að fara langt suður í álfu til þess að sjá þar betlara á hverju götuhorni. Slíkt fólk sjáum viá ekki hér, vegna þess að við búum því framfæri með almannatryggingum, þegar eitt- hvað bjátar á. - Þetta er auðvitað stórpóli- tískt mál. Pólitík fjallar nefni- lega ekki um það, hvort einn kall eða annar á að stjórna þessu eða hinu, heldur hvers konar lífi við viljum lifa í landinu. Og það er sú eina pólitík, sem fólk þarf að gera upp við sig. Það hefur áreiðanlega ekki farið fram- hjá neinum, að síðan í stríðs- lok hefur fólk hér átt- þær hug- sjónir æðstar að eignast hús, bíl, húsgögn og þar fram eftir göt- unum. Hjá ungu fólki byrjar skriðan með því, að það rekur sig á, að til þess að geta lifað sæmi- legu lífi hér á landi, verður að eiga íbúð - ailir þurfa þak yfir höfuð- ið -, hvort sem það langar til þess eða ekki. Meðan ástandið er þannig, að ekki er á boðstólum leiguhúsnæði gegn skynsamlegu gjaldi og fólk hefur einhverja von um að fá að búa I friði, er það nauðbeygt til að taka þátt í hrunadansinum. Svo þegar kass- inn er kominn, byrjar kapphiaup- ið um innbúið. Ég er afskap- lega hlynnt því, að fólk eigi nota- leg heimili, en mér finnst allt of mikil áhersla lögð á hlutina I kringum fólk. Hjá mörgum virð- ast þeir vera megininntak lífsins, og ég leyfi mér að efast um, að mikil lífshamingja sé fólgin I slíku. Þetta þýðir ekki, að ég sé haldin einhverjum rómantísk- um grillum um fátækt. Hún er leiðinlegt fyrirbæri og ósæmandi á alian hátt, en óhófið er jafn- ósæmilegt. - Af þessu gæti maður fengið þá hugmynd, að Sagan af Jóni Oddi og Jóni Bjarna sé ákafiega pólitísk. Erþaðsvo? - Nei, það held ég hreint ekki - að minnsta kosti er hún ekki áróður fyrir neinn stjórnmála- flokk. Ég er jafnmikið á móti því að skrifa bækur um ákveðin stjórnmálakerfi fyrir börn og ég er andvíg þeim blekkingaheimi, sem börn hafa verið alin upp I fram undir þetta. Bamabókahöf- undum ber skyida tii þess að benda lesendum sínum á, að lífið er ansi margbrotið og möguleik- arnir margir. Sjálf er ég alin upp I smáu samfélagi, þar sem hlutirnir voru svona og engan veginn öðm vísi - allt var I ákaf- lega föstum skorðum og algilt, að þvl er manni fannst. Þegar ég svo kom út I stóra heiminn og Reykjavík, áttaði ég mig allt I einu á því, að llfið var ekki eins „PóHtUí fjallar eHHi um i»aó, hwort einn Hall eöa annar á aö stjórna " 45.TBL.VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.