Vikan - 20.11.1975, Blaðsíða 1
Á ÞREMUR HJÚLUM
IMARK
SVERRIR ÞÓRODDSSON
SEGIR FRÁ KAPPAKST-
URSÆVINTÝRUM.
Bifreið Sverris sést hér með laust
afturhjólið, augnabdki eftir óhaþp-
ið á CASERTA, Fremri bíllinn
á myndinni var sá, semjo Willeams
ók, sem óhaþpinu olli.
...Ég var á rúmlega 200 km.
hraða, þcgar ég kom úr beygjunni,
síðustu beygjunni áður en komið
var í mark. Nú var aðeins smá-
spotti eftir — og einn bíll — því
bretinn var ennþá á undan mér.
Ég hafði tínt þá upp hvern á fætur
öð.rum á beinu köflunum, og nú
átti ég aðeins einn eftir til að verða
fyrstur. Ég neytti allra bragða,
sem mér komu í hug til að ná
honum.
— Ég breytti aðeins stefnu,
þannig að ég var beint fyrir aftan
bretann og fann samstundis, að
bíllinn herti á sér til muna, þegar
hann komst inn í kjalsogið af
bretanum. Loftmótstaðan hafði
strax minnkað, og það var eins og
bíllinn beint fyrir framan drægi
mig að sér. Áfram hélt ég og nálg-
aðist nú óðum bretann, þar til
aðeins munaði örfáum tommum að
ég keyrði á hann að aftan. Þá fór
ég smám saman að þoka mér til
hægri, ...en passaði mig s'amt að
halda mig eins og hægt var í kjal-
soginu. Svo var ég kominn nægi-
lega langt til hliðar til að mjaka
mér meðfram honum hægra megin
áfram...hægt og hægt á rúmlega
230 km. hraða. Það virtist heil
eilífð, meðan ég þokaðist smám
saman framar og framar, framhjól-
ið hjá mér var nú á móts við hægra
afturhjól hans...nú á móts við miðj-
an bíI...og áfram þokaðist ég.
Bretinn skildi auðvitað fullkomlega
hvað ég var að gera. Hann rétti
augnablik upp hægri höndina i
kveðjuskyni, og gerði merki með
fingrunum, sem ég skildi alltof
vel og mér fannst ég heyra það,
sem hann hugsaði: „Stubborn,
crazy, bloody. Icelander. 1*11 show
you who is the master on this leg.."
Ég brosti til hans og hugsaði honum
svipaðsvar...bíddu bara bretlingur,
við erum ekki enn skildir að
skiptum...og framar þokaðist ég
upp með hlið hans, þar til fram-
hjólin voru næstum því samsíða...
þá skyndilega sýndi bretinn sitt
innsta eðli, þegar hann sá að hann
var að tapa...hann beygði snögg-
lega til hægri og ók visvitandi á
mig að framan!!! Þessu átti ég
sannarlega ekki von á. Þetta var
langt I frá samkvæmt þeim við-
teknu reglum, sem virtar voru
Bifreiðaeigendur
Látið ekki salt, tjöru og önnur óhreinindi skemma bif-
reiðina.
Við hreinsum og bónum bilinn meðan þér biðið.
Vel hirtur bili eykur ánægju eigandans.
Bón og þvottastöðin,
Sigtúni 3, simi 84850.